Morgunblaðið - 01.11.2008, Page 48

Morgunblaðið - 01.11.2008, Page 48
48 Menning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 í samstarfi við Borg arleikhúsið kynnir: Höfundar og flytjendur: Margrét Sara Guðjónsdóttir Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Jared Gradinger Sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins Tryggðu þér miða núna! 568 8000 / midi.is PRIVATE DANCER www.panicproductions.is MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2. sýning - í dag kl. 15 3. sýning - á morgun kl. 20 Aðeins þessar 2 sýningar! Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Í dag kl. 17.00 - nokkur sæti laus Kristján Jóhannson og Sinfóníuhljómsveitin Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson syngur með Sinfóníuhljómsveitinni í fyrsta sinn í átta ár. Íslensk sönglög og aríur eftir Puccini og Leoncavallo. Að auki verk eftir Grieg og Dvorák að ógleymdri fimmtu sinfóníu Beethovens. Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Einsöngvari: Kristján Jóhannsson Ath. Miðaverð aðeins 1.000 kr. Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 20.00 Tónleikar í íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri Kristján Jóhannson og Sinfóníuhljómsveitin endurtaka leikinn á heimavelli Kristjáns. Forsala aðgöngumiða í Eymundsson, Akureyri og á sinfonia.is. Ath. Miðaverð aðeins 1.000 kr. STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS A f einhverjum ástæðum njótum við þess að láta hræða úr okkur líftóruna. Í Banda- ríkjunum hefur mynd- ast hefð fyrir því að gefa út hroll- vekjur á Hrekkjavöku, sem var í gær, en íslenskir skemmtistaðir kjósa að halda upp á hana í kvöld. Fyrir þá sem kjósa frekar að hanga heima er tilvalið að mæla með nokkrum frábærum myndum sem fá hárin til þess að rísa aftan á hálsinum. Athugið að myndirnar á þessum lista eru alls ekki fyrir viðkvæma. The Exorcist (1973) Vakti óhug og miklar deilur inn- an kaþólsku kirkjunnar þegar hún kom út og lifir enn sem ein besta hrollvekja allra tíma. Fékk Ósk- arsverðlaunin fyrir handrit sem skrifað var eftir bók sem studdist við blaðagrein um raunverulega at- burði. Texas Chainsaw Massacre (1974) Vestur-Íslendingurinn Gunnar Hansen fer á kostum sem Leðurfés í þessari flugbeittu mynd sem fylgt var eftir með fjölda slappra fram- haldsmynda. Engin þeirra hefur náð frumgerðinni í hrottaleik og óhugnaði. Halloween (1978) Þó svo að söguþráður mynd- arinnar tengist ekki Hrekkjavöku mikið lifir Jamie Lee Curtis í minnum manna sem ein af betri öskudrottningum áttunda áratug- arins. The Shining (1980) Uppbyggingin í þessu tímalausa meistarastykki Stanley Kubrick er stórkostleg. Tónlistin ein og sér er nóg til þess að gefa áhorfandanum gæsahúð. Þegar persóna Jack Nic- holson missir loks vitið er ekki annað hægt en að spennast allur upp. Evil Dead (1981) Áður en Sam Raimi snéri sér nær alfarið að því að gera myndir um Köngulóarmanninn var hann þekktastur fyrir hryllingsmyndir sínar. Evil Dead er tímalaus klass- ík sem blandar andsetningu eins og í The Exorcist saman við Zom- bie-heima Night of the Living Dead eftir George A. Romero. Scream (1996) Hrollvekjumeistarinn Wes Cra- ven komst aftur á kortið á tíunda áratugnum með því að endurvekja unglingahrollvekjuna. Tókst það vel upp að þær hafa verið vinsælar æ síðan. Event Horizon (1997) Ótrúlega óþægileg áhorfs en hér lokast áhöfn persóna Laurence Fishburne og Sam Neill í geim- flaug á sporbaug um Júpíter, fjarri öllu lífi. Hljómar kannski ekki mjög ógnvekjandi en það sem gerir myndina svo óþægilega er hversu óáþreifanlegt hið illa afl sem hefur sest að í flauginni er. Það ræðst á áhöfnina á sálrænan hátt og truflar hana á geði. Vonleysið er algjört. The Sixth Sense (1999) Frumraun leikstjórans M. Night Shyamalan situr enn í mörgum. Ekki bara vegna þess hversu trú- verðug Micha Barton var sem æl- andi smástúlka heldur vegna frá- bærrar fléttu ógnvekjandi atriða. Sönnun þess að það þarf ekki tölvubrellur til þess að gera góða hryllingsmynd. The Ring (2002) Frábær endurgerð Gore Veb- inski á samnefndri japanskri hryll- ingsmynd. Ein af fáum bandarísk- um endurgerðum sem geta talist betri en upprunalega útgáfan. Saw (2004) Fyrsta myndin í þessari vinsæl- ustu hrollvekjuseríu allra tíma er einnig sú besta. Einfaldur sögu- þráður með frábærri fléttu sem skoðar siðgæði manna á ögur- stundu. biggi@mbl.is 10 bestu hroll- vekjurnar fyrir Hrekkjavöku Evil Dead Myndin sem gerði Bruce Campbell að költ-hetju. The Shining Kubrick breytti sögu Stephen King á réttum stöðum. The Ring Þú deyrð sjö dögum eftir að hafa horft á myndina. The Exorcist Faðir Merrin hugsar sig um stuttu áður en hann kemst augliti til auglitis við sjálfan djöfulinn. Ein magnaðasta mynd sögunnar. Texas Chainsaw Massacre Frem- ur snyrtilegt veggspjald við afar blóðuga og ógeðslega kvikmynd. Event Horizon Sam Neill fer á kostum sem hinn skuggalegi Dr. Weir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.