Morgunblaðið - 01.11.2008, Síða 25

Morgunblaðið - 01.11.2008, Síða 25
Daglegt líf 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 að stefna og geta farið að gera áætl- anir með hliðsjón af því. Væntingar gagnvart Íslandi myndu breytast og það í sjálfu sér hefði samstundis já- kvæð áhrif. Og síðustu vikur þegar sumir gamlir vinir hafa ekki reynst okkur vel höfum við fengið skýr skilaboð víða að um að aðild- arviðræður Íslands gætu gengið hratt og að við ættum mörg stuðn- ingsríki ef að því kæmi.“ Finnst þér viðhorfið gagnvart Evrópusambandinu vera að breytast innan Sjálfstæðisflokksins? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að viðhorfið sé hægt og sígandi að breytast þar. Samtök atvinnulífsins og ASÍ hvetja til Evrópusambands- aðildar og varla finnst hagfræðingur sem ekki telur aðild skipta verulegu máli fyrir lausn núverandi efnahags- vanda. Menn hljóta að hlusta á þessi sjónarmið. Mér finnst alltaf vanta þau rök frá andstæðingum Evrópu- sambandsaðildar af hverju við eigum að halda okkur við krónuna og standa utan sambandsins. Menn misnota orðin fullveldi og sjálfstæði til að kæfa umræðuna.“ En hvernig gengur þér að sann- færa Geir Haarde um nauðsyn Evr- ópusambandsaðildar? „Ég hamra járnið. Hann hefur sjálfur sagt að þetta sé hags- munamat og nú hefur Þorgerður Katrín stigið fram og talað með þeim hætti að umræðan þurfi að fara fram. Ég sé líka að einstakir þing- menn Sjálfstæðisflokksins tala á þeim nótum að gjörbreytt staða efnahagsmála kalli á endurskoðun á afstöðunni til Evrópumála. Þannig að það er hreyfing á málinu í Sjálf- stæðisflokknum sem er mjög já- kvætt. Umræðan þarf líka að eiga sér stað í hinum stjórnmálaflokk- unum.“ Heldurðu að þetta ríkisstjórn- arsamstarf haldi út kjörtímabilið? „Það væri fráleitt að spá einhverju öðru. Það væri eins og að vera í hjónabandi og spá skilnaði. Það gerir maður ekki. Við erum í þessari rík- isstjórn af fullri alvöru til að vinna þau erfiðu verk sem framundan eru. Við ætlum ekki að flýja af hólmi.“ Pólitísk umræða Seðlabankans Hversu fast sækir Samfylkingin það að Davíð Oddsson víki úr sæti seðlabanakstjóra? „Við erum þeirrar skoðunar að fyrrverandi pólitíkusar eigi ekki að vera í forystu fyrir seðlabanka. Þetta er prinsippafstaða hjá okkur og hef- ur komið fram oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Það er ekki Seðla- bankinn sem á að vera í pólitík held- ur ríkisstjórn á hverjum tíma. Mér finnst umræðan síðustu daga og vik- ur alltof pólitísk af hálfu Seðlabank- ans. Við teljum líka að það hafi skað- að orðspor okkar alþjóðlega hvernig haldið hefur verið á umræðunni af hálfu formanns bankastjórnar. Lát- um nú vera hvernig kaupin gerast á eyrinni hér innanlands en þegar þetta er farið að hafa áhrif utan land- steinanna í þeirri aðstöðu sem við er- um í núna þá er ábyrgðarhluti að láta málin halda áfram í þessum farvegi.“ Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki fallast á að Davíð Oddsson víki en er þetta mikið áherslumál hjá ykkur? „Ýmsar aðgerðir og yfirlýsingar yfirstjórnar Seðlabankans á síðustu dögum og vikum orka mjög tvímælis. Í þeirri viðkvæmu stöðu sem þjóðin er í núna getur það ekki gengið til lengdar.“ Ert þú sátt við allar aðgerðir rík- isstjórnarinnar á síðustu vikum? „Það er örugglega margt í þeim aðgerðum sem gagnrýna má eftir á enda hafa menn verið að vinna gíf- urlega hratt. Þegar þarf að taka margar ákvarðanir undir pressu þá fer ekki hjá því að einhverjar þeirra verði rangar. En menn áttu engan annan kost en að taka ákvarðanir því það hefði orðið katastrófa hefðu þeir ekki gert það. Svo verða menn að fara yfir ferlið eftir á og skoða það, alveg eins og annað sem gert hefur verið. Ég veit að menn hafa verið að vinna eins vel og þeir hafa getað.“ Brýnustu verkefnin Hvaða aðgerðir finnst þér brýn- astar núna? „Það eru tvö verkefni sem mér þykja brýnust. Það þarf að tryggja að hér geti myndast gjaldeyrismark- aður í landinu svo hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Vaxtahækkun Seðla- bankans er liður í þessu, hún er sárs- aukafull en því miður óhjákvæmileg leið til skemmri tíma til að tryggja það að gjaldeyrir verði til í landinu og til að við getum komið í veg fyrir enn harkalegra hrun krónunnar og óða- verðbólgu. Þetta verður erfitt næstu vikur og mánuði en þetta er nauðsyn- leg forsenda þess að við getum fetað okkur til stöðugleika á ný. Annað verkefni sem þarf að vinn- ast hratt er að koma til framkvæmda aðstoð við skuldsett fyrirtæki og heimili, lengja í lánum, frysta lán og gera það sem við getum til að koma í veg fyrir að heimili og góð fyrirtæki verði gjaldþrota. Það þarf að gera breytingar á gjaldþrotalöggjöf þann- ig að fólk verði fljótara að koma und- ir sig fótunum aftur og lendi ekki í langri þrautagöngu. Þetta eru stóru verkefnin okkar og þau geta ekki beðið. Fólk verður að treysta því og trúa að við ætlum að koma til móts við það og við verðum að senda því skýr skilaboð.“ Mun það bjarga einhverju ef við göngum í Evrópusambandið og kom- umst við þangað inn miðað við núver- andi stöðu efnahagsmála? „Við getum sótt um Evrópusam- bandsaðild og það tekur okkur skamman tíma að fá inngöngu en það tekur lengri tíma að fá evruna sem gjaldmiðil af því að við þurfum að uppfylla ákveðin skilyrði til þess. Núna er hætt við því að menn kasti barninu út með baðvatninu og segi að hnattvæðingin, hið alþjóðlega kerfi og þátttaka á erlendum mörkuðum sé af hinu vonda og við eigum ekki að taka þátt í því. Réttast sé að halla okkur að gömlum og grónum at- vinnuvegum sem við höfum langa reynslu af. Auðvitað þurfum við að rækta þá en það dugir ekki eitt og sér. Einhæft og innhverft atvinnulíf er ekki nóg fyrir ungt fólk á Íslandi. Unga fólkið okkar vill spreyta sig á hinu alþjóðlega sviði og hefur og á ekki að koma sér upp minnimátt- arkennd gagnvart umheiminum. Ekki viljum við að unga fólkið flytji burt. Þess vegna eigum við að segja að við ætlum að taka skynsamlegan þátt í alþjóðavæðingunni. Og við verðum að búa okkur til nauðsyn- legar efnahagslegar varnir með al- þjóðlegu samstarfi. Ísland hefur aldrei verið sjálfstætt í þeirri merk- ingu að það, eins og öll önnur ríki, þurfi ekki á vinum og stuðningi að halda. Saga Íslands sýnir að við höf- um alltaf haft einhverja stærri ein- ingu á bak við okkur og alltaf vegnað best þegar við vorum í mestum sam- skiptum við útlönd. Danir voru um tíma mjög öflugur bakstuðningur fyrir okkur. Eftir seinna stríð höfð- um við margháttaðan bakstuðning Bandaríkjanna, það er söguleg stað- reynd hvar sem menn stóðu í því máli. Núna erum við dálítið ein á báti. Það er mikilvægt að litlar þjóðir eins og Íslendingar tali sinni röddu og haldi sérstöðu sinni en um leið þurfa þær á bakstuðningi og vinum að halda. Annað er bara útópía. Við eigum að læra af þeim mistök- um sem hér hafa verið gerð en við eigum líka að horfa til framtíðar og til tengsla við alþjóðasamfélagið. Við megum alls ekki pakka saman í vörn.“ Morgunblaðið/Kristinn ritstjórn Morgunblaðsins reyndu að klína á okkur eins og títtnefndri smjörklípu. Hvers vegna gerðu þeir það? Til að forðast alvöru pólitíska umræðu. Í Borgarnesi var ég að tala fyrir frjálslyndu lýðræði, gegn geðþótta og sérgæsku stjórnmálamanna gagnvart atvinnulífinu og fyrir nauðsyn leikreglna sem tryggja al- mannahagsmuni. Ég gagnrýndi einkavæðingu án laga, ríkisábyrgðir fyrir sérvalin fyrirtæki. Ég held að allir sem muna kosn- ingavorið 2003 geti rifjað upp að ráðamenn þess tíma töldu þann boð- skap stórhættulegan. Það sama átti líka við þegar ég varð borgarstjóri og við innleiddum útboð í inn- kaupum borgarinnar í stað helm- ingaskipta. Það hafði mikil áhrif á mig að þegar ég tók á móti kan- adísku olíufyrirtæki og bauð þeim lóð undir bensínstöð mættu fulltrú- ar allra íslensku olíufélaganna í kjöl- farið saman á minn fund til að telja mig ofan af því. Ræðan mín í Borgarnesi var byggð á reynslu minni sem borg- arstjóri af því að breyta leikreglum þannig að þær skili meiri samkeppni og bættum almannahag. Það skiptir engu hver á fyrirtækin, við drögum menn ekki í dilka eftir því. Það sem skiptir máli er að regluverkið sé í lagi og tryggi almannahagsmuni. Um það snerust Borgarnesræður mínar.“ Hvernig er ríkisstjórnarsam- starfið? „Ég leyfi mér að halda því fram að þar séu heilindi og engin undir- mál. Þetta eru flokkar sem eru ósammála um ýmislegt, byggja á ólíkum hefðum og að mörgu leyti á ólíku vinnulagi en samstarfið er gott. Það mun auðvitað reyna mikið á það á næstunni.“ Það heyrast raddir sem segja að það eigi að slíta þessu stjórnarsam- starfi og ganga til kosninga. Hver er skoðun þín á því? „Ég tel að það sé ekki á óreiðuna bætandi. Við erum í miðjum björg- unarleiðangri. Ættum við að henda öllu frá okkur til að snúa okkur að kosningabaráttu? Það gengur ekki. Við stjórnmálamennirnir værum að bregðast á vaktinni ef við efndum til kosninga núna. En svo kemur nýtt ár og þá verða menn að meta stöð- una.“ Breyttar forsendur í Evrópumálum Evrópusambandsaðild er ekki á stefnuskrá þessarar ríkisstjórnar en nú eru aðstæður allt aðrar en þegar ríkisstjórnin var mynduð. Mun Samfylkingin ekki setja Evrópu- málin á dagskrá af þunga? „Ég legg mikla áherslu á að sú umræða fari fram. Í stjórnarsátt- málanum segir að þetta sé hags- munamat. Samfylkingin er búin að gera þetta hagsmunamat og við telj- um að aðrir eigi að gera það líka. Það eru algjörlega breyttar for- sendur frá því þessi ríkisstjórn var mynduð fyrir átján mánuðum. Við höfum orðið fyrir þungu áfalli og þurfum að vinna okkur út úr því. Ef við tækjum þá ákvörðun fljótlega að sækja um Evrópusambandsaðild þá myndi það strax hafa áhrif á at- vinnulífið hér heima, markaðina og stöðu okkar gagnvart öðrum lönd- um, því þá vita allir hvert við erum » „Ýmsar aðgerðir og yfirlýsingar yfirstjórnarSeðlabankans á síðustu dögum og vikum orka mjög tvímælis. Í þeirri viðkvæmu stöðu sem þjóðin er í núna getur það ekki gengið til lengdar.“ » „Ég tel að það sé ekki á óreiðuna bætandi.Við erum í miðjum björgunarleiðangri. Ætt- um við að henda öllu frá okkur til að snúa okkur að kosningabaráttu? Það gengur ekki.“ » „Þegar mér var sagt frá æxlinu var það ekk-ert áfall fyrir mig. Ég var viss um að ég væri í höndunum á góðum læknum og að þetta hlyti að fara vel. Ég kveið ekki fyrir aðgerðinni og mér datt aldrei í hug að eftirmál yrðu vegna hennar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.