Morgunblaðið - 21.11.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
Íslenski
fáninn
Þjóðlegur
laugardagur
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
Hvað merkir
íslenski fáninn,
hvað má gera
við hann og
hvað ekki?
Fjársjóður í
íslenskri hönnun
Sigurður Þorsteinsson ræðir
möguleika og framtíðarhorfur
íslenskrar hönnunar
Lárus Pálsson
leikari
Röddin og Útvarpsleikhúsið
Njóttu laugardagsins til fulls.
Tryggðu þér áskrift á mbl.is/
askrift eða í síma 569 1122
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í
efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og
margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóðarinnar. Morgunblaðið leggur
áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
ÁGÆTUR nemandi minn frá fyrri
árum sem kýs nú að kalla sig „hús-
móður í Vesturbænum“ vakti athygli
mína á samanburði nokkrum sem henni
var hugstæður nú í fjármálakreppunni
og bað mig endilega koma honum á
framfæri, enda væri ég býsna kunn-
ugur kjörum þess þjóðfélagshóps sem
hún hafði samanburðinn við. Hún vildi
vekja verðuga athygli mína á því að lág-
tekjufólk sem býr við örorku eða fær ellilífeyri er árlega
krafið um endurgreiðslu á svokallaðri ofgreiðslu frá
Tryggingastofnun ríkisins og gæti oft verið um allháar
fjárhæðir að ræða og einkar tilfinnanlegar, alveg sér-
staklega miðað við kjör þessa fólks almennt, lágtekjuhóps
á heildina litið. Þetta þætti sjálfsagt mál, sagði hún, af því
að fullyrt væri að þetta lágtekjufólk hefði fengið of háar
greiðslur frá tryggingakerfinu. Þetta vekti hins vegar hjá
henni áleitnar spurningar um ofurlaunalið fjármálastofn-
ana og fyrirtækja, sjálftökuliðið svokallaða sem hefði al-
veg greinilega farið yfir öll skynsemismörk í launakjörum
öllum, kaupréttarheimildum og starfslokasamningum og
hvað þetta hét nú allt saman, sem þetta lið skammtaði
sjálfu sér af ofurrausn.
Nú er talað fjálglega um það að ekki skuli leita söku-
dólga og í því felst í raun réttri að ekki skuli hrófla við
þessum mönnum, þótt allir hafi séð og sjái hömluleysi
þessarar sjálftöku, út yfir allan þjófabálk eins og annar
fyrrverandi nemandi minn komst svo skemmtilega að orði
á dögunum. Og þá er komið að spurningu húsmóðurinnar
úr Vesturbænum.
Hvernig væri nú að farin yrði sama leið með þetta
ágæta lið og öryrkjana og aðra lífeyrisþega, fetað í fótspor
hins opinbera með innheimtu á ofgreiðslum þessa fólks,
farið rækilega ofan í allar ofgreiðslurnar til ofurlaunalýðs-
ins á undangengnum árum og þær innheimtar síðan að
fullu. Þar er áreiðanlega um verðuga borgunarmenn að
ræða sem ekki yrðu í vandræðum með að létta undir með
þjóðarbúinu og skila aftur ofteknum fjármunum? Það
hlýtur að vera tiltölulega auðvelt að reikna út þessar of-
greiðslur hverju nafni svo sem þær nefndust ekki síður en
greiðslurnar til lífeyrisþega og endurgreiðslurnar hljóta
að vera þessum mönnum ljúf og sjálfsögð þegnskylda,
sagði þessi ágæti nemandi minn frá fyrri tíð. Fordæmið er
fyrir hendi gagnvart þeim sem hvað lægst laun hafa í sam-
félaginu. Látið nú sjá að það sama gildi um séra Jón og
Jón! mega svo vera lokaorðin til þeirra sem málum stjórna
eða alla vega eiga að stjórna. Ég kem þessu hér á fram-
færi fyrir þessa góðu vinkonu mína og þykist viss um að
tilmælum hennar verður fagnandi tekið.
Ofgreiðslur þar og hér
Helgi Seljan, fv. skólastjóri
ATBURÐIR undanfarinna vikna orka sterkt á sam-
félagið, þeir láta engan ósnortinn. Ég sit einn við kerta-
ljós í rökkrinu og hugleiði atburði dagsins. Gatan fyrir
utan er hljóð en úr fjarlægð berst sírenuvæl. Ég læt hug-
ann reika til baka, til þess tíma þegar við hjónin vorum
ung að byrja fjölskyldulíf á sjöunda áratug seinustu ald-
ar. Á þeim tíma fór alda hugsjóna yfir veröldina þar sem
frelsi og lýðræði voru efst í huga ungs fólks, mótmæli
gegn Víetnamstríðinu og hverskyns ofbeldi ríkjandi
stjórnvalda fór eins og eldur í sinu um veröldina. Stjórn-
völd óttuðust um stöðu sína og grimmileg átök áttu sér stað á torgum
borga og bæja, þegar brynvarin lögregla réðst gegn mótmælagöngum
ungu kynslóðarinnar. En það var alveg sama hversu fjölmennu og harð-
snúnu liði stjórnvöldin öttu gegn ungmennunum, hugsjónum samtímans óx
stöðugt ásmegin. Þessi kynslóð hlaut nafnið 68-kynslóðin. Hugsjónir henn-
ar, sem bornar voru fram af eldmóði, undir merkjum friðar og frelsis
breyttu heiminum. Hann varð ekki samur eftir.
Og þá
Á þessum tíma var ég að hefja kennsluferil; ungur, óreyndur og á valdi
þessara stóru hugsjóna. Ég safnaði skeggi og mætti í kennsluna í ermast-
uttri skyrtu og snjáðum gallabuxum. Þetta voru dýrðlegir tímar, unga
fólkið hópaðist saman hvenær sem færi gafst til að spjalla, ræða hug-
myndafræðina, takast á um hugsjónir og stefnur. Róttæki hlutinn leit
hornauga til jakkaklæddu strákanna og „smart“ klæddu stelpnanna, sem
gengu snúðugt fram hjá með hælaskellum. Þetta voru lögfræðingar og við-
skiptafræðingar framtíðarinnar, Valhallarbúar, verðandi ráðherrar, for-
stjórar, þingmenn og frúr. Samfélagsólguna lægði smám saman, róttækl-
ingarnir dreifðust um heiminn, fóru til náms og komu svo aftur heim og
dreifðust um landið og fluttu með sér boðskapinn. Í þann tíma þótti það til-
heyra að fara út á land og taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Kenn-
arar, læknar, hjúkrunarfræðingar, framkvæmdastjórar atvinnufyrirtækja,
ráðunautar og allskyns fólk streymdi eftir vegunum út á land. Blómatími
landsbyggðarinnar var fram undan, tímabilið frá 1970-1990.
Og svo
Á seinasta áratug tuttugustu aldarinnar er ný kynslóð að ljúka námi, vel
menntuð, alþjóðlega sinnuð, framsækin og ákveðin í að sækja sér lífskjör,
sem foreldrarnir höfðu aðeins lesið um eða horft á úr fjarska. Borgin verð-
ur miðpunktur tækifæranna, úti á landi getur ekkert gerst og varla á Ís-
landi. Það er of lítið fyrir draumana. Alþjóðahyggjan er forsenda framfar-
anna, fjármagnið er drifkraftur manns og samfélags. Við gömlu
„pappakassarnir“ erum góðir þar sem við erum komnir, við kennslu í skól-
um og afgreiðslustörf í búðum og opinberum skrifstofum. Nú sjást ekki
lengur „draslaraleg“ ungmenni í hópum að ræða saman um samfélags-
gerðina og háleitar hugsjónir, tími útrásarinnar er í burðarliðnum þar sem
bruðl er dygð og allt er leyfilegt ef það fæst fyrir peninga. Forystumenn
samfélagsins, stjórnmálamennirnir, ýmist hrífast með eða sofa á verðinum.
Hjáróma varnaðarraddir eru þaggaðar niður eða þagaðar í hel, í besta falli
sagt að fara í endurmenntun. Hraðinn er svo mikill og angarnir margir að
öll yfirsýn týnist. Einkaþotur þeytast landa á milli, verðlaunaafhendingar
til heiðurs framsæknu fólki í viðskiptageiranum daglegt brauð og við hin
stöndum eins og nátttröll á sjávarkambi meðan veröldin geysist fram hjá.
Og nú?
Hvernig gat þetta eiginlega endað svona? spyrjum við hvert annað. Hver
veit? Ekki veit ég, enda ætlast enginn til þess af mér. Ég sit enn um stund
og sýsla í gullakistu „pensjónistans“ og dreg fram ýmislegt sem ekkert hef-
ur spurst til lengi. Á morgun held ég erindi á fundi hjá ungum sjálfstæð-
ismönnum, ég ætla að tala um sjálfan mig í þann tíma þegar hugsjónin lit-
aði lífið. Ætli ég hafi nokkuð að segja, sem þeim finnist vert að hlusta á?
Stend upp, slekk á kertinu og fer að sofa.
Gullakista „pensjónistans“
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi VG í Árborg
Merkilegustu
ummæli á Alþingi
hina síðustu daga
voru ummæli Öss-
urar Skarphéð-
inssonar þegar
hann svaraði
spurður um loft-
rýmiseftirlit
Breta hér: „Ég
kyssi ekki á vöndinn!“ Svo mörg voru
þau orð.
Síðan þá hefur áðurnefndur þing-
maður verið flengdur 28 sinnum með
vendi ESB og samt er hann og flokk-
ur hans æstur í að flýja smjaðrandi í
fang þeirra, leggjast fram, kyssa á
vöndinn og bíða þess að verða flengd-
ur einu sinni enn bara til þess að báð-
ar kinnar fái nú örugglega jafn mikið.
Oft hefur þessum þingmanni orðið
fótaskortur á tungunni en hér verður
ekki betur gert. Með þessu hefur
hann undirstrikað það að Íslendingar
hafa ekkert að gera í fang ESB. Þar
verðum við einungis flengd aftur og
aftur.
Við eigum ekki að ganga í ESB.
Þar verður hagsmunum okkar ekki
borgið. ESB er engin töfralausn á
vandamálum okkar. Ekki á meðan
fjármálastefna þeirra er eins og hún
er. Við þurfum að spara í útgjöldum
ríkisins. Er ekki alveg tilvalið að létta
af okkur flestum ef ekki öllum þess-
um sendiráðum í ESB-löndunum og
hafa bara einn sendiherra sem sinnir
Efnahagssambandinu. Það kom fram
fyrir hönd allra þjóðanna gagnvart
okkur.
Er þá ekki alveg eðlilegt að einn
sendiherra komi fram fyrir okkar
hönd gagnvart þeim. Svo ítreka ég
það sem ég hef áður sagt. Við eigum
að segja okkur úr því gagnslausa
sambandi NATO og gera það 30.
mars 2009.
Að kyssa
vöndinn
Einar S. Þorbergsson kennari.
Forystumenn sam-
félagsins, stjórn-
málamennirnir, ýmist
hrífast með eða sofa á
verðinum. Hjáróma varnaðarraddir
eru þaggaðar niður eða þagaðar í
hel, í besta falli sagt að fara í end-
urmenntun. ’