Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ VERÐUR AÐ AFSAKA MIG... STUNDUM SEGI ÉG HLUTI ALGJÖRLEGA ÁN ÞESS AÐ HUGSA ...LJÓTI FITUHLUNKUR NÁKVÆMLEGA SVONA FYRIRGEFÐU... ÉG SKAL LAGA ÞETTA... ER ÞETTABETRA NÚNA? ÉG GLEYMI ALLTAF STEINSELJUNNI HOBBES, HVAÐ ERTU AÐ GERA? EKKERT ALLS EKKI NEITT? NEIBB VILTU HJÁLP? ÞAÐ VÆRI FÍNT HVAÐ ER Í MATINN Í KVÖLD, HELGA? ÉG ÆTLA AÐ FÁ MÉR OFNBAKAÐA ÖND MEÐ KARTÖFLUM, BAUNUM OG HUNANGSSÓSU... ÞÚ FÆRÐ KALDAN HAFRA- GRAUT ÉG GLEYMDI BRÚÐKAUPSAFMÆLINU OKKAR AFTUR, ER ÞAÐ EKKI? KANNSKI ER HANN AÐ REYNA AÐ HÆTTA AÐ REYKJA AF HVERJU ÞURFUM VIÐ AÐ DREPA MÚSINA? ERU EKKI TIL GILDRUR SEM DREPA EKKI? JÚ, ÉG SÁ SVOLEIÐIS GILDRUR... EN ÞÆR KOSTA MIKLU MEIRA... ÉG VEIT EKKI HVORT ÉG VIL BORGA MEIRI PENING BARA SVO MÚSIN FÁI AÐ LIFA BJARGIÐ MÚSINNI OKKAR! KÓNGULÓARMAÐURINN NÁÐI KORDOK! ÞVÍLÍK FRÉTT! ÞETTA ER FRÉTT ÁRSINS! OG ÞAÐ VAR MYNDA- TÖKUMAÐURINN MINN SEM NÁÐI ÞVÍ Á FILMU ÞANNIG AÐ ÞÚ GETUR BARA SÉÐ FRÉTT ÁRSINS... Í ÞÆTT- INUM MÍNUM Velvakandi VIÐ Melaskóla voru kátir krakkar í fjörugum leik á skólalóðinni. Enda fal- legt veður með glaðasólskini og ómögulegt að hanga inni við. Morgunblaðið/Frikki Fjör í Melaskóla Bleikur iPod-Nano tónlistarspilari BLEIKUR iPod-Nano tónlistarspilari tap- aðist í Þjóðleikhúsinu síðastliðið fimmtu- dagskvöld. IPodinn er bleikur og í glæru hulstri með svörtu mynstri. Áhangandi voru bleik heyrnartól. Finnandi vinsamlega hafi samband við Hólmfríði í síma 823 1682. Þakklæti til Sigrúnar MIG langar að þakka þjónustufull- trúa Tryggingastofnunar ríkisins fyrir einstök almennilegheit og mættu fleiri þjónustufulltrúar taka hana Sigrúnu sér til fyrirmyndar. Með kærri þökk til þín, Sigrún. Ingveldur Guðmundsdóttir. Áskorun til Háskóla Íslands ÞAÐ eru breyttir tímar í íslensku þjóðlífi og Háskóli Íslands þarf að bregðast við. Nauðsynlegt er að Háskólinn opni dyr sínar fyrir nýj- um stúdentum og taki við eins mörgum skráningum og unnt er strax um næstu áramót. Fólk sem hefur verið lengi á vinnumark- aðnum sér fram á breytta tíma vegna aukins atvinnuleysis. Þetta fólk vill bæta við þekkingu sína og við því þarf að bregðast. Fastlega má gera ráð fyrir því að umsóknir um að hefja nýtt nám á vorönn verði fleiri en vanalega í ljósi að- stæðna. Háskólinn verður að vera opinn fyrir því að bregðast við þessari aukningu og taka inn fleiri nýnema en ella, í stað þess að vísa fólki frá. Háskólinn á nú að nýta tækifærið og auglýsa það nám sem er í boði. Hann á að sýna almenn- ingi að þótt á móti blási séu tæki- færi til staðar sem fela í sér bjart- ari framtíð. Nú á Háskólinn að sanna að hann sé það flaggskip menntastofnana sem honum ber að vera. Háskólinn mætti í þessu sam- bandi taka Háskólann í Reykjavík sér til fyrirmyndar. Háskólinn í Reykjavík hefur með fréttatilkynn- ingu lýst yfir að hann muni aðstoða nýnema strax um áramótin, sem og íslenska stúdenta er- lendis sem hafa áhuga á að koma heim og halda námi sínu áfram hér á Íslandi. Sterkt væri fyrir Háskóla Ís- lands að gera slíkt hið sama og það sem fyrst. Vaka hefur talað öt- ullega fyrir þessum málstað á þessum erf- iðu tímum, enda hefur félagið ávallt talað fyr- ir mikilvægi þess að fjárfesta í menntun. Félagið hefur til að mynda birt greinar í Morgunblaðinu, á vis- ir.is og sent bréf til rektors þar sem ítrekuð er afstaða félagsins um að breytinga sé þörf. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, skorar hér enn og aftur á Háskólann að koma með skýra yfirlýsingu um að breytinga sé að vænta. Nú þegar erfiðir tímar eru í vændum verða stúdentar að geta treyst því að Há- skóli Íslands standi þeim opinn og vonar Vaka að Háskólinn bregðist ekki trausti stúdenta. Kristján Freyr Kristjánsson, oddviti Vöku. Forsætisráðherra og seðlabankastjóri GEIR Haarde forsætisráðherra getur ekki þráast við öllu lengur að skýra út fyrir alþjóð hvers vegna hann heldur hlífiskildi yfir Davíð. Það er ekki aðeins almenningur sem krefst þess að Davíð víki, held- ur allir sérfræðingar innlendir sem erlendir, margir hverjir heims- þekktir menn á sviði hagfræði og fjármála. Forsætisráðherra er að missa það góða álit sem hann hefur haft í þeirri erfiðu stöðu sem þjóð okkar er nú í og sem leiðtogi á þessum erfiða tíma. Hver er sú valdablokk innan Sjálfstæðisflokks- ins sem veldur þessu? Er það Kjartan Gunnars, Styrmir og aðrir kafbátar sem vinna allt í bakher- bergjum? Ég vil skora á Geir að láta Davíð fara og halda með því óskertu góðu áliti alþjóðar á störf- um hans. Hafsteinn Sigurbjörnsson.         Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan í Gullsmára er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11.30, í Gjábakka á miðvikudögum kl. 15-16. Opið hús laug- ardaginn 1. nóv. kl. 14 og Arngrímur Ís- berg les Egilssögu á miðvikud. kl. 16. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur í Stangarhyl 4 kl. 13.30-16. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana nú-ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Birna Bjarn- leifsdóttir er gestur í pottakaffi í Breið- holtslaug kl. 9 í dag. Alla mánud. kl. 9 og föstud. kl. 13 er leikfimi (frítt) o.fl. og kaffi í ÍR-heimilinu v/Skógarsel. Umsj. Júlíus Arnarson íþróttakennari. Hæðargarður 31 | Dagskrá til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni verður þriðjud. 4. nóv. kl. 15. Sögumaður: Þórður Helga- son. Stefán Helgi Stefánsson tenór og Davíð Ólafsson bassi syngja, Helgi Hann- esson spilar á píanóið. Flytjendur eru höfundar ljóðabókarinnar Í sumardal. Aðgangseyrir kr. 500. Uppl. s. 411-2790. Hæðargarður 31 | Fjölskylduganga alla laugardaga kl. 10. Teygjuæfingar, spjall og vatn á eftir. Uppl. s.411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Harm- onikkuhljómsveit Sigríðar Norðkvist leik- ur fyrir dansi, mánud. 3. nóv. kl. 14. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna | Fundur á morgun, sunnud. 2. nóv. kl. 10 á Grettisgötu 89. Sunnuhlíð Kópavogi | Basar og kaffi- sala Dagdvalar í Sunnuhlíð Kópavogs- braut 1c verður haldinn í dag, laugardag og hefst kl. 14. Einnig verður kaffisala í matsal þjónustukjarna. Ágóði fer til starfsemi Dagdvalar í Sunnuhlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.