Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 9
SKINFAXI 9 Eitt dæmi þess er það, að við verðum altaf að nota er- iend tungumál i þessum skiftum. Viðskiftamennirnir erlendu leggja það ekki á sig að læra íslensku, til þess að eiga hægra með að skifta við okkur. Nei, það erum við, sem eigum að læra þeirra mál. Fámennið á líka nokkurn þátt í þvi, að þetta er þannig. Kaupsýslumönnum okkar er ekki talið nægja eitt er- lent mál. pað er Jíka rétt. Og þeim er fyrst kend danska. Svo kemur enska. par næst þýslca. ]?á er franska. Og spánska rekur loks lestina. Sumir láta sér þó nægja eitt eða fleiri af þessum málum. En það nægir varla. Kaup- sýslumenn stóru þjóðanna, — t. d. Englendingar, pjóð- verjar og Frakkar — skirrast í lengstu lög við að nota aðra tungu en sína eigin. þeir telja þjóðernismetnaði sinum misJjoðið með því. ]?ó rekur nauðsynin þá iðu- lega til að nota erlend mál. En þeir gera það ekki óneyddir. Og við viljum livorki né getum neytt þá til að nota íslensku. Afarmikill tími eyðist í að læra öll þessi tungumál. ]7að mun ekld ofmælt, að það nám lengi skólavist margra um eitt ár eða tvö. þetta er ekld lítils virði, þeg- ar „timinn er peningar“ frekar en nokkuru sinni fyr, og verkefnin hiða alstaðar. ]?að er liart að þurfa að eyða Jöngum tíma til óþarfa, óþarfa, sem þó er ekki hægt að losna við eins og nú standa sakir. Við íslendingar erum ekki eina þjóðin, sem eigum við þessi ókjör að búa. Síður en svo. Allar þjóðir hafa svipaða sögu að segja. Og stórþjóðirnar eru ekki alveg lausar við erfiði málanámsins. J?ó gætir þess miklu minna hjá þeim. ]?ær standa nær því að vera sjálfum sér nógar, einnig í þessu. það er elvki lil nema eilt úrræði, sem vinnur bót á þessum vandkvæðum. Og það er a 1 h e i m s m á 1. Með þvi er átt við mál, sem allar þjóðir nota, altaf og alstað- ar, þegar útlendingar eig'a lilut að máli. ]?etta mál er svo kent í öllum skólum um gervallan heim — nema

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.