Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1938, Blaðsíða 65

Skinfaxi - 01.04.1938, Blaðsíða 65
SKINFAXl 65 Hún ætlaði að fá að tala við frúna. Stúlkan hvarf úr dyr- unum og skildi þær eftir opnar. Iíata gamla sá inn í upp- Ijómað eldhúsið og ilm af allskonar réttum og hita lagði á móti henni. Þá fann hún sárt til kulda og svengdar, — sár- ar en áður. Frúin kom fram. Hún heilsaði Iíötu gömlu vin- gjarnlega, og Kata var ekki byrjuð á erindinu, þegar frúin mælti bliðlega: „Ertu farin að þarfnast auranna, Kata mín? Ég hefi alltaf ætlað að senda þér þá, en það hefir farizt fyrir. En því miður hefi ég enga aura við hendina núna; ég skal senda þér þá, þegar Jóhann kemur heim að borða.“ Ivata gamla leit þakklátum augum til hennar og tautaði eittlivað, sem átli að vera þakklæli, en það heyrðist varla. Hún bjóst til þess að fara. „Komdu innfyrir að fá þér kaffisopa, Kata mín,“ mælti frúin. — Kaffisopa! Ánægjusvipur færðist yfir andlit Kötu gömlu við tilhugsunina um kaffið. Frúin leit á fæturna á gömlu konunni. Það var ekki geðs- legt, að fá á nýþvegið gólfið þessa bleytu, sem virtist leyn- ast í frosnum skónum hennar. Kata gamla skildi víst, livað frúin hugsaði, því að hún tók skóna af fótum sér, áður en hún fór inn. Hressandi kaffi, góðar kökur og þýtt viðmót frúarinnar, hafði góð áhrif á Kötu gömlu, og hún var létt í spori heimleiðis í gamla kofann sinn, — þar sem aðeins kuldinn beið hennar, og ekkert til að borða. En bráðum átti jólamaturinn að koma, þegar aurarnir væru komnir, alveg svona rétt á undan jólunum. Og Kata gamla heið vongóð. Aðfangadagurinn var að liða. Á hveri mínútu vonaðist Kata gamla eftir aurunum sinum, en ekki komu þeir. Bráðum var úti sá tími, sem búðirnar voru opnar, og alltaf vonaði hún að frúin myndi sendi sér aurana, en tíminn leið. Kata gamla var farin að verða óróleg, og þegar síðustu minúturnar liðu af þeim tíma, sem búðirnar voru opnar, sannfærðist hún um, að frúin hefði gleymt sér. Ný von vaknaði i brjósti lienn- ar. Kannske frúin ællaði bara að senda henni eitthvað til jólanna, í staðinn fyrir aurana. Þetta var að vísu veik von, en Kata gamla lifði þó á henni um stund. En þessi síðasta von hcnnar dó út, þegar ómur kirkju- klukknanna barst úr fjarska. — Hátíðin var komin, ekki til Kötu gömlu, heldur allra annarra. Til hennar komu engin jól. Það virtust allir hafa gleymt henni. — Þegar kirkjuklukk- urnar hringdu og prúðbúið fólk hópaðist til kirkjunnar, til þess að hlusta á fagnaðarhóðskapinn, sat Kata gamla á rúm- fletinu sínu og starði fram undan sér. Tárin runnu ótt nið- ur eftir hrukkóttum kinnum liennar, og þungar ekkastunur 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.