Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 21
SKINFAXI
21
árlega og hefir altaf borið sigur af hólmi, þar til s.l.
vor, að það tók ekki þátt í hlaupinu.
U. M. F. Drengur hefir allmikið starfað með U. M. F.
Afturelding að íþróttum, svo sem áður er getið. Hefir
félagið jafnan haft íþróttaflokk, og sá flokkur jafnvel
lagt mikilvirka starfskrafta til iþróttastarfsins yfirleitt;
má þar t. d. nefna porgils Guðmundsson, iþróttakenn-
ara á Hvanneyri. Heimilisiðnaðarsýningu liélt félagið
síðastliðið sumar fyrir sveitina, og mátti þar sjá marga
vel gerða gripi er báru vott um list og vandvirkni. Væri
vel ef sem flest félög gengjust árlega fyrir slíkum inn-
anhéraðsiðnsýningum til hvatningar fyrir æskulýð þjóð-
arinnar og metnaðar í að gera enn hetri muni en þá,
sem i ár voru hest gerðir. pökk sé „Afturelding“ og
„Dreng“, sem og öllum öðrum félögum eða einstak-
lingum, sem sýna hvað íslenskar hendur geta gert fagra
og góða gripi úr í s 1 e n s k u efni og í íslenskum stil.
—- Félagið hafði einnig kappsláttarmót i sumar og var
það fyrir alla, er taka vildu þátt í því í sveitinni. pá
hefir það einnig á hverju sumri slegið einn dag hjá
þeim bónda sveitarinnar, sem verst hefir verið stadd-
ur með heyfeng vegna skorts á vinnukrafti eða ann-
ara orsaka. Félagið á um % liluta í samkomuhúsi sveit-
arinnar og hesfhús liefir það bygt á sinn kostnað við
samkomuhúsið. —
U. M. F. Velvakandi er yngst af þeim félögum, sem í
sambandinu eru, eða rúmlega ársgamalt. pað liefir enn
að striða við ýmsa byrjunarörðugleika, er fáment og'
því ekki enn við miklu af þvi að biiast, en það á sterkar
framtíðarvonir og vilja til að láta sitt sæti ekki illa
skipað, og Jierst hispurslaust fyrir hverju því máli, er
það telur auka veg og gengi ungmennafélagsskaparins
og hugsjóna hans. Félagið gekst fyrir gestamóti fyrir
alla ungmennafélaga i apríl s. 1., og er það fyrsta skemt-
unin, sem félagið liefir haldið frá stofnun þess.
Öll starfa félögin ötullega að sínum stefnuskrármál-