Morgunblaðið - 01.11.2008, Side 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008
Ef þú þorir! Eggert Aron Sigurðarson fékk að kynnast aðgangshörku álftanna á Tjörninni í gær. Sú hálslanga heimtaði brauð og náði einum góðum bita.
Kristinn
Jón Magnússon | 31. október
Stýrivextirnir lama at-
vinnulífið og eyðileggja
fjárhag fólksins
Daginn eftir að Seðla-
banki Íslands tilkynnti
ákvörðun sína að hækka
stýrivexti í 18% með
blessun ríkisstjórn-
arinnar, ákvað Seðla-
banki Bandaríkjanna að
lækka stýrivexti sína í 1%. Seðlabanki
Bandaríkjanna gaf þá skýringu að
þessi vaxtalækkun væri nauðsynleg til
að örva framleiðslu og atvinnuskap-
andi starfsemi.
Með því að færa stýrivexti í 18% er
gerð fálm- og krampakennd tilraun til
að styrkja stöðu krónunnar. Enn á að
leggja á þau mið að hafa stýrivexti í
ofurhæðum til þess að geta pumpað
upp krónuna. Stýrivaxtarugl Seðla-
bankans er þó sennilega einn stærsti
orsakavaldur þess efnahagsöngþveitis
sem við erum lent í. Annar orsakavald-
ur er skortur á erlendum gjaldeyri sem
Seðlabankinn ber líka ábyrgð á og
hugsaði ekki fyrir því í tíma að taka
lán til að komist yrði hjá gjaldeyris-
kreppu.
... Vandinn nú er að tryggja atvinnu
fólksins og að hjól atvinnulífsins snú-
ist. Með því að hækka stýrivextina í
18% þegar nauðsyn bar til að lækka
þá niður í 5% eða enn lægra, var
hrundið af stað hópuppsögnum um
allt land. Nú bera ríkisstjórn og Seðla-
banki alfarið ábyrgð á því að leggja
enn upp í þessa ábyrgðarlausu vegferð
til þess eins að reyna að láta krónuna
hjarna við óháð því hvað líður atvinnu
fólksins, framleiðslunni í landinu og
skuldastöðu fólks og fyrirtækja. Þetta
er ábyrgðarleysi.
Meira: jonmagnusson.blog.is
Kári Harðarson | 31. október
Flytja eða vera kyrr?
Ég flutti heim um alda-
mótin eftir að hafa verið
11 ár erlendis – þá var De-
code að ráða fólk og ég
trúði að Ísland væri að
verða eins og önnur lönd.
Það var hægt að kaupa bjór og Toble-
rone, og það var sjónvarp á fimmtudög-
um. Það voru því mikil vonbrigði að sjá
að hér höfðu stjórnmálin lítið breyst, hér
ríktu karlar sem höfðu haldið hópinn síð-
an í gaggó og höguðu sér eins og villi-
kettir, veittu sjálfum sér ekki aðhald og
skorti sjálfsgagnrýni enda vanir því að
vera við völd sama hvað tautar og raular.
Ísland verður að verða meira eins og
önnur lönd og hætta að vera skrýtið fyr-
irbæri í ballarhafi sem er útblásið af
gortinu einu. Ég vil losna við leifarnar af
sérviskunni hér. Ég vil virkt lýðræði þar
sem menn geta misst embættið fyrir af-
glöp í starfi. Ég vil ekki þurfa að fá laun
og spara í platpeningum. Verðtrygging
og kvóti, tollamúrar og fákeppni, þetta
verður allt að fara. ...
Meira: kari-hardarson.blog.is
ÞRÁTT fyrir að að-
eins sé tekið að létta á
millibankamarkaði
með lánsfé í kjölfar
björgunar fjár-
málakerfa þróaðra
ríkja hafa neikvæðir
hagvísar valdið falli á
hlutabréfamörkuðum.
Þrýstingur á nýmark-
aðsríki, sem eitt sinn
voru af mörgum talin
hafa „aftengst“ öðrum
löndum heims hefur aukist eftir því
sem erlend lán eru innkölluð og eign-
ir seldar.
Ótti hefur gripið um sig meðal
neytenda, fyrirtækja og ríkja um
heim allan og í stað þess að tala um
hófsama niðursveiflu er nú farið að
tala um heimskreppu. Margir hafa
misst kjarkinn og telja ekki hægt að
stöðva kreppuna.
Hvað gengur á? Voru aðgerðirnar
sem gripið var til fyrir tveimur vik-
um til þess að styðja fjármálakerfið
einfaldlega rangar? Alls ekki. Aukn-
ing lausafjár, endurfjármögnun
banka og samhæfing innstæðutrygg-
inga í þróuðum ríkjum voru allt rétt-
ar og nauðsynlegar aðgerðir. Þær
voru hins vegar einungis fyrsta
skrefið af mörgum sem þarf að stíga.
Lækkun eignaverðs og óvissa um
hvað gerist næsta hafa eyðilagt
traust neytenda og fyrirtækja í þró-
uðum ríkjum. Neysla dregst saman
og fyrirtæki draga úr fjárfestingum.
Fjármálakreppan hefur valdið því að
eftirspurn dregst hratt saman, það
sem hagfræðingar kalla keynesíska
niðursveiflu.
Eina leiðin til þess að endurlífga
traust er að beita efnahagsaðgerðum
til þess að auka eftirspurn og við-
halda framleiðslu. Nota má peninga-
málastefnuna til þessa í löndum þar
sem vextir eru háir en hætt er við því
að áhrifin verði takmörkuð vegna
lánaþurrðarinnar. Þess vegna verða
ríkisfjármálin að leika aðalhlutverk.
Aukin útgjöld hins opinbera eru
ávallt varhugaverð þar sem þau auka
skuldir og auka seinni tíma áhættu
en miðað við stöðuna vegur ávinning-
urinn upp á móti kostnaðinum í lönd-
um sem ekki eru of skuldug.
Nýmarkaðsríki búa við fleiri
vandamál. Ekki einungis þurfa þau
að berjast við horfur á samdrætti í
útflutningi og vænt-
ingum, þau eru einnig
nýjustu fórnarlömb fjár-
málakreppu sem hófst í
Bandaríkjunum, fór til
Evrópu og hefur nú ætt
inn fyrir landamæri
þessara ríkja.
Erlendir bankar
draga úr lánveitingum.
Erlendir fjárfestar færa
fé sitt heim í áður
óþekktu magni. Það er
kaldhæðnislegt að að-
gerðirnar sem gripið er
til í þróuðum ríkjum
gera það vænlegra að færa peninga
heim, sem gerir nýmarkaðsríkjum
erfiðara um vik.
Til þess að styðja við fjármálakerfi
sín og heildareftirspurn þurfa ný-
markaðsríkin að vera reiðubúin til
þess að grípa til svipaðra aðgerða og
þróuðu ríkin hafa gert. En hin ný-
fengna auðlegð margra þessara ríkja
byggist á aðgengi að fjármagni er-
lendis og skyndileg stöðvun fjár-
magnsflæðis er alvarlegt áfall og
veldur erfiðleikum sem þessi ríki
geta ekki leyst úr sjálf.
Þróuðu ríkin þurfa því að vera
reiðubúin til þess að sjá fyrir því fjár-
magn sem þarf og það í mjög miklu
magni. Valkosturinn eru horfur á
miklum vanskilum lána, auknum af-
skiptum af bankarekstri og vernd-
arstefnu – niðurstaða sem gæti heft
þessi lönd og heimshagkerfið sem
heild um margra ára skeið.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur
efni á að leggja til allt að 250 millj-
arða Bandaríkjadala og við höfum
sett af stað ferli innan sjóðsins sem
mun gera okkur kleift að útvega úr-
ræði skjótt og takmarka skilyrði við
aðgerðastefnu þá sem þróuð hefur
verið. Auk þess vinnur sjóðurinn að
því að koma upp nýrri lausafjárlínu
fyrir nýmarkaðsríki sem náð hafa
góðum árangri og beitt hafa heil-
brigðri stefnu.
Þetta ætti að auka á traust fjár-
festa en í ljósi þess magns af fé sem
þörf er á ég hvet einnig ríkisstjórnir
og seðlabanka til þess að veita fjár-
magn samhliða viðbragðsáætlun
IMF. Ég er einnig sannfærður um
þörfina á því að finna leiðir til þess
að virkja ríki með stóra varaforða.
Sjóðurinn mun sinna sínu hlutverki
en allra þessara aðgerða er þörf til
þess að efla trúverðugleika sam-
hæfðra aðgerða gegn kreppunni.
Við verðum einnig að hugsa fram
í tímann, sérstaklega hvað varðar
fátæk lönd Afríku. Vegna takmark-
aðrar þátttöku þessara ríkja á al-
þjóðlegum fjármálamörkuðum hafa
þau, hingað til, verið í skjóli fyrir
storminum en það er sennilega
skammgóður vermir. Mörg fátæk
ríki munu verða fyrir barðinu á
lækkun hrávöruverðs. Önnur, með-
al þeirra þau lönd sem voru að
verða hin nýja framlínusveit ný-
markaðanna, gætu þurft að horfa
upp á erlendar fjármagnslindir sín-
ar þorna upp. Þessi lönd munu
einnig þurfa á aðstoð alþjóða-
samfélagsins að halda. Lánveit-
ingar frá IMF og alþjóðlegum þró-
unarbönkum, auk þróunaraðstoðar
í því magni sem hún þegar eru,
munu reynast nauðsynlegar til þess
að afstýra nýjum mannlegum
harmleikjum.
Dýnamík óttans gæti orðið skelfi-
leg en þessa dýnamík má rjúfa.
Hver svo sem vandamálin eru í fjár-
málakerfinu eru tækni-, framleiðni-
og félagslegar framfarir liðinna ára
– hin raunverulegu aðalatriðið –
ósvikinn vitnisburður um mátt
hnattvæðingarinnar sem afls hins
góða. Það er ef til vill of seint að af-
stýra niðursveiflu í þróuðum ríkjum
og hægagangi í nýmarkaðsríkjum
og fátækum ríkjum en það er ekki
of seint að afstýra heimskreppu.
Eftir Dominique
Strauss-Kahn »Eina leiðin til þess að
endurlífga traust er
að beita efnahags-
aðgerðum til þess að
auka eftirspurn og við-
halda framleiðslu. Nota
má peningamálastefn-
una til þessa í löndum
þar sem vextir eru háir
en hætt er við því að
áhrifin verði takmörkuð
vegna lánaþurrðarinn-
ar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF.
Copyright: Project Syndicate, 2008.
Að standa andspænis óttanum
Dominique Strauss-
Kahn
BLOG.IS
Í FRÉTTUM ríkisútvarpsins
sl. miðvikudagskvöld kom fram að
aukin harka væri að færast í inn-
heimtuaðgerðir. Var staðfest
dæmi um að innheimtufyrirtækið
INTRUM JUSTICA hefði boðið
viðskiptavinum sínum að „stytta í
ferlinu“, þ.e. að kröfur sem ekki
væru greiddar á tilskildum tíma
færu umsvifalaust í innheimtu
með tilheyrandi kostnaði og að
lokaviðvörun yrði gefin út eftir
aðeins fjóra daga. Venjan mun
hafa verið sú að gefinn er 20 daga
umþóttunartími til að semja um
eða greiða skuldina áður en til
innheimtuaðgerða kemur. Það er
undarlegt að þegar skuldir heim-
ila og fyrirtækja vaxa lóðbeint
upp í loftið með vaxandi verð-
bólgu, gengisfalli og stýrivaxta-
hækkun skuli tökin hert á skuld-
settum einstaklingum. Það er
þvert á yfirlýsingar ríkisstjórnar
um að hinir nýju ríkisbankar
muni leggja sig fram um að
minnka höggið sem skipbrot efna-
hagsstefnunnar hefur valdið en
því miður þá er þetta ekki eina
þversögnin í orði og æði stjórn-
arherranna. Hitt er líka eftirtekt-
arvert og ástæða til að spyrja um
það hver tók ákvörðun um að láta
þjónustufulltrúa INTRUM
hringja í viðskiptavini sína og
boða hertar innheimtuaðgerðir?
Hér er spurt um hverjir eru eig-
endur INTRUM? Ef svarið er að
það sé ríkisbankinn Landsbanki
Íslands, þá þarf fjármálaráðherra
að svara því hvar ákvörðun um
hertar innheimtuaðgerðir var tek-
in. Í bankaráðinu? Í skilanefnd-
inni? Í viðskiptaráðuneytinu? Í
fjármálaeftirlitinu? Í fjár-
málaráðuneytinu?
Álfheiður Ingadóttir
Hver á INTRUM?
Höfundur er þingmaður VG.
Guðmundur Löve | 31. október
Orðið gjaldeyrir
er tímaskekkja
Að mega ekki anda að sér
sama lofti og aðrir: Vel-
komin í raunveruleika ís-
lensku krónunnar
Hvers vegna er íslenskt
atvinnulíf lokað bak við
múra gjaldmiðils sem
hefur ekki kallað neitt nema kostnað og
óhagræði yfir þjóðina?
Það er sama hvort litið er til óheyri-
legs herkostnaðar Seðlabankans í að
halda uppi gengi krónunnar með gríð-
arháu vaxtastigi svo fyrirtækjum og al-
menningi blæðir út á altari erlendra
jöklabréfaeigenda, eða til þeirrar stað-
reynda að sjávarútvegurinn skuli yfirhöf-
uð þurfa að verja sig gegn sveiflum krón-
unnar með framvirkum samningum.
Enginn nema ríkisstjórnarflokkarnir
geta tekið af skarið um hvert stefna skuli
til framtíðar. Slökkvistarf dagsins í dag
mun ekki bera árangur ef það er ekki
drepið í neistanum sem kveikti bálið: Ör-
myntin króna.
Meira: loeve.blog.is