Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Síða 23

Skinfaxi - 01.02.1927, Síða 23
SKINFAXI 23 ■vel, sem hugur þcirra stendur til. Skólinn vill ekki fella kensluna í föst og fyrirfram lögskril’uð forni, nemend- ur eiga að venjast þvi i skóla þessum að sníða sér stakk eftir vexti. Fyndinn náungi sagði, að þegar hann hugs- aði um suma ríkisskóla, dytti sér oft í hug sagan af ræningjanum, sem lagði alla er liann náði í, í sama rúm, og teygði þá stuttu þangað til þeir urðu nógu langir í hvíluna, en hjó af fótum þeirra hávöxnu uns þeir urðu nógu stuttir. Laugaskólinn vill semja rúm sín eftir mönnnm en ekki menn eftir rúmum. Yfir höfuð má segja, að reglugerðin sé ha'ði frumleg og frjáls i snið- um, hún er betur miðuðviðsjálfsnám og vaxandi þroska en títt hefir verið um lög annara skóla, enda er for- göngumönnunum það ljóst, að skólinn á að vera „gró- andi stofnun vaxandi þjóðar.“ Skólastjóri á nokkrar einkar vel ritaðar greinar í hók- inni. Má mikið af þeim ráða um hugsjónir hans gagn- vart skólanum, stefnu og anda þann, sem liann vill að ríki þar. Mun flestum finnast þar vænlega horfa, enda er það að vonum, því að Arnór skólastjóri hefir unnið af miklum áliuga og dugnaði að þvi að koma skólanum á fót, og mun það vel ljóst, að það er liann, sem heldur á fjöreggi skólans. prír nemendur frá Laugum eiga greinar í ritinu og eru þær skólanum til hinnar mestu sæmdar. póroddur Guðmundsson frá Sandi nefnir grein sína „Saineining sundraðra krafta“. Óvenju léttur og lipur stíll einkennir grein þessa mest. Má ætla að mcð vax- andi þroska höf. leiki íslcnskan á kostum i höndum hans svo af beri. Greinin fjallar uin samtök, bygging og ræktun sveita og er hún rituð al' eldmóði liins bjart- sýna æskumanns. Höf brennur af framfaraþrá, og trú hans á framtíð lands og þjóðar er hrífandi. Elcki verð- ur sagt að grein pórodds sé þrungin af frumlegri liugs- un né djúpsæi, enda er þess ekki að vænta, þar sem jafn ungur maður ritar um þetta mál, en í greininni

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.