Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI munu gcfa mörgum ástæðu til að gleðjast yfir góðum vonum um það, að Laugaskólinn reynist bjartur morg- ungeisli vaxandi alþýðumenningar á landi hér. G. B. Minningarrit. Sagnfræði er sú grein bókmenta, sem mesta þýðingu hefir haft fyrir Islendinga á liðnum öldum, og svo mun verða meðan þeir Iiafa rnætur á tungu sinni og þjóð- legum fræðum. Sagan getur komið fram í ýmsum myndum svo sem kunnugt er. Hún getur sýnt svip og einkenni heillar þjóðar. Hún getur lýst lífskjörum ætta og einstaklinga. En á félagsöld þeirri, er við lifum á, hljóta að myndast sögur um samstarf eða félagsátök ýmsra flokka, er að sérmálum starfa. En hvernig sem hin ýmsu afbrigði sannrar sögu kunna að vera, þá er þeim það öllum sameiginlegt, að þau eru skuggsjá mannsandans og örlaganna. þar má sjá hin miklu straumhvörf i hugsun og háttum ein- staklinga, félaga og lieilla þjóða. par má sjá skifti harms og hugðarefna, hamingju og óláns, og þar finst hinn mikli munur æskumanna og öldunga. Sagan leiðir nútíðarmenn i gegnum völundarhús það, sem ættstofnar þeirra hafa farið, alla leið frá því að menn- irnir voru næsta líkir siðlausum dýrum, sem mátu hnefarétliun mest af öllu, og til þess að verða hugsandi vera, sem að minsta kosti í orði og stundum á borði setur réttláta skynsemi í dómarasætið og getur því litið á menn og málefni með hróðurhug og sanngirni. Sagan færir mönnum heim sannanir um það, að hjaðningavig og hyltingar allra alda eru förnir, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.