Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Sú niðurstaðaí skoð-anakönnun
Capacent Gallup
að tæpur þriðj-
ungur fólks hefur
hugleitt að flytja til útlanda
á að vera okkur öllum
áhyggjuefni og stjórnvöld-
um sérstök brýning í þá
veru að nú ríður á að gripið
verði til allra mögulegra
ráðstafana til þess að koma í
veg fyrir að hér verði einn
allsherjar atgervisflótti, eða
spekileki, eins og enska orð-
takið Brain Drain hefur ver-
ið íslenskað.
Þessar upplýsingar komu
fram hér í Morgunblaðinu í
gær og ýmislegt í þeirri
greiningu sem fylgdi frétt-
inni er sérstakt áhyggjuefni.
Það er stórkostlegt
áhyggjuefni fyrir þjóðina
alla að yfir helmingur að-
spurðra á aldrinum 18 til 24
ára skuli hafa hugleitt brott-
flutning og tæpur helmingur
þeirra sem eru á aldrinum
25 til 35 ára.
Það er ekki síður áhyggju-
efni að yfir helmingur sér-
fræðinga í einkageiranum
íhugi brottflutning og tæp
35% þeirra sem eru háskóla-
menntaðir.
Vitanlega þýðir ekkert að
fara á taugum eða leggjast í
þunglyndi vegna nið-
urstaðna í þessari könnun.
Skoðanakönnun er aldrei
neitt annað en
vísbending um
hvað gæti orðið,
einmitt miðað við
þá stund sem hún
er framkvæmd.
Engu að síður eiga þessar
niðurstöður að vekja okkur
öll til umhugsunar um hvað
gæti orðið; hvers konar
framtíð gæti blasað við ís-
lensku þjóðinni.
Viljum við ekki öll snúa
bökum saman í því geysilega
erfiða verkefni sem fram-
undan er? Viljum við ekki öll
koma í veg fyrir það að
blómi íslenskrar æsku flýi
land? Viljum við ekki öll
gera það sem í okkar valdi
stendur, til þess að tryggja
að best menntaða fólkið okk-
ar, konur og karlar, stelpur
og strákar, fái tækifæri til
þess að lifa og dafna áfram
sem Íslendingar?
Við eigum gríðarlegt verk
fyrir höndum. Stjórnvöld
bera mesta ábyrgð á því að
hafa forystu um það upp-
byggingarstarf á flestum ef
ekki öllum sviðum þjóðlífs-
ins, sem framundan er, á
þann veg, að hér sitji ekki
eftir miklu fámennari þjóð,
miklu eldri þjóð, miklu verr
menntuð þjóð, sem eigi ein-
ungis kost á snautlegri
framtíð, án unga fólksins,
barnanna, ættingjanna, vin-
anna. Forðumst slíkan þjóð-
arvoða.
Það þýðir ekkert að
fara á taugum eða
leggjast í þunglyndi }
Forðumst þjóðarvoða
Það var alltafljóst að hið
ódýra Ísland
myndi aðeins nýt-
ast tímabundið
sem aðdráttarafl fyrir ferða-
menn. Nú má búast við því
að sprenging verði í verðlagi
á næstu vikum og mánuðum.
Það sést best á stöðu geng-
isvísitölunnar, sem komin er
upp í 205, en var um mitt ár
á milli 150 og 160 eins og
fram kemur í fréttaskýringu
Sigrúnar Ásmundsdóttur í
Morgunblaðinu í gær. Þar
líkir Finnur Árnason, for-
stjóri Haga, verðlagsmálum
á Íslandi við tifandi tíma-
sprengju.
Það er því nauðsynlegt
fyrir neytendur og þau sam-
tök, sem staðið hafa vörð um
hagsmuni þeirra, að vera
sérstaklega á verði.
Þegar hefur verið tilkynnt
um hækkun á mjólkur-
afurðum og áfengi. Allur
innfluttur varningur mun
hækka verulega í verði.
Ljóst er að munaðarvara
verður ekki sérlega sölu-
vænleg á næstunni, en al-
menningur kemst
ekki hjá því að
kaupa í matinn.
Það er því í
vændum kaup-
máttarskerðing, sem muna
mun rækilega um.
Greinilegt er að flest fyr-
irtæki ætla að halda niðri
verði og þau munu ekki geta
annað en hleypt áhrifunum
af falli krónunnar út í verð-
lagið fyrr eða síðar.
Hins vegar má taka dæmi
af sveiflum olíuverðs á Ís-
landi. Raunin hefur ávallt
verið sú að neytendur hafa
fyrr fundið fyrir því þegar
olíuverð hefur hækkað held-
ur þegar það hefur lækkað.
Neytendasamtökin og Al-
þýðusamband Íslands bera
því ríka ábyrgð og sömuleið-
is fjölmiðlar. En neytendur
verða einnig að fylgjast með
sjálfir. Hækkanirnar munu
koma niður á almenningi. Ef
hækkanir eru úr hófi fram
eiga neytendur ekki að láta
þær yfir sig ganga mögl-
unarlaust, heldur láta í sér
heyra, helst í gegnum
gjallarhorn.
Vænta má spreng-
ingar í verðlagi }Neytendavaktin aldrei brýnni
Þ
egar ég var lítil var ekkert sjónvarp
á fimmtudögum og við systkinin
fengum kóka kóla bara á tyllidög-
um. Pabbi minn sagði mér sögur
af því hvernig hann fékk aldrei
appelsínur nema á jólunum. „Bara appelsínur
á jólunum pabbi!“ hrópaði ég og varð um-
svifalaust vellauðug: Aumingja fólkið í gamla
daga.
Þegar mamma og pabbi lyftu sér upp og við
systkinin vorum ein heima var ýmislegt gert til
að hafa það huggulegt. Kók og kex og jafnvel
terta og búgles-snakk var í uppáhaldi. Elsti
bróðir minn var skiptastjóri. Það var hans
ábyrgð að allir fengju úthlutað jafnt. Drjúgur
tími var tekinn í að hella í glösin enda kóka
kóla takmörkuð auðlind eins og appelsínur
einu sinni. Með augað í pung var skeggrætt
hvort nokkurs staðar væri meira í einu glasi en öðru.
Yngsta systkinið fékk fyrst að velja glas en skiptastjórinn
síðastur. Þetta var okkar hugmynd um sanngirni.
Nú er ráð að íhuga gamla tíma og nýja. Hvað segja
rætur okkar um sanngirni, „mennina í brúnni“, „klettinn í
hafinu“ eins og málgagnið Morgunblaðið lýsti ráðherra
svo skemmtilega? Þær segja okkur m.a. þetta: Það var
menningarleg venja að skipstjórahlutur væri tvöfaldur
hásetahlutur. Réttlætiskrafa þjóðarsálarinnar og áratuga
barátta kynslóðanna bergmálaðist m.a. í frægu þingmáli
Stefáns Jónssonar þar sem hann lagði til að engin laun í
landinu væru hærri en tvöföld verkamannalaun.
Stefán Jónsson skrifaði stórskemmtilegar
bækur á sinni tíð og lýsti af innsæi og kímni
fjölbreyttu og áhugaverðu íslensku mannlífi
þótt fáar væru kókflöskurnar. Ein bók Stef-
áns hét Að breyta fjalli. Hvernig breytum við
fjalli? Kannski með því að dusta rykið af rétt-
lætiskenndinni.
„Skipstjórar þjóðarskúturnnar“ og sam-
verkamenn þeirra „í stafni“ eiga leik. Þarna
standa þau saman á sinni sömu snekkju sem
þau kalla sama bátinn okkar allra á meðan
fjölmargir Íslendingar úti á miðju hafi halda í
lítinn drumb, búin að missa vinnuna og skuld-
ug upp fyrir haus, búið að ræna þau ævistarf-
inu og ævisparnaðinum og fleiru til. 18% stýri-
vextir IMF reyna nú að hrifsa jafnvel
drumbinn líka. Um hve mikið ætla þau í stafn-
inum að lækka sín eigin laun, svona fyrst þau
sjá ekki sóma sinn í að segja af sér? Hvað finnst forset-
anum sanngjarnt fyrir sjálfan sig, ráðherrum, banka-
stjórum, útvarpsstjóra, ráðuneytisstjórum, sendiherrum,
þingmönnum, forstöðumönnum, ríkisstarfsmönnum: tvö-
föld laun, fimmföld, sjöföld, fimmtánföld? Og hvernig eft-
irlaun?
Á Íslandi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki skort kóka
kóla en sanngirnin hefur verið uppurin, jarðvegur hennar
mengaður og glasið tæmt. Ný fjöll mannkynssögunnar
fæddust aldrei af sjálfu sér, þau fæddust af andófi. Í dag
er mótmælaganga frá Hlemmi kl. 14 og útifundur við
Austurvöll kl. 15. Mætum. liljagretars@gmail.com
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Pistill
Að breyta fjalli 2x1
Framleiðslan dýrari
og álverðið lægra
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
Á
lfyrirtæki víða um heim
hafa verið að draga sam-
an seglin að undanförnu
vegna þeirra hamfara-
tíma sem einkenna hrá-
vörumarkaði. Álverum hefur verið
lokað, nýjum verkefnum frestað og
hagrætt þar sem er svigrúm til.
Málmar hafa fallið gríðarlega í
verði samhliða verðfalli á olíu. Stál
hefur fallið um meira en 70 prósent í
verði á innan við þremur mánuðum.
Álið hefur einnig fallið mikið í verði
eftir að það náði hámarki í júlí. Stað-
greiðsluverð á alþjóðamörkuðum er
nú um 1.900 dollarar tonnið en var
rúmlega 3.300 dollarar þegar það fór
hæst.
Framleiðslan dýr
Frá því samið var um orkusölu frá
Kárahnjúkavirkjun til álvers Alcoa
Fjarðaáls á Reyðarfirði, sem var í
febrúar 2003, hefur framleiðslukostn-
aður í álframleiðslu hækkað mikið.
Samkvæmt upplýsingum frá CRU
Group í London, stærsta markaðs-
greinendafyrirtækis heims á sviði
málmiðnaðar, er meðaltalsfram-
leiðslukostnaður á tonn af áli nú um
1.600 dollarar.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu miðaðist 11,9 prósent
lágmarksarðsemiskrafa vegna raf-
magnssölu frá Kárahnjúkavirkjun til
álversins á Reyðarfirði við það að ál-
verðið væri um 1.550 dollarar. Á þeim
tíma sem gengið var frá samningum
var framleiðslukostnaður á áltonnið
að meðaltali um 1.000 dollarar, sam-
kvæmt upplýsingum frá CRU.
Við þær aðstæður sem nú hafa
skapast, þegar heimsmarkaðsverð
lækkar hratt en framleiðslukostnaður
að sama skapi ekki eins mikið, komast
álfyrirtækin í þær aðstæður að skila
minni arðsemi en rekstraráætlanir
gerðu ráð fyrir.
Þjóðarbúið á töluvert undir
Íslenska ríkið, sem á Landsvirkjun
að öllu leyti, á töluvert undir því að
arðsemi af álframleiðslu sé viðunandi.
Orkusölusamningar eru tengdir verði
á áli.
Álverin á Íslandi eru að mörgu
leyti betur varin fyrir þeim hamför-
um sem nú eiga sér stað á hrá-
vörumörkuðum heldur en önnur, að
sögn viðmælenda Morgunblaðsins.
Þar ræður miklu að sveiflur í rekstri
eru jafnari en víðast hvar, meðal ann-
ars þegar kemur að raforkukaupum.
Víða erlendis, sérstaklega í álver-
um sem hafa starfað lengi, eru orku-
innkaupin með öðrum hætti. Í nýlegri
fréttaskýringu í bandaríska dag-
blaðinu New York Times var því
haldið fram að „sársaukamörk“ hvað
álverð varðaði fyrir álframleiðslufyr-
irtæki væru um 2.000 dollarar og því
væru þau mörg uggandi vegna
verðþróunarinnar. Einn af þeim þátt-
um sem vega þungt í því að takast á
við lækkandi afurðaverð er hagkvæm
stærð. Lítil álver eiga erfiðara með að
takast á við erfið rekstrarskilyrði
heldur en þau sem stærri eru. Þá
skiptir nýr tækjabúnaður einnig
miklu máli, þar sem framþróun í
tækjabúnaði hefur aukið hagkvæmni
við daglegan rekstur.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins fylgjast forsvarsmenn ál-
veranna þriggja hér, á Grund-
artanga, í Straumsvík og Reyðarfirði,
náið með stöðu mála á alþjóðamörk-
uðum með mögulegar hagræðing-
araðgerðir í huga. Engar ákvarðanir
liggja þó fyrir enn.
Morgunblaðið/RAX
Álver Rio Tinto Alcan Unnið er að stækkun álversins innan þess ramma sem
heimilt er samkvæmt skipulagi í Hafnarfjarðarbæ. Ljóst þykir að álfyrirtæki
þurfa mörg hver að hagræða í rekstri til að mæta breyttu rekstrarumhverfi.
Tekjur opinberra orkufyrirtækja af
sölu á rafmagni til álvera eru um-
talsverðar. Samtals eru seldar um
8.000 gígavattstundir af rafmagni
til álvera á ári. Til samanburðar
nota heimilin um átta hundruð.
Tekjur á ári af þessari sölu skipta
tugum milljarða. Í fyrra var upplýst
um það í fjölmiðlum að Orkuveita
Reykjavíkur reiknaði með því að
selja hverja kílóvattstund af raf-
magni á 2,1 krónu til Norðuráls
vegna fyrirhugaðs álvers í Helgu-
vík. Sé litið til þess verðs sem við-
miðunarverðs skilar raforkusala
tæplega sautján milljörðum í þjóð-
arbúið á ári. Til fjörutíu ára skilar
salan tæplega 700 milljörðum, út
frá þessu verði. Þó nálganir af
þessu tagi gefi ekki nákvæmar upp-
lýsingar um ágóðann af raforkusöl-
unni, þá er ljóst að hann er umtals-
verður.
MIKLAR
TEKJUR
››