Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1942, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.12.1942, Qupperneq 8
56 SKINFAXI „Jú“, svarar Ejnar. „Allt trúarlíf fór forgörðum um tvítugsaldur. Ég sigldi ungur, komst í kynni við menn og bækur. Það voru bæði vísindamenn, listamenn og rithöfundar, sem nú höfðu áhrif á mig. Sjálfur las ég töluvert mikið og kynntist mörgu nýju. En síðan kom allt það aftur, sem ég hafði misst, — að visu að mörgu leyti í allt öðru formi.“ Einar er tregur til að gera nákvæma grein fyrir hugsanakerfi sínu, og mér skilst, að hann hafi í hyggju að rita itarlega um hugmyndir sinar og þróun þeirra, og væri þá óskandi, að hann leyfði fleirum að lesa. En ég inni eftir því við hann, hvað hann telji þungamiðj- una í lífsskoðun sinni. Þá er ekkert hik í rödd hans. Skýrt og afdráttar- laust kemur svarið: „Þungamiðjan er Kristur“. Síðan heldur hann áfram: „Það var ekki fyrir- hafnarlaust, að ég komst að þessari niðurstöðu. Ég fór að hugsa — hugsa sjálfstætt. Ég kynnti mér marga trúflokka og kenningar þeirra. Og mér fannst ég sjá, að hjá öilum trúflokkum er hin djúpa „mystik“ rótin, tilfinnángin fyrir dulrænum veruleika, og á þeiírri hugsun hefi ég byggt „trúarkerfi“ mitt, og á trúar- hugmyndum mínum hefi ég hyggt list mína. Ég hefi árum saman glímt við hvert verk, til þess að það yrði í samræmi við skoðanir minar og hugsanir í þessu tilliti. Þannig hefir lífsskoðun mín komið fyrir almenningssjónir í verkum rnínum. Fyrir mér er listin eingöngu andlegs eðlis, og ég hefi aðeins ánægju af að gefa andlegar skoðanir minar í myndunum, sem ég bý til. Og með skoðununr á ég þarna við það, sem mér er hjartfólgið og mín dýpsta sannfæring. Ég mundi viija segja, að sálin í hstinni væri það, sem kæmi innan frá, — frá sjálfum mér, — en hin ytri mynd og blærinn j’fir henni er í ætt við landið. Hver

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.