Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 8
8 SKINíAXI og vandaðri veggmynd úr skóginum (ljósmynd). Verð- ur happdrætti um myndina innan U. M. F. í., til ágóða fyrir skóginn. Formönnum ungmennafélaga verða sendir miðar til sölu meðal félaga sinna. Vona eg að þessu verði vel tekið. pá hefi eg í hyggju að gefa út vönduð bréfspjöld með prýðilegum myndum af prastaskógi. Vil eg slá með þvi tvær flugur i einu liöggi: Auka þekking á skógin- um og afla honum nokkurra tekna. Bréfspjöldin mun eg senda stjórnum U. M. F. til útsölu. peim ungmennafélögum, sem eignast vilja slækkað- ar ljósmyndir úr prastaskógi, gefst kostur á að fá 18x24 cm. mynd fyrir kr. 7.50 og % arkar mynd fyrir 15 kr. Eg afgreiði pantanir, gegn fyrirframgreiðslu eða póstkröfu. — Ef ágóði kann að verða af slíkri myndasölu, rennur hann til skógarins. Eyrarbakka, 15. nóv. l!)2(i. Aðaisteinn Sigmundsson. Esperanto. 2. Um alheimsmál. Við erum fámenn þjóð, íslendingar. pað her ekki mikið á okkur í heiminum. Aðrar þjóðir eru ekki upp á okkur komnar. Hitt er annað mál, þótt þær liafi margvísleg not af okkur. En við erum ekki sjálfum okkur nógir. Við þurfum margs þess, sem land okkar megnar ekki að veita. Auðvitað mætti nota gæði þess betur en gert er. En það myndi samt ekki nægja. Við hljótum því jafnan að hafa mikil skifti við aðrar þjóð- ir. Vitanlega er þeim líka hagur að skiftunum. En svo er að sjá, sem nauðsynin &é öllu meiri okkar megin.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.