Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 19
SKINFAXI 19 skýrslum hafa verið haldnir fyrra ár (1925) 62 fundir og fluttir að tilhlutun félaganna 13 fyrirlestrar. Öll fé- lögin hafa skrifuð blöð og liafa komið af þeim sam- lals 34 blöð. Er þess að gæta hér, að U. M. F. Velvak- andi var stofnað í maí þetta ár með aðeins, 18 félögum, en U. M. F. Reykjavíkur var hætt störfum, svo allar þessar tölur hafa áður verið hærri og verða það einnig strax næsta ár. U. M. F. Akraness hefir nú um nokkur ár haldið nám- skeið í ýmsum heimilisiðnaði. I fyrra hélt það nám- skeið i bastiðnaði og sóttu það um 30 nemendur. það gekst fyrir tveim skemtunum til styrktar bágstöddum, jólaskemtun fyrir börn þorpsins og hélt hlutaveltu til ágóða fyrir leikfimishús. Félagið starfrækir bókasafn hreppsins og á það nú 700 bindi. Fastur söngflokkur (blandað kór) starfar altaf undir stjórn eins af félög- unum. Að tilhlutun félagsins voru haldnir 9 fyrirlestr- fyrir almenning, allir alþýðlegs og fræðandi efnis. Félagið á stórt og myndarlegt samkomuhús, hálft, á móti Fiskifélagsdeildinni þar. U. M. F. Miðnesinga í Sandgerði er ungt félag, stofn- að 1921. Eigi að síður liefir það eftir atvikum verið mjög duglegt og framkvæmdamikið. )?að hefir gefið yfir 100 dagsverk til vegagerðar fyrir hreppinn og auk þess lánað honum 400 kr. til vegarins. I fyrra tók það allstórt land á leigu, sem það ætlar að rækta á næstu árum. Til að afla fjár til þessa og annara framkvæmda sinna hefir það sýnt sjónleiki á vertíðinni og einnig haft lóð, sem ýmsir formenn hafa tekið af félaginu til skiftis i róðra. Hafa félagarnir svo sjálfir verkað þann fisk, sem á lóðina hefir fengist, og selt. Hefir þetta veitt fé- laginu stundum nokkrar tekjur. Fyrsta árið, sem félagið var í sambandinu, gaf það 100 krónur til prasíaskógar, og náði það þeim peningum inn með bögglauppboðum á fundum sinum. Sýnir þelta ljóslega live góður vilji má mikils og mættu fleiri félög feta í fótspor þess og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.