Morgunblaðið - 01.11.2008, Síða 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008
✝ SigurlaugMagnúsdóttir
fæddist í Hafn-
arnesi við Fá-
skrúðsfjörð 1. nóv-
ember 1908. Hún
lést 30. ágúst 1998
eftir erfið veikindi.
Kristján Stef-
ánsson fæddist á
Búðum við Fá-
skrúðsfjörð 1.
september 1908 .
Hann lést 28. ágúst
1963, aðeins 54 ára
gamall. Börn
þeirra eru: 1) Anna, maki Bjarni
Guðjón Bjarnason. Börn þeirra
eru: A) Sigurlaug Kristín Bjarna-
dóttir, maki Þröstur Eyvinds Har-
aldsson, börn þeirra eru a) Har-
aldur Eyvinds Þrastarson, maki
Ásta Sigvaldadóttir, börn Ragn-
heiður Kristín og Þröstur Már; og
b) Bjarni Eyvinds Þrastarson,
maki Brynja Guðmundsdóttir. B)
Guðrún Bjarney Bjarnadóttir,
maki Viðar Halldórsson. Börn
þeirra eru: a) Arnar Þór Við-
Stefán, maki Kolbrún Birgitta
Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru:
A) Arna Stefánsdóttir, maki Skafti
Guðbergsson. B) Kristján Stef-
ánsson, d. 2008, maki Þorbjörg
Friðbertsdóttir, börn a) Friðbert
Elí Kristjánsson, maki Áslaug
Ragnarsdóttir Thorarensen, dótt-
ir Viktoría Friðbertsdóttir; og b)
Karolína Birgitta Kristjánsdóttir,
unnusti Elvar Hákon Már Jó-
hannsson. 4) Karen, maki Daníel
Stefánsson. Börn þeirra eru: A)
Drífa Daníelsdóttir, maki Kristinn
Skúlason, börn a) Anna Kristín
Kristinsdóttir; b) Íris Thelma
Kristinsdóttir, unnusti Grettir
Jónasson; og c) Arnór Dan Krist-
insson. B) Mjöll Daníelsdóttir,
maki Guðmundur Viðarsson, börn
Karen Guðmundsdóttir, Daníel
Guðmundsson og Jóhanna Guð-
mundsdóttir. C) Anna Kristín
Daníelsdóttir, d. 1986. D) Kristján
Daníelsson, maki Sigríður Hall-
dórsdóttir, dætur Klara Emilía
Kristjánsdóttir og Karen Krist-
jánsdóttir. 5) Friðrik Rafn, maki
Margrét Brynjólfsdóttir, d. 1995.
Börn A) Brynjar Þór Friðriksson,
maki María Rabadca, börn Sara
Margrét Brynjarsdóttir og Aron
Freyr Brynjarsson. B) Bjarney
Friðriksdóttir. Friðrik eignaðist
síðar dóttur, Sesselju Friðriks-
dóttur.
arsson, maki Saskia Bracke, börn
Sunna Líf og Viktor Mói; b) Davíð
Þór Viðarsson; og c) Bjarni Þór
Viðarsson, unnusta Dóra Sif Inga-
dóttir. C) Bjarni Guðjón Bjarna-
son, maki Helga Ingólfsdóttir.
Börn þeirra eru a) Anna Brá
Bjarnadóttir; b) Ingólfur Halldór
Bjarnason, unnusta Bryndís
Snorradóttir; c) Birna Ragnheiður
Bjarnadóttir; og d) Anna María
Bjarnadóttir, maki Kristbjörn
Óskarsson. 2) Rafn, d. 1937. 3)
Mig langar að minnast tengdafor-
eldra minna í tilefni þess að 100 ár
eru liðin frá fæðingu þeirra. Þeim
varð fimm barna auðið; eitt lést á
unga aldri, en hin fjögur búa öll vítt
og breitt um höfuðborgarsvæðið.
Frá Fáskrúðsfirði flytja þau til
Akureyrar upp úr 1930, Kristján
stundaði þar sjómennsku að mestu
og Sigurlaug ól upp sinn barnahóp
og starfaði þar að auki við verk-
smiðjustörf ásamt veitingastörfum.
Þau fluttu svo til Reykjavíkur 1954
og bjuggu þar til æviloka.
En hugsum nú aðeins til baka. Það
var um 1959 að ég fór að eltast við
yngri dóttur þeirra, sem var þá að-
eins 19 ára en ég 25 ára. Tengdamóð-
ir mín var í fyrstu ekki alveg sátt við
að svona fullorðinn maður væri á
höttunum eftir elsku litlu stelpunni
sinni, þótti þetta of mikill aldurs-
munur.
Mér fannst það ekki, þó svo ég
væri spurður af hverju ég væri að
eltast við þessa smástelpu. Það er
önnur saga að mér tókst að vinna
hug þeirra hjóna og ég kvæntist svo
litlu stelpunni þeirra hinn 30. maí
1964. Þetta var samt afrek að vinna
hug Sigurlaugar, þótt það tæki sinn
tíma, en Kristján tók mér vel næst-
um strax. Við áttum margar góðar
stundir saman, ásamt öðrum börn-
um þeirra, og er það mér ógleym-
anlegt að hafa kynnst Sigurlaugu og
Kristjáni.
Í tilefni aldarafmælisins ætlar öll
fjölskyldan að koma saman hjá
barnabarni þeirra hjóna, sem heitir
jú Sigurlaug.
Daníel Stefánsson.
Sigurlaug Magnúsdóttir
og Kristján Stefánsson
Með örfáum orðum
langar mig að minn-
ast Hrefnu mágkonu
minnar. Mín fyrstu
kynni af henni voru þegar Maggi
bróðir minn kom með hana heim.
Ég var mjög spennt að hitta hana,
þurfti náttúrlega að horfa vel á
hana og þótti mér hún bara mjög
sæt. Okkur kom fljótt vel saman og
var ég mikið í kringum hana. Hún
var létt í skapi og jafnan ríkti glað-
✝ Jónína HrefnaMagnúsdóttir
fæddist á Króki í
Ketildalahreppi í V-
Barðastrandarsýslu
7. maí 1921. Hún
lést á Vífilsstöðum
15. ágúst síðastlið-
inn og var kvödd frá
Fíladelfíukirkjunni í
Reykjavík 29. ágúst.
værð í kringum hana.
Eitt atvik er mér
minnisstætt sem lýsir
glaðværð og jafnaðar-
geði Hrefnu. Við hús-
ið okkar í sveitinni
var lítill lækur.
Hrefna fór gjarnan
með þvott þegar vel
viðraði til að skola úr
honum. Ég bauðst
eitt skiptið til að fara
með henni og aðstoða
hana. Hún var með
stórt handklæði sem
hún var að skola úr
og stóð hún við það bogin úti í
miðjum læknum. Ég stóð fyrir aft-
an hana og þegar ég sá hana svona
bogna fyrir framan mig kom lítill
púki upp í mér og ég lagði renn-
blautt handklæðið yfir bak hennar.
Hún æpti upp yfir sig en þegar hún
sá hvað ég hló mikið smitaðist hún
af hlátri mínum og á endanum kom-
um við báðar rennblautar og hlæj-
andi saman í hús.
Hrefna og Maggi byggðu sér hús
við lækinn og bjuggu þar mestallan
sinn búskap. Þau ólu börnin sín
átta upp þar en þegar þau voru öll
flogin úr hreiðrinu tóku þau sig upp
og fluttu upp á Akranes þar sem
þau bjuggu í nokkur ár. Það var
alltaf gott að koma til þeirra og
alltaf fékk maður jafn hlýjar mót-
tökur.
Hrefna og Maggi voru samstiga
hjón, þau voru bæði einstaklega
gestrisin og listræn. Maggi var list-
málari og Hrefna var mjög listræn í
sér. Nú eru þau bæði komin í faðm
frelsarans sem þau elskuðu bæði.
Ég votta börnum og barnabörnum
og öllum ættingjum Hrefnu inni-
lega samúð mína, ég bið Guð að
vaka yfir ykkur öllum.
Oddný Guðnadóttir.
Jónína Hrefna Magnúsdóttir
Við veltum því
stundum fyrir okkur,
spilafélagarnir, hvers
vegna sumir fengju
góð spil allt kvöldið,
en aðrir lakari. Auðvitað fengum við
engin svör. Þetta er bara svona.
Matti fékk oft góð spil í spila-
klúbbnum okkar, enda kallaði
Himmi hann oft Matta punkt.
Við stofnuðum þennan bridds-
klúbb fyrir liðlega 20 árum og er
spilaklúbburinn enn við lýði.
Matti var lunkinn spilamaður og
Marteinn Sverrisson
✝ MarteinnSverrisson
fæddist í Reykjavík
15. mars 1947. Hann
lést á Landspítalan-
um 21. október síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Lágafellskirkju 29.
október.
spilaði vel úr sínum
spilum, bæði við
spilaborðið sem og í
einkalífinu.
Hann var góður
námsmaður, aflaði
sér góðrar menntun-
ar, var lánsamur í
einkalífinu og átti af-
bragðs lífsförunaut í
Hrefnu og yndisleg
börn. Hann var virtur
og vel liðinn sam-
starfsmaður og átti
marga nána vini.
Auk briddsins spil-
uðum við spilafélagarnir innan-
hússfótbolta, fórum í utanlands-
ferðir og nutum samverunnar. Þau
Hrefna og Matti stunduðu vín-
smökkunarklúbb, sem ég starf-
rækti ásamt öðrum, og nutu þess í
ríkum mæli.
Án nokkurs fyrirvara urðu spilin
lakari. Matti fékk alvarlegan sjúk-
dóm en tókst að spila vel úr sínum
spilum og var nálægt því að sigrast
á sjúkdómnum. En þá gaus hann
upp aftur. Enn hófst varnarspila-
mennska. Með þrautseigju tókst að
komast fyrir sjúkdóminn.
En átökin höfðu kostað Matta
mikið þrek og kraft og líkaminn var
orðinn varnarlaus fyrir öðrum kvill-
um.
Matti og Hilmar komu í heim-
sókn til okkar í sumar. Matti var
kátur og hress og til alls líklegur.
En skjótt skipast veður í lofti.
Viðspyrnan minnkaði og Matta
þvarr kraftur.
Hvers vegna hann, spyrjum við?
En ekkert kemur svarið.
Það er nefnilega eins og með spil-
in. Það er engin skýring á því. Það
er bara svona.
Sorgin nístir. Söknuðurinn verð-
ur yfirþyrmandi.
Við kveðjum ljúfan og góðan
dreng, einstakan vin.
Guð blessi og styrki Hrefnu og
fjölskylduna, sem og aðra vini og
frændur.
Pétur Björn.
Mér er sagt að ég
hafi verið fyrsta
barnið sem afi ýtti í barnavagni
þrátt fyrir að eiga fjóra syni með
ömmu og líka Sverri frænda. Sem
barn átti ég skjól í húsi ömmu og
afa á Akureyri. Húsi sem afi
byggði sjálfur og stendur við
Byggðaveg á Akureyri. Þetta er
stórt og reisulegt hús og í minning-
unni var það enn stærra. Þar var
alltaf fullt af fólki og mikið líf. Þar
voru amma og afi, yngri bræður
pabba, þeir Haddú og Kobbi,
langamma Kristín og Kalli, fyrrum
vinnumaður á Möðruvöllum sem
fylgdi afa og oftar en ekki Denni
líka. Og Bokki.
Afi hló oft mikið þegar hann
sagði söguna af því þegar ég sá
Bokka í fyrsta skipti og var komin
upp á borð í einu stökki þrátt fyrir
ungan aldur, af tómri hræðslu við
þennan ógnarskelfi. Síðar urðum
við Bokki miklir vinir og í dag heit-
ir hundurinn minn í höfuðið á mín-
um gamla félaga. Afi hafði gaman
af því að segja sögur. Hann var
hrókur alls fagnaðar og mikill fé-
lagsmálafrömuður á Akureyri. Afi
Haraldur M.
Sigurðsson
✝ Haraldur AxelMöller Sigurðs-
son, íþróttakennari
á Akureyri, fæddist
á Hjalteyri við Eyja-
fjörð 19. maí 1923.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Seli á
Akureyri 14. októ-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Akureyrar-
kirkju 24. október.
var svo fallegur og
yfir honum mikil
reisn. Hann var
íþróttakennari og
kenndi mér að synda
í Akureyrarlauginni.
Afi fæddist og dó í
kreppu. Hann varð
munaðarlaus ungur
drengur og honum og
systkinum hans var
dreift á bæi í sveit-
inni. Afi var 8 ára
þegar honum var
komið fyrir á Möðru-
völlum í Hörgárdal
en harðduglegum og nautsterkum
tókst honum að vinna sig upp til
nokkurra efna. Ég reiknaði alla-
vega alltaf dæmið svo að afi og
amma hlytu að vera mjög rík því
þau voru svo rausnarleg og gjaf-
mild gagnvart öllum sínum. Síðar á
lífsleiðinni urðu þau fyrir fjárhags-
legu áfalli, líkt og margir standa
frammi fyrir í dag. Áfallið hafði
vissulega mikil áhrif á líf þeirra en
þó að þau yrðu bæði sjúklingar
undir lokin var yfir þeim reisn og
stolt sem gerði þau að glæsilegum
hjónum.
Eftir að amma dó fyrir þremur
árum hrakaði heilsu afa og hann
missti málið. Það var erfitt til þess
að vita að hann gæti ekki tjáð sig
þegar maður fann fyrir því að
neistinn brann í brjósti hans og
hann hafði svo margt til málanna
að leggja. Þrátt fyrir málleysi gat
afi brugðið á leik og sagt brandara
með látbragði ef því var að skipta.
Það var oft glampi í augunum hans,
sérstaklega þegar hann fylgdist
með barnabarnabörnunum.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
vegna fráfalls
KATRÍNAR ÁRNADÓTTUR,
Hlíð,
Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Páll Ragnar Steinarsson, Sigfríður Lárusdóttir,
Tryggvi Steinarsson, Anna María Flygenring,
Elín Erna Steinarsdóttir, Indriði Birgisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
vináttu og samúð við fráfall
SVAVARS FANNDAL TORFASONAR
meistara í rafvélavirkjun,
Grenilundi 12,
Garðabæ.
Sólbjört Gestsdóttir,
Hólmfríður Fanndal Svavarsdóttir,
Ingólfur Arnarson, Sigríður Guðjónsdóttir,
Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir,
Jóhanna Rósa Arnardóttir, Jón Vilhjálmsson
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Einarsnesi.
Þórarinn Sigþórsson, Ragnheiður Jónsdóttir,
Guðmundur Sigþórsson, Herborg Árnadóttir,
Helga Sigþórsdóttir, Þórður S. Gunnarsson,
Jóhanna S. Sigþórsdóttir,
Þór Sigþórsson, Guðný Björg Þorgeirsdóttir,
Óðinn Sigþórsson, Björg Karítas Jónsdóttir,
Sigríður Sigþórsdóttir, Hallmar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.