Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI Hann hefir verið stoltur af stjörnum þeim er feður hans skópu með listum sinum, vísindum, skáldskap og öðr- um fögrum mentum, en þó framar öllu öðru með þrek- lyndi og þjóðhollustu. Hann liefir sjeð stjörnur þessar i anda og fundið til þess með aðdáun og lotningu að þær myndu lýsa þjóðunum óra aldur. En hann hefir líka horft hryggur á samtíðina, sem fótum tróð feðranna verk og glataði sjálfstæði sínu. ]?ar hefir hann séð skugga þá, sem byrgðu hamingju- sól ættjarðar lians. Margir munu telja að íslensku þjóðinni sé þess lítil þörf að minnast hinna fornu og frægu orða gríska spek- ingsins, sem svo mjög þráði ljósið. ]?ess sé lítil þörf vegna þess, að við höfum enga erlenda kúgun við að stríða; við séurn sjálfstæðir og hyllum enga erlenda herkonunga, en þessu er í raun og veru öðruvísi varið. Néi er það kiigun áfengis, sem meðal margs annars ills herjar þetta land, og þeir eru margir, sem lúta á- fengisgoðinu og keppast um að sýna því lotningu. Margar aldir var þjóðin háð oki Bakkusar. Hann rændi fjölmarga viti og heilsu, eyddi fé þeirra, friði og ánægju, og spilti lífsþrótti kynslóðanna um langan aldur. Er það trú margra, að áfengisbölið hafi skaðað þjóðirnar meir en styrjaldir og drepsóttir. petta vita allir og viðurkenna nema þeir, sem eru svo djúpt fallnir, að þeir telja sér skylt að hæla því, sem hefir leikið þá verst. Enda rak að því að ýmsir mætir menn tóku að kenna lýðnum um skaðsemi áfengis, þeir sýndu með rökum að það var hinn mesti vágeslur, sem hverjum dugandi manni her að varast. Margir skildu, að umbóta- mennirnir ræddu um satt mál og nauðsynlegt, því fjölg- aði þeim óðum er drógu taum þeirra. ]?ó var baráttan bæði liörð og löng og stóð um tugi ára, enda varð sigur bindindismanna og bannvina ótrúlega glæsilegur. ]?að mátti heita að um skeið fengi þjóðin rótgróna andstygð gegn áfengi. Flestir skömmuðust sín fyrir að láta sjá

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.