Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI tækifæri, sem þeim bauðst til þess að hnekkja bannlög- unum, og tækifæríð kom fyr en varði. Rödd beyrðist sunnan úr heimi frá lítt mentaðri og ófrjálslyndri þjóð. Hún kallaði tii Islendinga og skipaði þeim að opna land sitt fyrir spöhskum vínum. Löggjal'arvaldið beygði sig umsvifalaust fyrir erlendum vfirgangi og innlendri ómensku. Aldrei hefir lítihnenska og heigulsháttur setl svartari blett á þjóðina. ]?ví var raunar ijorið við, að illa myndi ganga með fisksölu til Spánar, ef Spánver- jum væri ekki sýnt tillæti, en sú hefir orðið raunin á, að fiskikaupmenn hafa aldrei kvartað meir yfir slæm- um fiskmarkað en seinustu árin. Hefir því fórnin kom- ið að litlum notum. Margar stórfórnir og dýrar hafa íslendingar fært þorskinum, en þessi Spánverja fóm tekur þeim öllum fram og mun aldrei verða metin sem vert er. pað var rcynt að breiða yfir þetta hneyxlismál með því að láta bannlögin hanga að nafninu, Með þeim hætti varð ís- lenska þjóðin sem kúgaður ræfill i hálfhrundum kofa. pjóðin liafði með bannlögunum reist sér glæsilegt vígi. ]?aðan gat liún varist einum hinum versta óvini er að henni sótti, ef vel hefði verið á haldið og blotið mikla virðingu af, en eftir spánarsamninginn var hið fræga varnai’vígi íslendinga orðið að greni, sem hægt var að skriða út og inn um eftir vild. t þessu greni hafa áumustu mannræflar þjóðar sinnar unnið að okursölu (ileyfilegra vina, og lögreglan er á sífeldum þönum við að elta þá sem selja og drekka sterku vínin, nokkrum bersyndugum er kastað í steininn, en liinir eru hundrað sinnum fleiri, sem neyta áfengis óáreittir, meðan ekki sannast á þá að þeir hafi drukkið hin forboðnu vin. Hálfkák þetla er óviturlegur og andstyggilegur skrípaleikur, sannkaltað tákn um óheihnda og blekk- ingavefinn, sem vafinn er að höfði þjóðarinnar, eða munu Spánarvínin nokkuð óskaðlegri en annað áfengi? pvi mun fjarri fara. Vinir þeirra telja þeim það lil gild-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.