Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 11
SIÍINFAXI
11
hvaða mál eigi að velja til þess. Skiftast menn þá í tvo
aðalflokka. Halda aðrir fram einhverri þjóðtungu, en
hinir listgerðu máli, sem hefir verið samið eða smiðað
i þeim lilgangi, að verða hjálparmál. þetta tvent skal
nú athugað nokkuru nánar.
Eitt hið þýðingarmesta atriði viðvíkjandi því, að við-
iialda þjóðerni sínu, er að varðveita tungumál sitt hreint
og óspilt. Sú þjóð, sem tapað hefir tungu sinni, er í
raun réttri ekki lengur sérstök þjóð; hún er runnin
inn í þá þjóð, sem hún liefir fengið nýja málið frá.
„Tungumálslaus þjóð er eins og hjartalaus maður,“
sagði Grundtvig gamli, og hann vissi hvað hann söng.
]?að var og upphaf viðreisnarbaráttu okkar íslend-
inga, að hreinsa íslenskuna og lyfta henni upp úr nið-
urlægingu dönsku þrælkunarinnar á þann bekk, sem
hún með réttu á sæti á, — meðal snjöllustu tungumála
heimsins. Nægir í þessu samhandi að nefna Eggert
Ólafsson og þá Fjölnismenn.
Ef nú mál einhverrar stórþjóðar — t. d. Englend-
inga —■ væri gert að alheimsmáli á þeini grundvelli,
sem áður var nefndur, — hvernig ætli þá færi fyrir
oklair íslendingum? Eusk áhrif yltu inn yfir okkur eins
og himinhá flóðhylgja, sem ekkert fær staðist, og eftir
furðu fáa áratugi yrðum við búnir að glata andlegu
sjálfstæði okkar, og líklega því efnislega og stjórnar-
farslega líka. Englendingar væru búnir að gleypa ökkur
í sig, og við yrðum í kviði þeirra um aldir alda.
Svipuð yrði sagan um fleiri smáþjóðir. pær fengju
ekki rönd við reist. petta vita þær margar, og sporna
því af alefli við því, að ein eða önnur þjóðtunga nái
heim syfirráð um.
En mótstaða smáþjóðanna ein saman hrykki skamt.
Smælinginn verður altaf að heygja sig fyrir þeim, sem
valdið hefir. Eins í þessu sem öðru. Ef stórþjóðirnar
samþyktu eitthvert alheimsmál, þá yrðu þær smærri
nauðugar viljugar að gera hið sama, þó að þær vissu