Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI í Sandgerði og U. M. F. Reykjavíkur. Síðar, þennan sama vetur, hættist við U. M. F. Akraness, og í fyrra vor, þegar U. M. F. Velvakandi var stofnað í Reykja- vík, gekk það strax í sambandið. Nú hefir U. M. F. Reykjavíkur verið ]agt niður og starfar þvi ekki meira og s.l. sumar sagði U. M. F. Miðnesinga sig úr sam- bandinu, svo að nú eru aðeins 4 félög í því með sam- tals 278 félögum. Fjárhagur samhandsins hefir jafnan verið þröngur og þvi minna um framkvæmdir en vera ætti, þó má geta þess, að það hefir lítiilega styrkt heimilisiðnaðarnám- skeið hjá U. M. F. Akraness og kostað glímukennara til U. M. F. Miðnesinga um 3 vikna tíma. Fyrirlesarar hafa verið sendir til félaganna nokkrum sinnum, en þeir hafa jafnan verið léttir á sjóði sambandsins. Siðan sambandið var stofnað hefir árlega verið hald- inn einn samfundur með öllum félögunum, sitt árið hjá hverju félagi. Nú hafa fundir þessir verið Iijá öll- um félögunum og á því næsti fundur að vera á ping- völlum 26. júní í sumar, en síðan Iijá félögunum til skiftis, eins og áður, með þeirri hreytingu að hvert fé- tag á að sjá um fundinn lijá sér og allan undirhúning og móttökur. Eru fundir þessir flestu öðru betri til að treysta sambandið milli félaganna og auka kynningu og samstarf. En sterkust og afkastamest fyrir málefni sín verða félögin jafnan með því að starfa sem mest saman, þar sem því verður við komið. Og til þess nú ennfremur að efla þessa samvinnu og kynningu milli félaganna í U. M. S. K., var á síðasta héraðsþingi okkar ákveðið að félögin skiftust á mönnunx er flyttu ræður, erindi eða málefni á fundum þeirra. Gerir það fundina fjölbreyttari og treystir félags- og vináttuhöndin. Enn fremur var ákveðið að gefa út fjölritað blað er konxi nxánaðarlega, og er sent til félaganna og lesið á fund- um þeiri-a; einnig er það sent sanxbandsstjórn og öll- um héraðsstjórnum. Sérstök nefnd stjórnar blaðinu og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.