Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI erfiða, og allra síst nokkuð að gcra í höndum sér. pað hjálpaði og til, að fólk fór að flytjast úr sveitum til kaupstaða og sjávarþorpa, svo að miklu mannfærra varð í sveitum en áður. — En það sem vafalaust liefir orðið heimaiðjunni hér á landi að mestum hnekki, er skemdur hugsunarháttur og skortur dómgrcindar á gildi heimaiðjunnar samanhorið við gæði ýmsra að- fenginna hluta. pessi vanhugsaða nýungagirni manna og fýsn eftir einhverju aðfengnu, kom þeim oft til að kasta frá sér og nota að engu það, sem heima varð unn- ið og stundum var jafnvel betur við hæfi. Frh. Guðm. frá Mosdal. Námskeið. íþróttanámskeið hefir verið haldið hér í Reykjavík nú í vetur, frá 1. olct. til síðasta febr. íþróttasamband fslands og U. M. F. í. liafa gengist fyrir námskeiðinu og kostað það. Aðalkennari námskeiðsins er Jón por- steinsson, skólastjóri Mullersskólans, og margir aðrir af lielstu iþróttamönnum bæjarins kenna á námskeið- inu. — Iíent hefir verið: sund, ísl. glíma, einmennings- íþróttir, knattspyrna, þjóðdansar, íþróttaleikir o. fl. íþróttir. 29 menn eru stöðugir nemendur námskeiðsins, auk þess hafa nokkrir menn stundað þar nám um lengri eða skemri tíma. Nær því öll héruð eiga einn eða fleiri nemendur á námskeiðinu, enda er tilgangurinn með þvi einkum sá, að ungmennafélög og iþróttafélög um land alt geti átt kost á hæfum íþróttakennurum. Áhugi þjóð- arinnar fer vaxandi, sem betur fer, og þúsund ára þjóð- hátíðin rekur eftir. Öllum ætti að vera það hið mesta áhugamál, að iþróttaflokkur yrði þjóðinni til sóma á afmælishátíðinni. FÉLAGSMtENTSMIÐJAN

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.