Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1938, Page 10

Skinfaxi - 01.04.1938, Page 10
10 SKINFAXI drengir, liætta sér út fyrir markalínu lag'a og réttar. Æskulýðsleiðtogi, sem skilur hlutverk sitt, á að gcta haldið tilraunum þeirra innan takmarka þess levfi- lega og heiðarlega, og notað þær lil uppeldislegs gagns. Þá kem eg að athafnaþörfinni, sem er mjög sterk- ur eiginleiki allra óspilltra æskumanna, að heita má. En liún er einn þeirra eiginleika, sem hver æskulýðs- leiðtogi verður fyrsl og fremst að taka i uppeldis- lega þjónustu í æskulýðsfélagi. Eitt meginhlutverk hvers æskulýðsfélags er að sjá félögunum fvrir við- fangsefnum, er fullnægt geti athafnaþörf þeirra á hollan og þroskavænlegan hátt, og girði fyrir að liún brjóti sér útrás í skaðvænum athöfnum fyrir einstak- ting og samfélag, eins og rúðuhrotum og öðrum skemmdaverkum, sem kunn eru liér og þar. Æsku- lýðsfélag, sem lætur hina ungu félagsmenn sitja að- gerðalausa og hlýða á prédikanir, eða „skemmtir“ þeim iðjulausum, í slað þess að fá þeim verkefni, mis- skilur hlutverk sitt og er á skaðlega rangri leið. Enn mætti nefna nokkur dæmi um þá eiginleika æskulýðsins, sem uppeldislegur æskulýðsfélagsskapur þarf að taka í þjónustu sína og nola til þroskunar mannsefnunum, en geta að öðrum kosti verkað til niðurrifs og slæmrar venjumyndunar, svo sem har- áttuhvöt, keppni, liermihneigð o. fl. En hér skal lát- ið staðar numið á þvi sviði, rúmsins vegna. f undanförnu máli hefi eg leitazt við að sýna upp- eldislegt gildi æskulýðsfélaga, og hlulverk þeirra og starfssvið í uppeldinu. Eg þykist hafa sýnt, að þau hafa verk að vinna á sviði, sem þau eiga Iiægra með að ná til með áhrif sín og inngrip en lieimilið og skólinn. Eg hefi sýnt, að slíkum félögum er megin- nauðsyn að hafa leiðtoga með skilningi og þekkingu á ungu fólki og meginlögmálunum, sem sálarlif þess og athafnir fara eftir. Þessir leiðtogar þurfa auk

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.