Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 31
SKINFAXI 31 a'ð vinna að meira eða minna leyti með höndum sín- um. Og sárfáir eru þeir, sem ekki eru einhverntíma svo settir, að þeir kjósi að geta unnið eitt eða annað sér til fyrirgreiðslu, þægirida eða ánægju. Margan rek- ur nauðsynin harðri hendi til að vinna það sem hann vart kann eða er maður til, stundum vegna þess að menn hafa þá ekki hirt um að temja sér þau vinnu- brögð í tima, er þeim kom vel að kunna og vissu svo lílil skil á, er á þurfti að lialda. — Hin þekta og alvar lega setning leiðtogans alkunna (sem einnig var hand- iðjumaður): „Sá sem ekki vill vinna á ekki heldur skilið mat að fá,“ stendur enn í fullu gildi. petta er alment um vinnuna sagt, en liér var ætlun- in að koma nokkuð nær sérstakri tegund handavinn- unnar, heimilisiðnaðinum — heimaiðjunni — eins og eg vil mega kalla það. )?að er alkunnugt, að hér á laridi, eins. og reyndar i öðrum nálægum löndum, hafði fólk til forna mikla heimaiðju,væna og nothæfa að þeirrar tíðar hætti,svoað vart þurfti út af heimili að leita til þeirra daglegu þarfa og tilfæririga, er alment útlleimtust. Sögurriar hera víða með sér áð í fornöld var hér á landi svo mikil heittia- iðja og göð, að flutt vár til útlanda allmikið auk þess, sem landsmenn sjálfir notuðu og höfðu þörf fyrir. pannig voru t. d. voðir ýmiskoriar, fataefni (og föt) seld og útflutt fnjög almérit. pessi mikla heimiðja hélst til allrar hamingjii og blessunar lengi frarn eftir öldum og eflaust liefir það riiiklu ráðið og hjálpað til lífsviðurhalds þessarar þjóð- ar, á þeim verstu tírrium, hve sjálfbjarga fólkið var bæði til klæðnaðar og álialda allskonar. Á seinni tímum tók þetta þó mjög miklum breyting- rim, aðallega með greiðari samgongum við útlörid og auknum viðskiftum. Mcnn fengu of mikla tröllatrú á allri vélaiðju nútímans, eins og hefðu þeir himininn í höndum sér, svo framar þyrftu þeir sjálfir ekkert að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.