Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1938, Side 40

Skinfaxi - 01.04.1938, Side 40
40 SKINFAXI En nú hefir þetta breytzt, því miður. Það virðist svo, sem þetta fólk, sem barðist svo ötullega fyrir hugsjónamálum fram- tiðarinnar, um og upp úr aldamótunum síðustu, liafi séð of skammt, eða þá alveg gleyml að taka það með i reikning- inn, að önnur kynslóð kæmi á eftir og gerði sínar kröfur til lífsins. Hvað stoðar að segja, að við séum sjálfstæð þjóð i sjálf- stæðu landi, sem hafi meir en nóg af verðmætum, ef þau séu hagnýtt á réttan hátt, ef unga fólkinu eru meinuð öll skil- yrði til að koma sér áfram? Og livað stoðar að tala um gull og græna skóga, út í vorbláma eilífðarinnar, sem enginn get- ur séð, hvað þá heldur hagnýtt, til neins gagns fyrir fram- tíð einstaklings, lands eða þjóðar? Nei, slik fagurmæli eiga ekki við. Þetta er alvörumál, sem krefst þess, að á því sé tekið með framsýni og karlmennsku, en ekki neinum luhbatökum eða heigulskap. Unga fólkið verður að flækjast vinnulaust um liið kaida hjarn hfsins, í fátækt líkama og sálar. Og eins og atvinnumál unga fólksins eru i rústum, eins er og menntun þess, a. m. k. alþýðunnar, á mjög Iágu stigi. T. d. i sveitunum, þar sem það tíðkast víða ennþá í strjál- býlinu, að farkennsla sé hin eina fræðsla, sem unga fólk- inu er í té látin. Víða liagar þannig til ú.'i um sveitir þessa lands, að mjög er langt á milli bæja. Og þegar frostvindarnir næða og foldin er þakin fönn, þá verða börnin að ganga langan veg, til þess svo ef til vill að sitja i einhverjum köld- um hjalli hálfan daginn. Á þessu læra hörnin mjög lítið, en geta misst það dýrmætasta, sem hver maður á, — heilsuna. Þetta eru nú hin menntandi áhrif, sem börnin í sveitunum eiga við að búa. í kaupstöðunum er þetta nokkuð á annan veg, því þar eru skilyrðin betri. En þó held ég, að mennt- un kaupstaðarbarnanna sé víða mjög í molum. Þetta var nú um börnin, eða menntun þeirra. En hvað hefir svo verið gjört til þess að hjálpa unglingunum að halda áfram á menntunarbrautinni? Það hafa að visu verið reistir skólar, menntaskólar og alþýðuskólar, iðnskólar o. s. frv. En það er ekki nóg. Þessa skóla getur el:ki allt fólk sótt, sem þó hefði fullan hug á því. Jafnvel sumt, sem þar er kennt, er í sambandi við fegurstu framtíðardrauma alþýðuæskunn- ar. En þessi fátækasta stétt hefir engin ráð á að komast i þessa skóla, og hún verður svo oft að sjá sín sólgylltu vona- lönd sökkva i hin dimmustu höf övæntingarinnar, fyrir valdi fátæktar og örbirgðar.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.