Morgunblaðið - 01.11.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.11.2008, Qupperneq 28
28 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 ● Jakkar ● Úlpur ● Ullarkápur ● Dúnkápur ● Hattar ● Húfur Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Opið á sunnudögum til jóla frá kl. 12-16 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Flugfreyjubúningurinn á aðvera það sem er að gerastí dag en hann á þó líka aðfela í sér vísanir í söguna,“ segir Steinunn Sigurðardóttir fata- hönnuður sem á heiðurinn af nýjum einkennisfatnaði Icelandair. Við hönnun búningsins nýtti hún sér bæði sögu flugfélagsins og ís- lenska náttúru. Þannig bera bæði flugstjórar og flugþjónar bindi með örfínu stuðlabergsmynstri, á meðan textíláferð á skyrtum og kjólum kvennanna er sótt í hraunið. „Við tókum allt frá Íslandi,“ segir hún. „Liturinn á búningunum er þannig tekinn úr náttrökkrinu. Við völdum einfaldlega lit himinsins eins og hann verður fallegastur blár á Ís- landi.“ Sagan spilar sömuleiðis mikilvægt hlutverk í nýju búningunum, enda fór Steinunn í gegnum alla bún- ingasögu fyrirtækisins og kynnti sér hvert tímabil fyrir sig. Slæðan er þannig unnin upp úr gömlu Loft- leiðamerki af erni. „Ég féll fyrir erninum af því að hann er líka í skjaldarmerkinu okkar,“ segir Stein- unn sem notar liti flugfélagsins og væng arnarins í munstur slæðunnar. „Það sem ég er þó ánægðust með er hugmyndin að jakkanum. Hann er unninn út frá mynd af flugfreyju sem tekin er á árunum í kringum 1960 og ég heillaðist algjörlega af.“ Þá hækkaði hún hattinn sem fylgir flugfreyjubúningnum og hug- myndina að slifsinu á skyrtum kvennanna sótti hún í íslenska þjóð- búninginn. „Mér finnst gott að horfa til baka, enda skiptir máli að sagan lifi áfram með okkur í nýrri mynd,“ segir Steinunn, sem þessa dagana er stödd í Gautaborg við uppsetningu sýningar á hönnun sinni sem opnuð verður 4. nóvember, sama dag og hún tekur á móti Torsten och Wanja Söderberg-verðlaununum. Morgunblaðið/Frikki Íslenskur andi Vísanir í náttúru Íslands og sögu setja svip sinn á búningana. Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður á heiðurinn af nýjum einkennisfatnaði Icelandair. Nýr búningur með söguvísunum Ljósmynd/Snorri Þorfinnsson Fyrirmyndin Jakkinn sem Stefanía Borg flug- freyja bar á sjöunda áratugnum er fyr- irmyndin að nýja flugfreyjujakkanum. Sláturgerð hefur gengið í endurnýjun lífdaga nú íhaust, enda slátrið góð leið til að drýgja matar-peningana. Ekki eru hins vegar allir á eitt sáttir um hvernig slátrið bragðast best – heitt, kalt eða jafnvel súrt. Lesandi hafði samband við Morgunblaðið og kvartaði yfir því að hvergi væri lengur hægt að fá súrsunarmysu. Að sögn Jóns K. Baldurssonar, gæðastjóra hjá Mjólk- ursamsölunni, er drykkjarmysa og súrsunarmysa einn og sami hluturinn. „Súrsunarmysan var í raun sama mysa og er á hinum fernunum,“ segir Jón. Á árum áður voru leiðbeiningar um hvernig bera ætti sig að við súrsun birtar aftan á mysufernunum. Jón lét Morgunblaðinu góðfúslega þær upplýsingar í té, en Mjólkursamsalan hefur hug á að bæta þessum upplýs- ingum aftur á mysufernurnar innan skamms. Súrsun: Við súrsun er nauðsynlegt að hafa eftirfarandi í huga 1. Hráefnið þarf að vera vel soðið og kælt. 2. Æskileg ílát eru plastfata eða leirílát með loki. Nauð- synlegt er að hreinlætis sé gætt í hvívetna. 3. Látið mysuna fljóta vel yfir matvælin. 4. Hafið blóðmör eða soðið rúgmjöl í lokuðum lérefts- poka með í fötunni, því mun meira þeim mun betra. Kolvetnainnihald mjölsins viðheldur súrnun. 5. Skiptið um mysu eftir 2-3 vikur og aftur eftir 5-6 vik- ur. 6. Lágmarkstími súrsunar er 10 vikur við 6-8°C. Að súrsa sitt eigið slátur Slátrið Súrsa má sláturkeppina heimavið. Í HNOTSKURN Hvað gerist við súrsun? »Hið lækkaða sýrustig kemur í veg fyrir vöxtóæskilegra gerla og eykur geymsluþolið. »Maturinn fær einkennandi bragð.»Fæðan verður auðmeltari og næringargildiðeykst. »Bætiefni mysunnar síast inn í súrsuðu mat-vælin. Súrmeti er því góð uppspretta bætiefna, einkum kalks og B1- og B2-vítamína. Upplýsingar frá Mjólkursamsölunni. Flugfreyjur og flugmenn Icelandair munu nú á laug- ardag klæðast nýjum einkennisbúningi sem Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður hannaði fyrir flugfélagið. „Við þekktum til hugmyndafræði Steinunnar og teng- ingarinnar sem hún leggur upp úr við Ísland, náttúru landsins og veðurfar,“ segir Rannveig Eir Einarsdóttir, forstöðumaður farþegaþjónustu Icelandair. Nálgun Steinunnar hafi verið í takt við þá vinnu sem unnin hef- ur verið undanfarið við endurkynningu Icelandair, þar sem lagt hefur verið upp með aukin Íslandstengsl. „Að okkar mati er útkoman glæsileg,“ segir Rannveig Eir og bætir við að starfsfólk sé almennt jákvætt í garð nýju búninganna þó að vissulega séu alltaf misjafnar skoðanir í jafnstórum hópi. Á milli 600 og 700 manns, eða allir þeir sem klæðast einkennisbúningum hjá Ice- landair, fá nýju búningana. „Við erum breiður hópur og misjöfn í laginu. Steinunni hefur hins vegar tekist að hanna búninga sem passa öllum og það hlýtur að vera ein stærsta áskorun sem hönnuður tekst á við.“ Búningar fyrir alla Slæðan Munstrið er unnið úr erninum sem var í Loftleiðamerkinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.