Morgunblaðið - 21.11.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 21.11.2008, Síða 4
Morgunblaðið/Sverrir Aðgerðir Borgarráð ætlar í sókn og kortleggur tækifærin í kreppunni BORGARRÁÐ hefur samþykkt að skipa starfshóp til að fylgjast með þróun og meta áhrif atvinnuleysis í Reykjavík. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi mun leiða hópinn en hann starfar undir aðgerðarhópi borgarráðs um fjármál borgarinnar. Fram kemur í greinargerð að at- vinnulausum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað næstum um helming á síðustu tveimur mánuðum og í októ- ber verið 1,8% af vinnuafli. Viðbúið sé að atvinnuleysi geti orðið meira á höf- uðborgarsvæðinu en á landsbyggð- inni miðað við vöxt undanfarinna vikna og mánaða. Einnig samþykkti borgarráð ein- róma að sóknaráætlun fyrir Reykja- vík yrði undirbúin vegna þeirra verk- efna sem borgin stendur frammi fyrir í ljósi efnahagsbreytinga. M.a. verður skipaður starfshópur til að kortleggja tækifæri borgarinnar til nýsköpunar á næstu árum og vinna hugmyndir um hvernig borgin hyggst mæta nýj- um áskorunum. Starfshópur fylgist með áhrifum atvinnuleysis 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti húsgögn landsins mesta úrval af sófasettum Íslensk framleiðsla Roma Bonn Aspen-Lux Verð kr. 89.900,- Verð Kr. 140.900,- Verð Kr. 176.900,- Verðdæmi : Yfir 200 tegundir af sófasettum kr.89.900,- verð frá Nice 3ja sæta Verð Kr. 152.900,- Smíðum eftir þínum þörfum VERÐHRUN Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is VERÐI gengisvísitalan um 230-240, eins og hún var í gær, fimmtudag, verða skuldir 70-80 prósenta inn- flutningsfyrirtækja hærri en eigið fé þeirra í árslok. Þessi fyrirtæki geta ekki vonast til þess að erlendir birgjar séu tilbúnir að lána þeim fyr- ir vörum. Þetta segir Knútur Sign- arsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Félagið er ekki aðeins hagsmunasamtök stórra fyrirtækja í inn- og útflutn- ingi, heildsölu og smásölu heldur einnig lítilla. Knútur telur að flest séu fyrir- tækin með lán í japönskum jenum og svissneskum frönkum. Lánin hafi hækkað um 150 prósent á einu ári. „Við viljum sjá ríkisstjórnina móta stefnu fram í tímann og að fyr- irtækjum verði leyft að gera upp um áramót á þeirri gengisvísitölu sem hún setur sér að ná.“ Gengis- vísitalan mætti ekki vera hærri en 150 stig. Knútur segir þetta brenna mjög á fyrirtækjunum núna. Það dugi þeim ekki að fresta afborg- unum, eins og einstaklingum býðst, eða að slegið verði á vexti. Á árs- reikningum fyrirtækjanna byggist framtíð þeirra. Nú sé því spáð að þegar krónan verði sett á flot falli hún tímabundið. Það íþyngi innflytjendum og kaup- mönnum enn meir, því hvern dag sem krónan sé lág fari fleiri í gjald- þrot. Knútur segist óttast fyrir hönd sinna félagsmanna að innflutningur dragist nú verulega saman. „Ríkis- stjórnin verður að bregðast við nú á allra næstu dögum,“ segir hann. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvikur, sem á Elkó, Byko, Nóa- tún, Krónuna og 11-11-verslanirnar ásamt fleirum, segir verslanirnar standa í skilum við birgja sína en mjög erfitt sé að eiga í viðskiptum dag frá degi þegar óljóst sé hvað varan muni kosta innflutt til lands- ins. „Við sjáum fram á það að krónan falli.“ Veikist krónan mjög mikið muni þeir íhuga að stöðva innflutn- ing á vörum. „Það er tilgangslaust að kaupa vörur ef við getum ekki verðlagt hana á þeim grunni sem við kaupum hana inn á.“ Jón Helgi segir að fall krónunnar hafi verið gríðarlegt og ekki hafi verið hægt að koma gengisbreyting- unum inn í verðlagið. Hann segir mánaðamótin nú ekki erfiðari fyrir verslanir Norvikur en síðustu mán- aðamót. „Við höfum verið að segja upp fólki eins og svo mörg fyrirtæki og erfitt að segja hvort við höfum séð fyrir endann á því; þetta er kjarnorkuvetur,“ segir Jón Helgi. „Við getum ekkert annað gert en að taka því sem að höndum ber.“ Jón Helgi segist ekki sjá fyrir sér hvernig ríkið geti komið innflutn- ingsfyrirtækjum til aðstoðar. „Við sem stundum innflutning verðum að taka ákvarðanir um það hvernig við erum staddir hver fyrir sig og reyna að þreyja þorrann og góuna. Þetta er ástand sem getur ekki varað lengi. Það hlýtur með einhverjum hætti að jafna sig, nema við lendum á steinaldarstigi.“ Óttast gjaldþrot  Sívaxandi skuldir innflutningsfyrirtækja og verslana hamla þeim ytra  Innflutningur tilgangslaus lækki krónan meira Eigandi fyrirtækis sem flytur inn ýmis atvinnutæki segir stöðu þess ekki vænkast við lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nú hefjist stífar kröfur er- lendra birgja um að innflutningsfyrirtæki geri upp skuldir sínar. Hann sjái því fram á að fyrirtækið tapi annarri hverri krónu vegna gengisþróunar- innar. Sextíu störfuðu hjá fyrirtækinu í ársbyrjun. Nú eru starfsmenn þrjá- tíu og laun þeirra hafa verið lækkuð um tíu prósent. Hann segir það ekki nóg. Hann krefst aðgerða ríkisins eigi innflutningsfyrirtæki að lifa. Rík- isstjórnin hafi tíma fram í næstu viku. Fyrirtækin megi engan tíma missa. Stjórnendur innflutningsfyrirtækja vilji fara að reglum og þurfi að ákveða fyrir mánaðamót og síðast nú í desember hvað þau geti gert: Hvort þau lifa. Vara hafi tvöfaldast í verði og fyrirtækið gangi því á eigið fé sitt, sem sé eins og svo víða lægra en skuldirnar. Það hafi orðið fyrir gríðarlegu tapi og mikilli birgðasöfnun og strangt til tekið ætti nú að gera fyrirtækið upp. Fyrirtæki á barmi gjaldþrots Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is BORGARRÁÐ hefur samþykkt breytingar á lóðaúthlutunarreglum í ljósi breyttra aðstæðna á lóðamark- aði. Margir þeirra sem fengu úthlut- aðar íbúðarhúsalóðir við Úlfarsárdal og Reynisvatnsás á árunum 2007 og 2008 hafa að undanförnu skilað lóð- unum aftur til borgarinnar. Tekið var fyrir slík skil í byrjun mánaðarins á meðan aðgerðahópur á vegum borgarinnar mótaði nýjar til- lögur um lóðaskil og endurgreiðslu. Niðurstaðan er sú að lóðarhafa, sem úthlutað var lóð á föstu verði, verður áfram heimilt að skila lóðinni og fá endurgreiðslu, að því tilskildu að framkvæmdir séu ekki hafnar á lóð- inni. Útboðslóðum fæst ekki skilað Fram kemur í greinargerð borg- arráðs að alls séu nú 100 slíkar lóðir í hverfunum tveimur, fyrir um 260 íbúðir, sem ekki hefur verið skilað. Þeir lóðarhafar sem fengu lóð á grundvelli útboðs, geta hins vegar ekki skilað lóðinni til borgarinnar enda var slíkt ekki í upphaflegum skilmálum. Ekki verður heldur heimilt að skila lóðum fyrir atvinnu- húsnæði nema með sérstakri heimild borgarráðs. Einnig kemur fram að búast megi við að verulega hægi á uppbyggingu hjá þeim sem halda sínum lóðum næstu misserin vegna gjörbreytts ástands á lána- og fasteignamarkaði. Borgarráð bregst við því með því að framlengja alla framkvæmdafresti, sem vísað er til í skilmálum, um tvö ár. Að síðustu heimilar borgarráð lengingu á lánstíma í allt að 8 ár frá útgáfudegi skuldabréfs hafi lóða- gjöld verið greidd með skuldabréfi. Einnig að leggja gjaldfallnar afborg- anir og vexti við höfuðstól og breyta óverðtryggðum lánum í verðtryggð. Lóðahöfum er áfram heimilt að skila lóðum Brugðist við breyttum fasteignamarkaði Morgunblaðið/RAX Lóðir Langflestar lóðaúthlutanir voru í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási Í HNOTSKURN »41 einbýlishúsalóð, 16 rað-húsalóðum og 2 fjölbýlis- húsalóðum hefur verið skilað á árinu, þar af 21 í október. »Borgin hefur endurgreittlóðir fyrir 2,5 milljarða. »Lóðarhöfum sem úthlutaðvar lóð á föstu verði verð- ur áfram heimilt að skila lóð- inni og fá endurgreiðslu. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FISKISKIPIÐ Grímsnes GK-555 var dregið til hafnar í Njarðvík í gærkvöldi, eftir að vél þess bilaði um 2,5 sjó- mílur frá Stóru-Sandvík á Reykjanesskaga á fimmta tímanum í gær. Mikill viðbúnaður var vegna atviksins en björgunarskip voru send af stað, bæði frá Grindavík og Sandgerði. Það var björgunarskipið Oddur V. Gíslason sem dró Grímsnes til hafnar. Sjö voru í áhöfn og sakaði þá ekki. Þetta er annað óhappið í þessari sjóferð skipsins en það strandaði á sandrifi við Meðalland í fyrradag og fylgdi varðskip því þá til Vestmannaeyja. Grímsnes GK er 180 brúttólesta og 33 metra stálskip. Vindur var 8-12 metrar á sekúndu við Stóru-Sandvík í gær og rak skipið hægt í átt til lands. Líklega var það um tvær sjómílur frá landi þegar dráttartaug var komið í það á sjötta tímanum. Skipverjar voru tilbúnir með spotta þegar björgunarskipið kom að svo aðgerðin gekk fljótt fyrir sig. Að sögn Birgis Reynissonar, formanns Björgunarbátasjóðs, hafði vél skipsins misst olíu- þrýsting. Einnig voru sendir á vettvang harðbotna björgunarbátar og björgunarsveitir á landi voru í við- bragðsstöðu ef skipið myndi reka upp í fjöru. Lenti aftur í hremmingum Ljómynd/Hilmar Bragi Grímsnes Strandaði nálægt Skarðsfjöruvita í fyrradag. ÞEGAR snjókorn falla á grund verða fáir kátari en börnin. Því ættu börnin á vestanverðu landinu svo sannarlega að kætast í kvöld þar sem spáð er lítilli snjó- komu. Spáð er talsverðum vindi í dag, 5-13 m/s, hvass- ast við austurströndina. Þá verður heldur kalt úti eða á bilinu 2-10 stiga frost, kaldast á NA-landi. Morgunblaðið/RAX Börnin kætast þegar snjóa tekur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.