Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 29
Daglegt líf 29ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Engan bilbug er að finna á íbúum Langanesbyggðar, hvorki á Þórs- höfn né Bakkafirði, þrátt fyrir slæmt útlit í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Þar er næg atvinna og töluverðar framkvæmdir í gangi og enn ekki fullmannað í öll störf. Að sögn Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Langanesbyggðar, stendur rekstur sveitarfélagsins ágætlega og lítið um lántökur. Fjölgað hefur í sveitarfélaginu á þessu ári og eru íbúar nú kringum 520 alls.    Á Þórshöfn er nú allt íbúðar- húsnæði fullnýtt, utan íbúð sem haldið er til hlés ef tónlistarkenn- ari kemur á staðinn. Þetta skólaár hefur enn ekki fengist kennari við tónlistarskólann svo dyrum er haldið opnum ef einhver álitlegur gefur sig fram í starfið. Einnig er auglýst eftir íþrótta- og æskulýðs- fulltrúa í sveitarfélagið. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á hús- næði grunnskólans og eru enn í gangi, einnig er fyrirhuguð meiri breyting á húsakosti skólans með því að nýta hluta félagsheimilisins í þágu hans en það er við hliðina á skólanum.    Gatnagerðarframkvæmdir hafa staðið yfir í allt haust og verktak- ar vinna þar við jarðvegs- og lagnavinnu en það er nokkuð stórt verk á mælikvarða lítils sveitarfé- lags. Næsta sumar verður svo lagt slitlag á göturnar svo að þeirri vinnu lokinni eiga allar íbúðar- götur að vera lagðar bundnu slit- lagi. Hagstæð fjármögnun liggur fyrir vegna verksins, að sögn sveitarstjóra. Við höfnina er líka unnið að endurbótum því á næstunni verð- ur rekið niður nýtt 100 metra stál- þil við hafskipabryggju og þekjan steypt næsta sumar. Umferð um höfnina hefur stóraukist enda má segja að metvertíð hafi verið hér í sumar.    Það eru ekki bara opinberir aðilar sem horfa fram á við í byggð- arlaginu heldur einnig ein- staklingar. Nýir aðilar hafa tekið við rekstri Söluskálans N1 á Þórs- höfn en það eru hjónin Sóley Indriðadóttir og Örvar Guðmunds- son. Þau taka formlega við nú um mánaðamótin og ætla að breyta nokkuð frá því rekstrarfyr- irkomulagi sem verið hefur. Aftur verður opnað fyrir matsölu og sett upp grill, einnig ætla þau að útbúa notalegan krók eða bása, þar sem áður var alveg opið rými. „Við ætlum líka að reyna að koma á smákaffihúsastemningu með góðu kaffi og viljum hafa þetta heim- ilislegt svo gott sé að droppa inn til að borða eða bara fá sér einn kaffibolla,“ sagði Sóley bjartsýn og önnum kafin við undirbúning og breytingar. Að sögn Sóleyjar er búist við að þrjú stöðugildi þurfi yfir vetr- artímann en öllu meira yfir há- sumarið, líkt og fyrri reynsla hef- ur sýnt. Í söluskálanum verður einnig hefðbundinn lager N1 skál- anna, svo sem algengar olíu- og bílavörur. ÞÓRSHÖFN Líney Sigurðardóttir fréttaritari Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Aðstoð Sóley Indriðadóttir með hjálparmann, soninn Arnar Örvarsson. Limrubloggarinn JónaGuðmundsdóttir fagnaði jákvæðum fréttum sem bárust frá Noregi, þar sem Veigar Páll Gunnarsson skoraði þrennu í sigri Stabæk, sem varð norskur meistari. Að við séum flestöllum feigari er fráleitt, því við erum seigari en langflestir halda á landinu kalda það ljóslega sannast á Veigari. Haraldur N. Kristmarsson í Hafnarfirði orti í anda ljóðsins „Hudson Bay“ eftir Stein Steinarr: Ég safnaði aurunum sjálfur svoleiðis var það í „den“ en þeir hirtu þá alla af mér auranna menn. Ég sparaði, söng og sagði sæt verða ellinnar spor svo komu sjóðirnir sælu með sífellt vor. Ykist þá sparnaður allur enginn mun þurfa að þjást ríkur mun ríkari verða rosagróði nást En misjafnt er mannanna vitið og munduð er svipan af heift fórnað heimilishögum halda að allt sé leyft Landið á hausnum hrapar helvítis kannske til hverjum er það að kenna. „kann ei skil“. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af Veigari og aurum Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Hönnun snýst um hreyf-ingu hjá hinum hol-lenska Max Barenbrug,hönnuði Bugabo- svefnkerrunnar, sem á und- anförnum árum hefur orðið að sann- kölluðu stöðutákni hjá velmegandi foreldrum. Enda ófáar Hollywood- stjörnurnar látið sjá sig með krílin í slíkum vagni. „Bugaboo er ekki vörumerki fyrir börn, það er vörumerki fyrir for- eldra,“ segir Barenbrug sem var staddur hér á landi fyrir skemmstu. Hann segir hreyfanlegar vörur sem sem flestir þurfa að nota vera lyk- ilorðið sem framleiðsla fyrirtækisins byggir á. „Við viljum að þetta séu hlutir sem sjást oft á götum úti og sem auðvelda fólki verkefnin sem það fæst við í hinu daglega lífi. Þann- ig gæti Bugaboo allt eins farið að framleiða reiðhjól eða göngugrind.“ Reiðhjól var raunar annað af loka- verkefnum Barenbrugs í hönn- unarnáminu – hitt var frumgerð barnavagnsins, sem góður markaður hefur sýnt sig vera fyrir. „Það kaupa allir foreldrar kerru og Bugaboo hitti einfaldlega í mark. Þarna var komin kerra sem var ný- stárleg og sportleg í útliti. Hún var hvorki skreytt smábarnamyndum né á neinn hátt kvenleg og því held ég að mörgum körlum hafi fundist að þarna væri loksins komin kerra sem þeir gætu látið sjá sig með.“ Bugaboo er ekki með ódýrari svefnvögnum. „Við höfum sagt að hann sé fínn en ekki þannig að hann sé utan seilingar.“ Blaðamanni leik- ur því forvitni á að vita hvort hann óttist ekki að efnahagskreppan hafi áhrif á vinsældirnar. „Ég hef séð mikla lægð á mörkuðum áður og í hvert einasta skipti veltum við því fyrir okkur hvort þetta myndi hafa áhrif á fyrirtækið. Hingað til hefur það ekki gerst þó að ég geti svo sem ekki spáð fram í tímann. Það virðist engu að síður vera svo að þegar að kreppir þá lætur fólk sparneytnina síst bitna á börnunum.“ Hannað fyrir foreldrana Morgunblaðið/Kristinn Max Barenbrug Segir fólk síst láta sparnaðinn bitna á börnum sínum. „SKÖPUNARGLEÐI felst í því að sleppa fram af sér beislinu og halda sér ekki of fast í það sem maður þekkir,“ segir Barenbrug. „Sköpunarferlið er heldur ekki svo dýrt.“ Sjálfur segist hann mæla með að framleiðslufyr- irtæki hafi að staðaldri hönnuði á sínum snærum, veiti þeim veigamikið hlutverk og séu í stöðugu sambandi við þá. „Framleiðsluhliðin er sá hluti þar sem farið er að eyða pen- ingum af alvöru. Hönnunin ætti því ekki að vera eitthvað sem menn hugsa um eftir á, eða líta einfaldlega á sem næstu fram- leiðslueiningu. Heldur á að hlusta á hönnuðina, því þeir hafa oft einhverju við að bæta og góð hönnun, eða varan, er jú það sem allt snýst um.“ Hönnuðir með í öllu ferlinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.