Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 14
62
SKINFAXI
seni lionum batnaði af, en reyndi svo sama með-
alið á skraddara, og hann dó af þvi“.
Loks leikur mér liugur á að fá að vita, livað iisla-
maðurinn kynni að vilja ráðleggja æskulýð íslantls
og ungmennafélögum, ef hann næði lil þeirra margra
í einu. Hann svarar:
„Okkar tíini er hættulega staddur i eftiröpun eftii
útlendingum. Yið erum ung þjóð, miðað við nútíxna-
tækni og menningu, og af því að við eruni skemmra
á veg komnir í ýmsu, höldum við, að allt sé takandi
eftir. Eg get t. d. aldrei nógsamlega grálið það, að
„jazzið“ er komið til landsins. Fátt sluðlar meira að
þvi að eyðileggja unga fólkið. Það er mitt álit, að hið
opinhera eigi ekki að hlynna að sliku t. d. með úf
varpinu, — að setja þannig haft á fætur æskulýðsins.
Taglhnýtingsháttur er mjög áberandi. Hingað til höfum
við verið einsamlir úti á hafi. En svo kom stórt skip
siglandi og við förum í kjölfar þess. Og oklcur finnst
það dásamlegt að fylgja svona stóru skipi, og getum
hæglega drukknað í kjölfarinu. —
I siðferðilegum efnuni er það eilíft lieilræði þetta:
„Það sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það
skuluð þér og þeim gera“. Að taka fyllsla tillit til
annara, óskorað tillit í daglegri umgengni, eða eins
og segir í vísu eftir Einar Benedilctsson:
„Aðgát skal höfð í nærveru sálar“.
En hvernig sem alll veltist og hotnveltist í þessari
veröld, er engin sigurvon fyrr cn maður hefir selt
tréð eins og það á að standa, með ræturnar niðri i
jörðinni og limið upp. Við verðum að gefa hinu and-
Iega lífi sinn rétt. Hvar sem materialismi (efnishyggja)
hefir yfirhöndina, eyðir maðurinn tímanum sér til
skaða og skemmda. Materialismi — þegar mcð þvi
orði er átt við umhugsun um efnislega hluti — á að
hafa sinn rétt, þar sem honum er markaður hás, en