Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 33
Umræðan 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008
HINN 1. nóvember
markar tíu ára starfs-
afmæli Barnahúss.
Húsið var stofnað í
því skyni að tryggja
barnvænlegt umhverfi
við rannsókn kynferð-
isbrota gegn börnum,
fjölþætta aðstoð við
börnin og foreldra
þeirra ásamt hámarks
sérhæfingu og faglegri þekkingu í
þessum viðkvæmu málum. Að
stofnun Barnahúss komu embætti
Ríkissaksóknara, Ríkislög-
reglustjóra, Landspítalans – há-
skólasjúkrahúss, Lögreglunnar í
Reykjavík, Barnaverndar Reykja-
víkur, Samtaka félagsmálastjóra á
Íslandi auk Barnaverndarstofu
sem átti frumkvæði að málinu og
ber ábyrgð á rekstri þess. Frá-
sögn barns er oftast forsenda
þess að unnt sé að upplýsa meint
kynferðisbrot gegn því og veita
barninu þá meðferð og hjálp sem
það þarfnast. Lögregla, ákæru-
vald og dómstólar byggja máls-
meðferð sína yfirleitt á framburði
barnsins þar sem önnur sönn-
unargögn eru oft af skornum
skammti. Læknar þurfa á frásögn
barnsins að halda til að tryggja
markvissa læknisskoðun og lækn-
ishjálp ef þörf krefur. Loks er
frásögn barnsins lykilatriði í
ákvörðunum barnaverndaryf-
irvalda sem miða að því að
tryggja öryggi barnsins og sjá til
þess að barnið, og eftir atvikum
aðrir nákomnir því, fái viðeigandi
stuðning og sálfræðimeðferð. Í
Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna er kveðið á um að „það sem
barni er fyrir bestu“ skuli jafnan
hafa forgang þegar opinberar
stofnanir hafa mál barna til með-
ferðar. Þetta markmið liggur
Barnahúsi til grundvallar þar sem
meginhugsunin að baki því er að
kalla fram frjálsa frásögn barns-
ins af því áfalli sem það hefur
orðið fyrir, af kunnáttumanni sem
er til þess þjálfaður og í umhverfi
sem er barninu hag-
fellt. Þannig er því
ætlað að tryggja að
barninu sé ekki
íþyngt með end-
urteknum viðtölum
á mörgum stofn-
unum, sem rann-
sóknir hafa leitt í
ljós að geta gengið
nærri sálarheill
barnsins.
Í þau tíu ár sem
Barnahúsið hefur
starfað hefur alls
2001 barn komið til skýrslutöku, í
könnunarviðtal, læknisskoðun,
greiningu og meðferð. Af þessum
stóra hópi barna hafa 930 þurft á
meðferð að halda sem hefur verið
veitt af sérfræðingum Barnahúss
í kjölfar ofbeldisins. Þá hafa 216
börn á þessu tímabili verið skoð-
uð af læknum Landspítalans í
sérútbúinni aðstöðu í Barnahús-
inu. Barnahúsið vakti fljótlega al-
þjóðlega athygli. Árið 2002 var
það valið besta fyrirkomulagið
Evrópu í tengslum við rannsókn
Save the Children Europe um
börn og réttarkerfið sem tók til
tíu Evrópuríkja. Árið 2006 hlaut
Barnahúsið svonefnd Interdicipl-
inary Award hinna virtu alþjóða-
samtaka The International So-
ciety for the Prevention of Child
Abuse and Neglect, ISPCAN, en
samtökin eru samstarfsvett-
vangur fagfólks úr ólíkum grein-
um sem starfar að barnavernd
víðs vegar um heim. Árið 2007
var fyrsti bindandi samningur
Evrópuráðsins um vernd barna
gegn kynferðisofbeldi lagður
fram til undirritunar aðildarríkj-
anna. Barnahúsið var fyrirmynd
margra ákvæða samningsins og
er sérstaklega vísað til þess í at-
hugasemdum með samningnum.
Árið 2005 var fyrsta Barna-
húsið opnað í Linköping í Svíþjóð
að íslenskri fyrirmynd. Við
vígsluathöfnina flutti hennar há-
tign Silvía drottning ávarp þar
sem fram kom að heimsókn
hennar í íslenska Barnahúsið
hefði orðið henni hvatning til
dáða, en frumkvæði hennar há-
tignar réð úrslitum um stofnun
hússins. Nú eru starfandi Barna-
hús í tíu borgum í Svíþjóð og
fleiri eru í undirbúningi. Norð-
menn opnuðu fyrsta Barnahúsið í
Bergen árið 2007, annað fyrr á
þessu ári og fyrir áramót er fyr-
irhugað að opna slík hús í þrem-
ur borgum Noregs til viðbótar.
Unnið er að undirbúningi að
stofnun Barnahúsa í fleiri lönd-
um, t.a.m. í Danmörku og Lithá-
en. Loks má geta þess að árlega
koma erlendir gestir frá fjöl-
mörgum löndum í heimsókn til
Íslands sérstaklega til þess að
heimsækja Barnahús og margar
beiðnir berast um kynningu á
starfseminni víða utan úr heimi.
Í tilefni þessara tímamóta
heimsækja okkur nú sérfræð-
ingar frá Barnahúsunum í Nor-
egi, Svíþjóð og Bandaríkjunnum
til að bera saman bækur sínar,
leggja drög að samstarfi, m.a. á
sviði rannsókna, menntunar og
þjálfunar. Það lofar góðu um að
þekking okkar og hæfni muni
taka framförum við meðferð
þessara viðkvæmu og erfiðu mála
í framtíðinni. Þegar erfiðleikar
steðja að eins og nú á við í ís-
lensku samfélagi er mikilvægt að
gæta vel að þeim verðmætum
sem okkur eru dýrmætust. Við
hljótum að vera einhuga um að
velferð barna, þ.m.t. vernd gegn
illri meðferð, vanrækslu og of-
beldi, verði forgangsmál við þær
aðstæður. Á þessu sviði höfum
við náð árangri en það verður
áfram áskorun að gera enn bet-
ur.
Bragi Guðbrands-
son skrifar um starf-
semi Barnahúss
» Í þau tíu ár sem
Barnahúsið hefur
starfað hefur alls 2001
barn komið til skýrslu-
töku, í könnunarviðtal,
læknisskoðun, grein-
ingu og meðferð.
Bragi Guðbrandsson
Höfundur er forstjóri
Barnaverndarstofu.
Tvö þúsund börn í 10 ár
LANDBÚN-
AÐARSKÓLI sem ekki
leggur neina áherslu á
þá sjálfsögðu staðreynd
að landnot verði að vera
í sátt milli manns og
náttúru og það sé glæp-
ur gagnvart framtíðinni
að stunda rányrkju,
hlýtur að vera í öng-
stræti. Það vantar að
styrkja grunninn, landið sjálft sem öll
landnýting byggist á.
Okkar búskaparhættir hafa eytt
stærstum hluta gróðurlendisins og við
erum orðin þekkt fyrir að státa af
verst farna landi af búsetu sem þekk-
ist og það í aðeins 1100 ár. Þrátt fyrir
þessa staðreynd höldum við áfram
rányrkjubúskapnum þó í óefni sé kom-
ið fyrir löngu. Hvers vegna?
Fræðingar í öllum þessum nátt-
úrufræðistofnunum dunda sér við eilíf-
ar rannsóknir innan sinna veggja eða
girðinga en gera enga kröfu um að
þær verði að einhverju gagni. Komið
verði á ræktunarbúskap með skepnur
í vörslu sinna eigenda. Því þá fyrst er
hægt að nýta rannsóknirnar landinu til
góða, fyrr ekki. Hvaða gagn er að
rannsóknum ef ekki fylgja aðgerðir til
úrbóta. Landgræðslan veit vel við
hvaða fáránlegu skilyrði hún þarf að
vinna, í stöðugu kapphlaupi við ofbeit-
ina. Peningana okkar á að nota í að
græða upp friðað landið, en bændur
sæju um sínar skepnur og sjálfbæra
nýtingu á sínum jörðum, í stað þess að
beita þeim stjórnlaust á landið. Á aðra
milljón fjár rífur í sig allt það viðkvæm-
asta og fallegasta sem það nær til svo
sem nýgræðinginn og blómplönturnar
allt sumarið. Í dag borgum við þeim
jafnvel fyrir að rækta upp skemmdir á
sínum eigin jörðum, með áburði, fræj-
um og jafnvel skógarplöntum í skjól-
veggi. Það er með eindæmum hvað
þessi úrelti sauðfjárbúskapur kostar
okkur skattborgarana, ekki síst vegna
þess að bændur eru of margir að fram-
leiða of mikið. Samt fá þeir sínar bein-
greiðslur frá ríkinu og rétt fyrir kosn-
ingarnar bónus upp á 16 milljarða
næstu 6 árin (Landgræðslan fékk 14
milljarða í 100 ár) til að
styrkja meiri offram-
leiðslu landinu til skaða.
Dýr atkvæðakaup það.
Það verður að gera ráð-
stafanir til að búa í
þessu landi án þess að
ganga stöðugt á rýrn-
andi gróðurríkið og
skila því í tætlum til af-
komenda okkar, vegna
stundarhagsmuna.
Það er landníðsla og
okkur ekki samboð-
ið.Vaknið af þessum rænu-
leysisdoða og stöðvið ósómann. Hann
á eftir að leggjast þungt á herðar kom-
andi kynslóða.
Skáldið Bólu-Hjálmar orti kvæði í
tilefni konungskomu hingað til lands á
19. öld. Hann fékk ekki að flytja það.
Það þótti níð um landið og hefst á
þessum orðum:
Sjá nú hvað eg er beinaber,
brjóstin visin og fölar kinnar.
Er ekki sami feluleikurinn enn í
gangi til að þurfa ekki að roðna af
skömm yfir ástandinu? Landbún-
aðarháskólinn býður hingað á nám-
skeið fólki frá löndum sem eiga við
uppblástur í löndum sínum að stríða,
til að kenna þeim að rækta það upp.
Vissulega hefur Landgræðslan öðlast
mikla reynslu í sinni vonlausu baráttu
við eyðingaröflin, þó sígur enn á
ógæfuhliðina vegna þess að
aðalskaðvaldurinn fornaldar-
rányrkjubúskapurinn er enn stund-
aður. Skyldi námsmönnum vera sagt
frá því að þeir séu að læra hjá þjóð
sem vinnur eins og Bakkabræður
forðum og eys í botnlausa tunnu?
Lbh gerir engar
athugasemdir við
rányrkju á landinu
Herdís Þorvalds-
dóttir skrifar um
landnýtingu
» Á aðra milljón fjár
rífur í sig allt það
viðkvæmasta og falleg-
asta sem það nær til svo
sem nýgræðinginn og
blómplönturnar allt
sumarið.
Höfundur er leikkona og
fyrrverandi formaður Lífs og lands.
Herdís Þorvaldsdóttir
SÚ ókyrrð sem
gengið hefur yfir ís-
lenskt efnahagslíf síð-
ustu misseri hefur
ekki farið framhjá
nokkrum manni. Ein
sú stétt sem fundið
hefur vel fyrir þeim
efnahagsþrengingum
sem við göngum í
gegnum eru náms-
menn. Námslánin sem í boði hafa
verið eru nánast að engu orðin
vegna hækkunar verðlags og
slæms gengis krónunnar. Þá hefur
sú staða sem upp er komin á at-
vinnumarkaði bitnað á stúdentum
þar sem nú þykir erfiðara að fá
hlutastarf en það var, einmitt sú
leið sem flestir notuðu til að
drýgja tekjurnar þegar námslánin
dugðu ekki til að ná endum saman.
Sá hópur stúdenta sem hefur al-
veg gleymst í umræðunni eru
skiptinemar sem búsettir eru er-
lendis þessa stundina. Í fyrsta lagi
veldur lágt gengi íslensku krón-
unnar því að verðlag erlendis hef-
ur snarhækkað og er orðið veru-
lega dýrt fyrir námsmenn erlendis
að lifa. Allar nauðsynjar, s.s. húsa-
leiga, matvara, skólabækur o.s.frv.,
hafa hækkað gríðarlega síðan í
sumar.
Það bætir síðan ekki ástandið að
Lánasjóður íslenskra námsmanna
miðar við gengi ís-
lensku krónunnar
hinn 1. júní 2008 þeg-
ar hann reiknar út
námslán fyrir skipti-
nema. Sem dæmi má
nefna að hinn 1. júní
sl. var gengi dönsku
krónunnar u.þ.b.
15,5, en nú stendur
hún í tæplega 21. Að
þessu leyti eru
skiptinemar verr
settir en þeir sem
eru í fullu námi við
erlenda háskóla því
þá er miðað við gengi útborg-
unarmyntarinnar á útborg-
unardegi og þeir eru því lausir við
gengisáhættu vegna námslána. En
tilgangur þess að reikna námslán
í erlendri mynt er einmitt að
koma í veg fyrir að gengissveiflur
bitni á lánþegum.
Það sem hefur svo komið niður
á báðum hópum er að gjaldeyr-
isskiptimarkaður með íslensku
krónuna hefur verið óvirkur í 2-3
vikur. Það þýðir að íslenskir nem-
ar hafa í mörgum tilfellum ekki
getað keypt sér gjaldeyri, ekki
getað millifært pening að heiman,
tekið pening út úr hraðbanka eða
borgað með íslenskum debet- og
kreditkortum sínum erlendis. Því
hafa sumir lent í því að eiga eng-
an pening til að borga húsaleigu,
kaupa sér mat eða aðrar nauð-
synjar. Oft á tíðum fjölskyldufólk
með ung börn.
Vaka mun á næstu dögum
skoða rétt námsmanna erlendis og
kanna hvort LÍN sé heimilt að
mismuna íslenskum nemendum er-
lendis eftir því hvort þeir eru
skiptinemar eða í föstu námi.
Hvernig leyst verður úr þessari
efnahagskreppu sem gengur yfir
núna mun væntanlega skera úr um
það hvort verulegur hluti okkar
kynslóðar sjái sér hag í því að
flytja frekar úr landi en að lifa í
mjög skuldsettu þjóðfélagi, með
atvinnulíf í molum. Veruleg hætta
er á því að menntastéttir flytji úr
landi þar sem þær telja hag sínum
betur borgið annars staðar. Mun-
um að menntun er besta fjárfest-
ingin sem einstaklingar og stjórn-
völd geta gert. Hún heldur ávallt
verðmæti sínu og við skulum ekki
hrekja þessa bestu fjárfestingu
okkar úr landi með því að skuld-
setja hana áður en hún fer að skila
arði. Lærum af reynslunni og
byggjum upp gott og vel menntað
samfélag.
Breytingar á reglum LÍN
Ingólfur Birgir Sig-
urgeirsson fjallar
um vandræði náms-
manna erlendis
» Því hafa sumir lent í
því að eiga engan
pening til að borga
húsaleigu, kaupa sér
mat eða aðrar nauðsynj-
ar.
Ingólfur Birgir
Sigurgeirsson
Höfundur er fulltrúi Vöku í
stúdentaráði Háskóla Íslands.
Í EFNAHAGSÞRENGING-
UNUM sem nú ganga yfir heims-
byggðina leita menn að ljósinu í
myrkrinu. Leiðtogar heimsins
reyna að leysa skammtímavand-
ann um leið og þeir horfa fram á
við. Þótt loftslagsbreytingar hafi
fallið í skuggann af lausfjárkrepp-
unni er orkuvandinn einmitt lykill-
inn að framtíðinni. Hátt orkuverð
er aðalhvatinn og þó olían hafi
lækkað talsvert er olíuverð samt
sem áður hátt í sögulegu tilliti.
Á Íslandi búa aðeins um 300
þúsund manns en orkuauðlind-
irnar mælast í þúsundum MW.
Þetta er verðmætur grunnur sem
þarf að nýta skynsamlega og í sátt
við náttúruna. Lengi vel hefur
áherslan verið á álver en eitt verk-
efni er þegar komið af stað sem
kalla má „græna stóriðju“. Hér á
ég við Becromal á Íslandi þar sem
íslenska raforkan verður notuð í
framleiðslu aflþynna úr áli sem
nýtast í vindmyllur, sólarrafkerfi,
rafbíla og fleira. Það skemmir ekki
fyrir að framleiðsluferlið mengar
ekki heldur skilar aðeins hituðum
sjó út í Eyjafjörðinn. Þessi fyrsta
„græna stóriðja“ er vonandi vísir
að því sem koma skal.
Ein eftirsóttasta hrávaran í
græna orkugeiranum er sólarkísill.
Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á
að setja upp slíka starfsemi á Ís-
landi en mörg lönd keppast um að
fá slíka starfsemi til sín. Þjóðirnar
vilja taka þátt í vaxandi iðnaði sem
talinn er einn helsti vaxtarbroddur
21. aldarinnar. Þá er vert að horfa
til þess að þjóðhagslegur ávinn-
ingur af þessari framleiðslu er
mikill þegar horft er til raf-
orkunýtingar. Útflutnings-
verðmæti er mjög mikið hvort sem
horft er til MW, starfa eða fjárfest-
ingarkostnaðar. Ef Ísland kemst í
sólarkísiliðnaðinn verður komin ný
vídd í atvinnustarfsemi á landinu.
Það gildir það sama um grænan
orkuiðnað og aðra starfsemi; eitt
vex af öðru. Í áliðnaði hefur eitt
verkefni leitt til annars. Á sama
hátt má ætla að fyrsta græna stór-
iðjuverkefnið muni leiða af sér
önnur. Nú sem aldrei fyrr er mik-
ilvægt að auka gjaldeyristekjur
þjóðarbúsins. Grænn orkuiðnaður
er vaxtarbroddur í heiminum og
Ísland myndi njóta þess lengi að
vera með frá upphafi.
Eyþór Arnalds
Græna orkubyltingin
Höfundur er bæjarfulltrúi í
Árborg og framkvæmdastjóri.