Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI jarðar nærri Hvítárbakka. Með samkomulagi viö eig- anda þeirrar jarðar má leiða vatnið úr þeirri laug heini í Hvítárbakka, bita með því allan skólann og nota það síðan í sundlaug eins og pingeyingar gera. pelta kostar allmikið meira en á Laugum, þvi að leiðslan er lengri. En ef ungmennafelögin i héraðinu beittu sér fyrir málinu, þá mundi það vinnast, áður hlörg ár líða. Kostnaðurinn við þessa framkvæmd yrði að nokkru leyti aðflutt efni, steinlim og pípur, sum- part vinna við torfgarð utan um leiðsluna og að gera hina steinsteyptu laug. Tillaga mín er sú, að ungmennafélögin í héraðinu beiti sér fyrir málinu, reyni að fá vinnuloforð til verks- ius heima fyrir en sæki síðan um styrk til þingsins fyrir aðkeypta elninu. Erfitt yrði að neita þeirri bæn ef vinnan væri gefin til verksins. Tækist þetta, mundi slík sundlaug í miðju héraði bjarga mörgum manns- lifum, og verða fil ómetanlegs gagns fyrir iþrótta'- starfsemi ungmennafélaganna. J. J. Heimaiðja. i. Handavinna — handiðjan — liefir um ómuna aldur verið eitt af aðalbjargráðum mannanna. pekt hefir hún verið og iðkuð með nálega öllum þjóðum og mann- flokkum, jafnvel þegar á mjög lágu menningarstigi. pað er þvi að vonum, að menn á öllum tímum liafi kunnað að meta gildi hennar og nytsemi. Hefir það þó að vísu verið nokkuð mismunandi eftir tímaskift- um, ástandi ým'su og liugsunarhætti manna og skoð- unum. Menn hafa sí og æ fundið nauðsyn hennar og kosti. Aðeins fátt manna liefir til skamms tima komist lijá þvi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.