Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 sig ölvaða á almannafæri. pjóðin hafði Bakkus ekki lengur í heiðri. ]?að þótti hinn mesti ljóður á ráði ungra manna ef þeir sáust drukknir, enda drógu þeir sig í felur ef þeir vildu neyta víns, ástandið var líkt og hér gerðist á fyrstu árum kristninnar, er hin fornu goð voru blótuð á laun. þ>að kvað jafnvel svo ramt að, að gamlir drykkju- menn fundu að bindindishreyfingin stefndi í rétta átt. peir sögðu við unglingana: „Drekk þú aldrei drengur minn þó ég geri það. Vínið hefir orðið stærsta böl margra. Hefðu bindindisfélög verið til -á æskuárum mínum, liefði farið betur fyrir mér.“ ]?að er því óhætt að segja að bindindishreyfingin hafði um nokkurt skeið stórbreytt og bætt hugsunarhátt þjóðarinnar. Bindindismenn töldu sig liafa náð fullkonmum sigri þegar áfengið var rekið úr landi með bannlögunum. Enda voru lög þau samin samkvæmt vilja mikils meiri hluta þjóðarinnar, munu margir liafa litið svo á, að aldrei hafi verið afgreidd þarfari lög hér á landi og óhætt mun að fullyrða, að engin islensk lagasmíð hafi orðið frægari meðal erlendra þjóða. Allur hinn mentaði hcimur leit til íslendinga með lotningu og aðdáun fyrir að eiga siðgæðisþrótt, sem fær var um að reka áfengið af höndum sér, enda gengu ýmsar þjóðir í spor þcirra um þetta mál. Ekki verður því neitað, að nokkuð seitlaði undir stíflu þá, er lilaðin var undir áfengiselfuna, enda mun það opinbert leyndarmál, að ýmsir valdhafar gæltu laganna slælega. pó varð svo mikið gagn að bannlögunum að varla gat heitið að hér sæist ölvaður maður meðan þau vora í fullu gildi, hjá því er verið hefir bæði fyr og síðar. En skamma stund báru íslendingar gæfu til að forð- ast Bakkus. Mcðal þjóðarinnar höfðu altaf lifað all- margir, sem voru símöglandi yfir því að áfenginu skildi ekki vera leyft að kúga þá. pessir menn ginu yfir hverju

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.