Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1938, Page 11

Skinfaxi - 01.04.1938, Page 11
SKINFAXl 11 þess að hafa persónulega mannkosti og glæsimennsku til að bera. Hverjir eiga nú að taka að sér þetta kröfufreka, ábyrgðarmikla, ólaunaða — en jafnframt skemmti- lega, þakkláta og þýðingarmikla — leiðtogahlutverk meðal æskulvðsins? Þar getur auðvitað verið um að ræða fólk úr mörg- um stéttum manna, því að víða eru lil mannkosta- menn. En ein stétt manna hefir öðrum fremur þá þekkingu og reynslu og þau lífrænu sambönd við unga æsku, sem til þessa þarf: Iíennarastéttin. En það er ekki einasta, að sérþekkng kennara og starfsreynsla mæli með þeim til vandans, heldur hlýtur og hverjum áhugasömum kennara að vera hið mesta gleðiefni, að fá það tækifæri lil stóraukins árangurs i starfi sínu og vikkaðs starfssviðs, sem hér býðst. Með því að starfa að félagsmálum með æsku- lýð héraðs sins eða bæjar, fær hann lækifæri til að kynnast nemöndum sínuni og verka á uppeldi þeirra á sviðum, sem liann hefir lílið af að segja sem kenn- ari aðeins. Og hann getur haldið í hönd með þeim, eftir að þeir liafa yfirgefið skólann, stutt að þroska þeirra yfir hættulegasta skeið æskuáranna, kyn- þroskaskeiðið, og unnið með þcim að áhugamálum þeirra fram á þroskaár. Þetta er glæsilegt tækifæri til að vinna að auknum þroska framtíðarkynslóðar þjóðarinnar, svo að þess er að vænta, að kennarar almennt sinni þvi, þó að það kosli þá allverulegar persónulegar fórnir í tima og erfiðismunum. Og þá er komið að því, að athuga, livaða félags- form, hvaða tegund æskulýðsfélagsskapar á að velja til að starfa með að uppeldi hinnar ungu kynslóf ar þjóðarinnar. Þetta er vafalaust dálitið viðkvæm spurning og vandi að svara henni, og ef til vill ekki sizt vandi fyrir mig, sem er formaður í umfangsmesta æsku-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.