Morgunblaðið - 21.11.2008, Side 22

Morgunblaðið - 21.11.2008, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Til lengri tímalitið eru all-ar for- sendur fyrir því að gengi krónunnar geti styrkst frá því sem nú er. Þó verður ekki framhjá því litið að flestir spá því að krónan falli fyrst eftir að hún verður sett á flot. Því má fullyrða að fyrstu skrefin við stjórn peningamála verða vandasöm þegar viðskipti með gjaldeyri færast í eðlilegra horf en nú er. Óljóst er hversu viðamikil inngrip Seðlabankinn verður með á gjaldeyrismarkaði. Yfir- lýst markmið er að draga úr óeðlilegum gengissveiflum. Inngripin mega samt ekki verða það mikil að gjaldeyris- forðinn brenni upp við að við- halda óraunhæfu gengi. Miðað við það sem komið hefur fram opinberlega er ólík- legt að svo verði. Þó er eitt sem hræðir í þessu samhengi. Mikil gengislækkun getur komið illa við fjölmörg heimili og fyrir- tæki. Veik króna getur jafn- framt kynt undir innfluttri verðbólgu. Af reynslunni að dæma eru líkur á að við slíkar aðstæður fari tækifærissinnar í stjórn- málum á stjá og kalli á frekari inngrip Seðlabankans. Mikil- vægt er að þeir sem fara með stjórn peningamála standi af sér slíkan málatilbúnað. Það er ekki í þágu al- mennings að sól- unda verðmætum gjaldeyrisforða í skammtímalausn- ir. Það verður að horfa lengra fram á veginn. Traust og trúverðugleiki eru lykilatriði næstu vikurnar. Upphlaup á Alþingi, sundur- lyndi í þingliði stjórnar- flokkanna og uppákomur sem einkennast af sýndarmennsku eru ekki til að auka traust á stjórnvöldum. Fólk þarf að geta trúað því að hér rói allir í sömu átt og sameiginlegt markmið sé að byggja fjár- málakerfið upp aftur. Þetta er meðal annars for- senda þess að gjaldeyrir komi aftur inn í landið og eftirspurn eftir krónunni aukist. Það verður líka að búa þannig um hnútana að erlendir fjárfestar, sem liggja með hundruð millj- arða króna í ríkistryggðum verðbréfum, vilji ekki hlaupa á brott með peningana við fyrsta tækifæri. Til að svo verði þarf að byggja upp trúverðuga sviðsmynd peningamála. Ef það tekst nær krónan fljótt jafnvægi. Viðskipti á gjaldeyrismarkaði aukast og forsendur skapast fyrir styrk- ingu krónunnar. Það er lykilatriði að koma gjaldeyrismálum Íslendinga í betra horf til að byggja ís- lenskt efnahagslíf upp á ný. Ekki á að sólunda gjaldeyrisforðanum í skammtímalausnir} Trúverðug sviðsmynd Samkeppniseft-irlitið hefur beint til mennta- málaráðherra al- varlegum athuga- semdum um hegðun Ríkis- útvarpsins, opinbers hluta- félags, á auglýsingamark- aðnum. Að mati Samkeppnis- eftirlitsins hefur RÚV ástundað skaðleg undirboð á auglýsingamarkaði. Fyrir- tækið hefur þannig brotið bæði lög og samning sinn við menntamálaráðherra um al- mannaþjónustu. Í samn- ingnum kemur fram að RÚV ætli að haga sér skikkanlega á auglýsingamarkaði; hafa gagnsæ viðskiptakjör og af- slætti, sem standi öllum til boða. Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar sannanir fyr- ir því að RÚV fari ekki eftir gjaldskrá sinni og bjóði iðu- lega verð, sem sé langt undir listaverði. Þá bjóði RÚV kost- un á miklu lægra verði en keppinautarnir. RÚV ohf. hefur ruðzt um með látum á markaði, sem er afar viðkvæmur og hefur orðið fyrir miklum áföllum að und- anförnu. Það hagar sér eins og fíll í postulínsbúð. Samkeppniseft- irlitið segir fullum fetum það sem for- svarsmenn RÚV hafa gjarnan orðið ógurlega móðgaðir yfir, ef talsmenn einkarekinna fjölmiðla tæpa á því; að hjá RÚV er enginn fjárhagslegur aðskilnaður, sem kemur í veg fyrir að fé skattgreiðenda sé notað til að niðurgreiða aug- lýsingastarfsemi. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráð- herra segir í Morgunblaðinu í gær að RÚV verði að haga sér skikkanlega á auglýsinga- markaðnum. „… ég legg ríka áhersla á það að Ríkisútvarpið hagi sér almennilega og sé ekki í einhverjum leik sem verður til þess að aðrir fjöl- miðlar eigi erfitt með að starfa hér. Það skiptir miklu máli og Ríkisútvarpið verður að átta sig á því,“ segir ráð- herra. Þetta er gott og blessað. En hvaða trygging er fyrir því að RÚV byrji skyndilega að fara eftir reglunum? Er ekki betra að taka freistingarnar frá for- ráðamönnum þess? Er ekki betra að taka freistingarnar frá forráðamönnum RÚV?} Fíll í postulínsbúð F yrir löngu las ég setningu sem sat í mér: „Það er aðeins þegar almenningur vill ekki búa við hina gömlu skipan og valdastétt- in getur það ekki sem bylting getur orðið sigursæl. Með öðrum orðum: bylting er ógerleg nema allt þjóðfélagið sé í kreppu.“ Höfundurinn var Lenín, verkið Vinstri rót- tækni frá árinu 1920. Nú kemur þessi setning til mín aftur og mér finnst sem hún lýsi nú- verandi ástandi hér heima. Almenningur sem vill ekki, valdastétt sem getur ekki og kreppa sem tekur til alls þjóðfélagsins. Þegar ég var barn lærði ég deilingu, þessa aðferð sem öllu getur sundrað, ef ekki með góðu, þá með svo og svo mörgum aukastöf- um. En aldrei hefði mig órað fyrir að ég ætti eftir að höndla með jafn stórar tölur. Á móti kemur að núllin eru mörg, en útkoman reiðarslag. Skuldabaggi sem fáeinir auðkýfingar hafa hnýtt þjóðinni. Að henni forspurðri. Á móti koma eigur bankanna þar ytra sem enginn hefur haft fyrir að lista upp svo almenningur geti mátað sig við það sem bíður hans. Hvað til dæmis ef lýsing fyrrum bankastjóra Landsbankans, Sigurjóns Árnasonar, reynist rétt: að þeim megi líkja við innihald frystikistu sem hefur verið tekin úr sambandi. Fólk spyr hvernig geti staðið á því að þvílíkur fjöldi erlendra sparifjáreigenda skyldi flykkjast með sparifé sitt í þessa svelgi. Svarið er: orðspor Íslands. Sem nú hefur snúist í andhverfu sína, öll 27 ríki Efnahagsbandalagsins voru einhuga um að Ísland skyldi greiða skuldina, án málsbóta. En hvað ef bankarnir íslensku hefðu náð að opna sín eitruðu útibú í enn fleiri löndum, að skuldin á hvert mannsbarn hefði ekki numið 4 milljónum heldur 40? Er ekki einhver brotalöm í sjálfu regluverki EES? Rifjast nú upp aðvörunarorðin sem voru viðhöfð þegar samningurinn var gerður árið 1994. Sam- kvæmt lögum sem þáverandi þjóðhöfðingi Íslands hugleiddi að neita að skrifa undir. Er ekki nokkuð ljóst að Ísland hefur um þessar mundir fengið hlutverk lambsins sem á að bera burt syndir heimsins? Öllum ber saman um að Ísland sé það land sem verst hafi farið út úr kreppunni, að hið glataða fé sé höfðatölu þjóðarinnar ofviða. Óskandi væri að alþjóðasamfélagið kæmi Íslandi til hjálpar, í stað þess að setja því úrslitakosti. Gætum við brotist út úr ógöngunum ein og óstudd (af öðrum en Færeyingum og þeim sem vilja rétta hjálpar- hönd, í stað hlekkja)? Höfum í huga að Evrópa á eftir að fara í gegnum sín reikningsskil, alls staðar ólgar og kraumar undir. Almenningur í Evrópu á eftir skuldaskil með þjóðfélagsólgu sem kynni að sópa burt núverandi toppum Evrópusambandsins. Auðvitað eiga þeir að borga sem ábyrgðina bera. En með því einu sem þeir geta borgað með: að standa upp úr stólum sínum og fara frá. peturgun@centrum.is Pétur Gunnarsson Pistill Góð ráð dýr Hvar liggja endi- mörk hagræðingar? FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is E kki virðast allir sam- mála um það hvort hægt sé að skera niður í heilbrigðisþjónust- unni um 10% á næsta ári án þess að það feli sjálfkrafa í sér skerðingu á þjónustu við sjúklinga og uppsagnir starfsfólks. Þannig töldu sumir viðmælendur Morgunblaðsins vel hægt að hagræða enn frekar í heilbrigðiskerfinu án skerðingar á þjónustu eða uppsagna en aðrir töldu ljóst að svo mikill niðurskurður myndi sjálfkrafa ógna lögbundnu hlutverki heilbrigðisstofnana. Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðisráðuneytinu mun ráðherra ekki ganga gegn lögum um hlutverk heilbrigðisstofnana í endanlegum sparnaðartillögum sínum þótt verið sé að leggja til sparnað og aukna hagræðingu í geiranum. Hins vegar sé ekki ólíklegt að þegar til lengri tíma er litið megi eiga von á ein- hverjum uppstokkunum í heilbrigð- iskerfinu, s.s. sameiningu stofnana og þróun í þá átt að ekki sé verið að vinna sama verkið á fleiri en einum stað. Þjónustan myndi færast til Samkvæmt heimildum blaða- manns er nú verið að skoða þann möguleika hjá bæði Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja og Heilbrigð- isstofnun Suðurlands að skera niður sérfræðiþjónustu á borð við skurð- og fæðingarlækningar til þess að verða við óskum ráðuneytisins um niðurskurð. Að öllu óbreyttu má reikna með því að sú þjónusta færist þá til Landspítalans, sem einnig er gert að spara, þannig að þeirri spurn- ingu er ósvarað hver hinn raunveru- legi sparnaður af slíkri ráðstöfun yrði í reynd og hvort sparnaðurinn vegi upp þá óhagræðingu sem fylgi því að sjúklingar þurfi að fara um lengri veg til þess að geta fengið þjónustuna sem áður var veitt í heimabyggð. Eins og kunnugt er sendi fjár- málaráðuneytið sl. föstudag öllum ráðuneytum beiðni um að skoðaðir yrðu möguleikar á 10% lækkun út- gjalda á næsta fjárlagaári vegna þeirrar stöðu sem upp væri komin í þjóðfélaginu í framhaldi af banka- kreppunni. Heilbrigðisráðuneytið áframsendi bréfið til allra heilbrigð- isstofnana landsins, sem eru hátt á fjórða tuginn, og fór þess á leit við stjórnendur að þeir skiluðu hug- myndum og tillögum að sparnaði sl. þriðjudag til þess að heilbrigðisráðu- neytið gæti unnið úr framkomnum tillögum og skilað til fjármálaráðu- neytis. Samkvæmt upplýsingum úr heilbrigðisráðuneytinu var verið að leggja lokahönd á hugmyndir og út- færslur ráðuneytisins í gær, en ekki var vilji þar að svo stöddu til þess að upplýsa hvað í þeim fælist. Bein launalækkun ekki leið Í samtali blaðamanns við forstjóra og framkvæmdastjóra nokkurra heilbrigðisstofnana vítt og breitt um landið í gær kom í ljós að meðal þeirra sparnaðarhugmynda sem menn horfðu til var að fækka legu- dögum, breyta deildum með sólar- hringsopnun í dagdeildir og minnka rekstrar- og launakostnað. Í því samhengi er fyrst og fremst talað um að draga úr yfirvinnu, stokka upp vaktakerfi, skerða vaktþjónustu og taka fyrir allar sporslur s.s. öku- styrk. Eigi slíkar breytingar að nást í gegn áður en nýtt ár gengur í garð þarf hins vegar að gera ráðstafanir mjög fljótlega. Ekkert reyndist hins vegar hæft í þeirri flökkusögu að til greina kæmi að lækka beinlínis laun starfsmanna, enda væri slíkt brot á kjarasamningum. Morgunblaðið/ÞÖK Spara Skoða möguleika þess að lækka kostnað heilbrigðisgeirans um 10%. SAMKVÆMT nýframlögðu fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 2009 var ráðgert að heilbrigðisráðuneytið hefði samtals úr 119,4 milljörðum króna að moða. 10% lækkun út- gjalda samsvarar því tæpum 12 milljörðum. Samkvæmt upplýs- ingum úr heilbrigðisráðuneytinu felast ríflega 70% útgjalda til heil- brigðismála í launakostnaði, en það samsvarar 83,6 milljörðum króna. Séu sparnaðartölurnar skoðaðar í samhengi þá samsvara 10% af rekstrarkostnaði Landspítalans á næsta ári 3,8 milljörðum króna, hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri samsvara 10% 450-500 milljónum króna, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 200 milljónum króna og hjá Heilbrigð- isstofnun Suðurlands ríflega 200 milljónum króna. Í samtölum blaðs- ins við forstjóra heilbrigðisstofnana í gær var ljóst að ekki sáu allir hvernig takast ætti að spara 10% nema með uppsögnum. NIÐUR- SKURÐUR ››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.