Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 17
SKINFAXI
17
sér um útkomu annarshvors blaðs, en félögin til skiftis
um annaðhvort. Blaðinu er ætlað að koma út 8 sinnum
á ári, og kom 1. tbl. 1. desember s.l. Féíagsmenn geta
fengið blaðið keypt og eru kaupendur þegar orðnir
allmargir.
Haustið 1923 byrjaði héraðsstjórnin að halda fundi,
einu sinni i mánuði, fyrir alla ungmennafélaga utan
af landi, sem dvelja liér í bænum vetrarlangt eða skem-
ur. Eru þeir félagar ekki fáir, sem hingað koma á
hverju hausti og dvelja hér þann tímann, sem félags^
starfið er í mestum blóma heima hjá þeim og hverfa
ekki heim fyr en á vorin að starfstíminn er úti. Margir
munu þeir félagar nú orðnir, sem af þessum orsökum
hafa oltið út úr félagsskapnum fyrir fult og alt, án
þess þó að það væri ætlun þeirra, og vildum við með
fundum þessum reyna að sporna við þessu, með þvi
að bæta félögunum að nokkru missi þeirra ánægju-
stunda i sinu félagi, sem þeir fara á mis við, vegna fjar-
veru sinnar. þetta hefir tekist vonum framar, einkum
þegar þess er gætt, að þangað koma allir ókunnugir hver
öðrum, eiga aðeins það eitt sameiginlegt að allir eru
ungmennafélagar. — Á fundum þessum hafa verið
sagðar fréttir frá félögum, rædd ýms þau mál er snerta
ungmennafélagsskapinn, sagðar og lesnar sögur, flutt-
ir fyrirlestrar, sungið og skemt sér á ýmsan liátt. Skrif-
að blað kemur á hverjum fundi, sem félagarnir rita
sjálfir og er skipuð ritnefnd á hverjum fundi, er sér um
það. Er blað þetta nefnt „Farfuglar“ og hafa fundirnir
hlotið nafn af blaðinu og nefnast alment „Farfugla-
fundir“. Fundi þessa sækja að jafnaði 70—100 félagar
og stundum fleiri, úr félögum hvaðanæfa af landinu.
Munu þau félög nú fá, sem ekki hafa átt einn eða
fleiri fdaga sina á einhverjum af fundum þessum, enda
munu að jafnaði vera nálægt 300 aðkomufélagar hér í
bænum á vetrum. Sum félög hafa átt sér milli 30 og 40
félaga í einu. Almenn ánægja er meðal félaganna yfir