Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI um, og hafa unnið mikið á tii umbóta, hvert i sinu hér- aði, svo að skarð mundi þykja fyrir skildi ef þau legð- ust niður. — Bindindisheit félaganna er vel virt, svo að óvíða mun betur, og er það ljóst vitni um þroska félag- anna, því að i kjölfar virðingar fyrir sínum eigin lög- um sigla aðrir kostir þeir, sem ágætan gera félags- skap okkar og störf hans. Guðbj. Guðmundsson. r Arsrit nemendasambands Laugaskólans. Arnór Sigurjónsson skólastjóri á Laugum samdi ágæta grein um langa og merkilega haráttu þingeyskra ungmennafélaga fyrir skóla sinum. —■ Grein þessi var prentuð í Skinfaxa fyrir nokkru. —- Nú er þessu stóra verki félaganna lokið. Skólinn er kominn á fót; var hann fjölsóttur í fyrravetur og fór mikið orð af honum. Nemendur skólans stofnuðu félag og ákváðu að gefa út ársrit. Fyrsta hefti þess kom s.l. haust og hefir margt og mikið verið ritað um hók þessa, enda er hún hin merkilegasta. Allir ungmennafélagar ætlu að kaupa rit- ið, meðal annars vegna þess, að það ber hoð frá mikils- verðri stofnun, sem ungmennafélagar liafa liarist fyrir. I ritinu er birt reglugerð skólans, lög ncmendasam- handsins og skólaskýrsla. Gefa þessir þættir ritsins ítar- lega. fræðslu um hinn nýstofnaða skóla, starf hans og háttu. Reglugerðin og athugasemdir þær, sem henni fylgja, sýna, að kennarar og meðráðamenn þcirra heima i héraði, eru mjög sjálfráðir um stefnu sina og kensluaðferðir, og eftirtekiarvert er það, að nemend- ur eldri deildar fá að ráða því, hvaða námsgreinar þeir Jeggja mesta alúð við. Með þeim hætti njóta þeir þess

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.