Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI birtist íslenskur vorhugur, arnfleygur, heilbrigður og liressandi. Sæmir það vel ungum og vel gefnum sveita- manni. Sigrún Ingólfsdóttir frá Fjósatungu ritar um Skarp- héðinn Njálsson. Mikið færist sliilka i fang innan tvi- tugsaldurs, sem tekur sér fyrir hendur að skýra Njálu eða rökræða í stultri ritgerð um eina aðalpersónu sög- unnar, en brátt sést að hér er vandasömu verkefni fylgt með föstum og furðanlega öruggum tökum. Málið er alt í senn, ljóst, kjarnyrt og fagurt, laust við mærð og yfirlæti, og vel mega sumar setningar heita spak- mæli, svo gáfulega er að orði komist, eða hvað finst mönnum t. d. um þessar línur: „Líf manna er ofið tveimur meginþáttum, ívafi og uppistöðu. I uppistöðunni felast erfðir, kynfylgjur, með- fæddir hæfileikar og ósjálfráðar tilhneigingar. En i ívafið er spunnið uppeldi, venjur og atvik.“ Sigrún fylgir Skarphéðni í gegnum alla sögu hans með glöggskygni og nákvæmni góðs ritskýranda. Hiin finnur að Skarphéðinn tók stolta stórvirkjaþrá i arf frá móður sinni og fornri víkingsöld. Hann var fæddur betja að liug og orku, sem hlaut að beita kapp- lund sinni um skeið, á úfnum sæ harðræða og svaðil- fara og að því 'búnu bar honum að taka mannaforráð og slýra sveit eða héraði með hermanns liendi. Sbk hefðu örlög Skarphéðins orðið, ef bann hefði mátt njóta sín. En Sigrún finnur að Njáll kennir geigs frá stór- brotinni skapgerð sonar síns, og að faðirinn bar ægis- hjáhn yfir stóra barninu, með speki sinni, friðsamlegum og djúpsettum ráðum. Hún leiðir ítarleg rök að því, að það var eðlilegt að Skarphéðinn sprengdi fjöturinn og kynni sér þá ekki hóf, því að hann hafði verið beygður svo oft og lengi. Ekki get eg still mig um að geta þess, sem Sigrún segir um þá fóstui-feðga, Njál og Hösluild Hvítanes- goða:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.