Skinfaxi - 01.04.1938, Page 21
SKINFAXl
21
út dalinn, en flugvélar þurfa, eins og kunnugt er,
alltaf að lenda á móti vindinum.
2. ) Til greina koma sléttir melar, árbakkar, slétt-
ir sandar, valllendisengi, slétt tún o. fl. o. fl. Svæð-
in mega ekki vera of gljúp, og ekki óslétt.
3. ) Lega svæðisins þarf að vera sem fjærst mis-
hæðum og öðru því, er getur truflað innflug vél-
arinnar.
Þeir, sem vita af svæðum, sem samkvæmt þess-
um upplýsingum geta komið til greina, ættu að til-
kynna stærð þeirra og legu hið bráðasta.
Ungmennafélagar! Stofnið flugmáladeildir innan
vébanda yklcar, og tilkynnið það Flugmálafélugi Is-
lands. — Gerið flugmálin að ykkar málum, og hefj-
ið merki þeirra hátt og öruggt. Ég veit, að úr hönd-
um hinnar íslenzku æsku mun það aldrei falla.
Kristján Sigurðsson:
í dögun
(Síðsumarstef).
Drjúpa börð við dvalans fætur.
Dreymir jörðina.
Fagran svörð að fórn hún lætur,
fyrir hjörðina.
Bíður gríma á báðum áttum,
býst við glímunni.
Skuggar hýma í gljúfragáttum,
gramir skímunni.
Næturstoðir fúnar falla,
fyrir roðanum.
Sendiboðar blómin kalla,
burt frá voðanum.