Morgunblaðið - 21.11.2008, Side 15

Morgunblaðið - 21.11.2008, Side 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 SAMFYLKINGARFÉLAGIÐ í Skagafirði krefst endurmats gilda í íslensku þjóðfélagi og að þau samræðustjórnmál sem Samfylk- ingin stendur fyrir verði ástunduð. „Tafarlaust þarf að hreinsa til í stjórn- og fjármálakerfi þjóðar- innar svo þau verði hafin yfir grun um spillingu. Efnahags- og at- vinnustefnu verður að endurskoða og hleypa í hana nýju blóði með jafnræði, nýsköpun og frum- kvæði.“ Hreinsað verði til tafarlaust STÍGAMÓT standa fyrir málþingi í dag, föstudag, um baráttuna gegn kynferðislegu ofbeldi í Evrópu og er það haldið í samstarfi við European Women’s Lobby. Málþingið verður í Iðnó við Tjörnina milli kl. 13 og 16. Kynferðisofbeldi FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is HUGMYNDIR um að danski bank- inn FIH yfirtaki Kaupþing með þátttöku erlendra kröfuhafa bank- ans hafa verið ræddar af töluverðri alvöru að undanförnu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sömu heimildir herma að hugmyndunum hafi verið vel tekið í stjórnkerfinu. FIH-bankinn var lagður að veði fyrir 500 milljóna evra láni sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi skömmu áður en íslenskt banka- kerfi hrundi. FIH er því í eigu ís- lenskra stjórnvalda. Íslenska ríkið yrði væntanlega á meðal eigenda hins nýja banka ef af yrði. Nafnbreyting nauðsynleg Útfærslan sem verið er að ræða um þessar mundir er sú að FIH myndi taka yfir nýja Kaupþing og mögulega einhverjar eignir úr búi þess gamla undir merkjum FIH. Nafnbreyting þykir nauðsynleg þar sem vörumerki allra gömlu bankanna þriggja hafi beðið veru- legan skaða á alþjóðavettvangi í kjölfar bankahrunsins. Erlendum kröfuhöfum Kaup- þings yrði síðan boðið að koma að eignarhaldi með því að breyta skuldum að einhverju leyti í hlutafé. Hópur þeirra, sem margir hverjir eru með stærstu bönkum í Evrópu, hefur þegar lýst yfir vilja til þess að eiga aðild að nýju bönk- unum í stað þess að sækja skuldir sínar í þrotabú þeirra gömlu. Kröfuhafarnir telja að með því eigi þeir meiri möguleika á að hámarka virði eigna sinna, sem í þessu til- felli eru skuldir gamla Kaupþings. Vonir standa til að sú verðmæta- aukning yrði hjá nýju bönkunum þegar þeim hefur tekist að koma undir sig fótunum á ný. Hugmyndinni vel tekið Heimildir Morgunblaðsins herma að stjórnvöld, kröfuhafar og núverandi stjórnendur bankans séu hrifnir af lausn sem þessari. Með henni myndi erlendur banki starfa hérlendis, eignaraðild yrði dreifð og auðveldara yrði fyrir hinn nýja banka að komast í banka- viðskipti erlendis. Búið er að opna fyrir umræður um þessa hugmynd gagnvart erlendum kröfuhöfum þó að lokaútfærsla liggi ekki fyrir. Morgunblaðið greindi frá því um liðna helgi að fulltrúar margra af stærstu kröfuhöfum Glitnis, Kaup- þings og Landsbanka hefðu lýst yf- ir vilja til þess að eignarhaldsfélög yrðu stofnuð um eignir gömlu bankanna eins og þær voru og að kröfum þeirra á hendur bönkunum yrði breytt í hlutafé. Þannig myndu nokkrir af stærstu bönkum heims taka þátt í bankarekstri á Íslandi sem eigendur í íslenskum bönkum. Ræða yfirtöku Kaupþings Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaupþing Ef af hugmyndinni yrði myndi nafnið Kaupþing leggjast af. Nafnbreyting þykir nauðsynleg.  Rætt er um að danski bankinn FIH yfirtaki Kaupþing og að erlendir kröfuhafar komi að eignarhaldi hins nýja banka  Hugmyndinni vel tekið í stjórnkerfinu  FIH nú þegar í eigu íslenskra stjórnvalda Í HNOTSKURN » Danski bankinn FIH varlagður að veði fyrir 500 milljóna evra láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings skömmu áður en bankinn féll. » FIH er því í eigu ís-lenskra stjórnvalda sem stendur. » Fulltrúar erlendra kröfu-hafa íslensku viðskipta- bankanna þriggja hafa lýst yfir áhuga á að eignum þeirra, skuldum bankanna, verði breytt í hlutafé í þeim. Í kröfuhafahópnum eru margir af stærstu bönkum heims. » Þannig eigi þeir semmestan möguleika á að hámarka virði eigna sinna. Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is Arnhild Lauveng greindist með geðklofasýki á unglingsaldri, dvaldi á geðdeildum í áratug – en sigraðist á sjúkdómnum og menntaði sig síðan sem sálfræðingur. Saga hennar er firnasterk og oft á tíðum lyginni líkust. „Þessi áhrifamikla og einstæða bók lætur engan ósnortinn sem les hana af athygli.“ Sigurjón Björnsson, sálfræðingur „Vekjandi reynslusögur af þessu tagi eru ómetanlegar.“ Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Áhrifarík og makalaus reynslusaga H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA VESTURRjúpnaskot í VesturröstRemington og Winchester Samið við Hitaveitu Suðurnesja um kjarasamninga STARFSMANNAFÉLÖG Suður- nesja, Hafnarfjarðar og Vest- mannaeyja hafa náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja hf. um breytingar og framlengingu kjara- samnings aðila til sex mánaða, eða til 30. apríl nk. Félagsmenn fá tveggja launa- flokka hækkun frá 1. nóvember sl. og 21.000 króna eingreiðslu. Þá hækkar desemberuppbót í 67.500 krónur. Samkomulagið var samþykkt af félagsmönnum með miklum meiri- hluta atkvæða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.