Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1927, Blaðsíða 15
SKINFAXI 15 því miður, svo um fleiri mál. Eg fæ heldur ekki skilið hvernig stjórnin hefir fengið þennan sinn slcilning út úr bréfi Velvakanda, enda hefi eg ekki orðið hans var annars staðar hjá fullskýrum fclögum. Kann eg þvi illa slíkri framkomu í garð þeirra félaga, sem hafa fullan vilja og viðleitni til að vinna til heilla og hagsmuna fyrir alla félagsbeildina, og er það hvorttveggja að það spáir ekki fögrn um framtíðina, né hvetur félögin til að standa á verði um þau mál, er frekast snerta félags- skapinn sjálfan og þjóðfélagið í heild sinni, því ef u n g- mennafélagar virða eleki s í n e i g i n 1 ö g, hversu munu þeir þá virða lög lands og þjóðar. En virð- ing ungmennafélaganna — og þá ekki sist U. M. F. Vel- vakandi — er mér of viðkvæmt mál, til þess að eg geti séð henni misboðið, án þess að bafast nokkuð að til varnar. Vínguðinn Bakkus á „elcki samleið með æskunni, án þess að skaði.“ petta er satt. J?ess vegna kann eg því illa að sjá íslenska ungmennafélaga teyma Baldeus á eftir sér og stelast svo til að stinga honum inn á sig þegar tækifæri gefst, og gjalda drengskap sinn fyrir. Virðist mér því, sem nú sé betra að tala minna, en f r a m k v æ m a meira, og það af feslu nokkurri, því vetlingatökin sjást víða og þykja þau þó jafnan vafa- söm. Vil eg því spyrja, Iivort ekki sé kominn tími til a ð talca af sér vetlingana? Guðbjöm Guðmundsson. form. U. M. F. Velvakandi. Frá U. M. S. K. Ungmennasamband Kjalarnesþings (U. M. S. K.) er stofnað 19. nóv. 1922 af U. M. F. Afturelding í Mos- fellssveit, U. M. F. Drengur í Kjós, U. M. F. Miðnesinga

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.