Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 4

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 4
52 SKINFAXI Hnitbjörguin, til Einars og konu hans. Umhverfis hús- ið er allstór túnblettur, girtur hárri girðingu. Þegar komið er að húsinu, er þar önnur girðing þrengri, og stuttur stígur frá hliðinu að húsdyrunum. En þar er gestinum boðið inn með slíkri alúð og vinsemd, að auðvelt er að finna, að hjarta listamannsins er opið upp á gátt, bros hans er milt og hógvært og handtakið hlýtt og þétt. lÓsjálfrátt komu mér í hug launhelgar og Dögun. musteri fomaldarinnar, þar sem aldrei varð komizt inn í hið allra helgasta, fyr en gengið hafði verið gegn- um marga forgarða. Þessi samhking er ekki út i bláinn, því að það er undarlega gerður maður, sem ekki verðui snortinn af helgitilfinningu, er hann stendur inni i Hnitbjörgum og finnur þessi furðulegu listaverk tala til sín, hvert sem litið er. I þetta sinn á ég stutta viðdvöl inni í myndasölunum. Við höldum beina leið inn í vinnu- stofu Einars, sem ekki er ýkjastór, en þar er hátt undh loft og gluggamir stórir. Það er liklega stærð glugg- anna, sem gerir það að verkum, að hér eru listaverk vafin pappír og strigapokum. Tákn vorra tima. Vonandi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.