Skinfaxi - 01.12.1942, Page 12
60
SKINFAXI
hann hafði verið. Stundum gerði ég ýmsar tilraunir
með sjálfan mig — í huganum. Ég setti mig t. d. í
huganum niður í flösku, og horfði upp um stútinn,
o. s. frv. Mikið yndi hafði ég af þvi að reika út um
hagann. Smali var ég lengi, en leiddist það. Þó þótti
mér vænt bæði um kindur og hunda. Hundarnir vildu
helzt ekki fylgja mér í smalamennskuna. Þeir fundu
vist, hvað ég var lítill smali.
Stjórnmálum og öðru slíku hefi ég alltaf verið frá-
bitinn, og er þakklátur öðrum fyrir að taka að sér
þau störf. Auðvitað verða einhverjir að hafa þau á
hendi. Ég hefi alltaf átt erfitt með að skipa mér í
flokka, einnig á sviði listanna. Listflokkar, stefnur,
„ismar“ og tizka hafa alltaf verið mér mjög fjar-
læg. Ég geri heldur enga kröfu til þess, að allir
séu eins og ég er sjálfur. Þegar einhver getur ekici
þolað mig sem listamann, þá finn ég stundum til
gleði, þótt undarlegt sé. Orsökin er sú, að ég tel það
ávinning fyrir heildina, að ekki séu allir steyptir i
sama mótið. Ég vil undirstrika andlegt sjálfstæði
mannsins. Það sjálfstæði er ekki fullkomið, nema
maður unni öðrum sama réttar og sjálfum sér. Nú
getur sjálfstæði mannsins að vísu ekki verið tak-
markalaust. Setjum svo, að tveir menn vilji sjálf-
stæði til hins ýtrasta. Annar vill sjálfstæði á ljóssins
vegi; hinn krefst með sama rétti sjálfstæðis á mót-
settum vegi. Raunverulega hafa þeir ekki sama rétt,
þvi að í tilverunnar ríki er ákveðinn réttur, sem hver
einstaklingur hlýtur að lúta. En hver maður verður
að krefjast sjálfstæðis til að nota sinn rétt, svo langt
sem mannfélagsheill og siðferðislögmál tilvetrunnar
leyfir. Einstaklingamir verða lika að hafa sinn rétt,
sökum þess, að ekki hæfir öllum það sama, fremur
en í sögunni um karlinn, sem gaf skósmiðnum meðal,