Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 25
SKINFAXI 25 „Ást Njáls á Höskuldi er takmarkalaus og alls ekki erfið til skilnings, ef betur er að gáð. Höskuldur var honum annað og meira en sonur. Hann var handaverk hans, einskonar lifshugsjón ldædd holdi og blóði. Njáll Htur hann með sköpunargleði, sér i honum uppfylling vona, ræting drauma sinna. Hann tekur hann fram yfir alt annað, eiginkonu, syni, jafnvel að hann missi venjulega varúð, víðsýni og skilning hans vegna..“ — Mér finnast orð þessi svo viturleg, lýsa svo mikilli þekk- ingu á sögunni, kjarna hennar og lífspeki, að undrun sætir. Greinarhöf. finnur að Njáll er íriðsamur, vitur, hógvær og' góðgjarn, frábitinn blóðhefndum, lætur raunar undan þeim, sem nota vilja mannavíg, þegar virðing liöfðingja liggur við, en þó er sem jafnan setji að honum óhug, þegar hann fréttir af vígaferlum og finnur að „jafnan orkar tvímælis þó hefnt sé.“ Hann er kristinn höfðingi á friðar og laga öld, enda segir hann, að „með lögum skal land byggja.“ Ilann finnur allar hinar stærstu vonir sínar rætast með Höskuldi. Höskuldur er friður, góður, glæsilegur og vinsæll, fyr- irmyndar höfðingaefni, því er það rétt, að Höskuldur er hugsjón Njáls klædd lioldi og blóði, enda ann hann fóstursyni sínum af alliug, ann honum takmarkalaust, og missir því af venjulegri varúð, víðsýni og skilningi lians vegna. Höskuldar vegna stígur hann á annara strá. Hann gengur feti framar en kröfur siðgæðis bjóða honum, þegar hann notar djúpsett ráð til að afla Hös- kuldi goðorðs. petta olli hinum fláu ráðum Valgarðs gráa, sem dró þá saman Skarphéðinn og Mörð, svo J>eir feldu Höskuld. pá voru bjartir og stórir draumar Njáls að engu orðnir. Örlögin, sem böf. Njálu leggur svo mikla áherslu á, létu ekki að sér bæða. Veilan i réttlætiskröfu Njáls hefndi sín. Góðar gáfur, skynsamlegt uppeldi og réttur skóli, hef- ir verið stilt saman og sýnir almenningi ágætar grein- ar ungra höfunda. Greinar þessar og Ársritið yfir höfuð

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.