Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Síða 16

Skinfaxi - 01.12.1942, Síða 16
64 SKINFAXI efnið má ekki grípa fram i fyrir eldra bróður, andanum. Efnisheimurinn er eins heilagur og hvaða aðrir heimar, sem maður getur hugsað sér, að til séu, en hann er samt aðeins partur af tilverunni, og partinn má aldrei meta meir en alla heildina“. Það er óþarfi að hæta nokkru við það, sem hér hefir verið sagt. Margur mundi sennilega vilja fá meira að vita um skoðanir Einars á lifinu og tilverunni, sér- staklega þar sem hann kann að fara út af alfaravegi. Ef til vill gefst mönnum kostur þess siðar, en Skin- faxa þykir vænt um, að geta flutt lesendum sínum meginatriðin i greinargerð listamannsins sjálfs fyrir lífsskoðun sinni. Er auðfundið, að Einar sver sig í ætt þeirra, sem nefndir hafa verið mystikarar eða dulsæis- menn. í persónulegri reynzlu allra trúmanna er alltaf einhver mystik, snerting hins innra veruleika, sam- band við andann bak við efnið. Margir munu kann- ast við mystiska reynzlu frá bernslcu og æskuárum, þótt þeir síðar hafi orðið kaldir og sljóir þjónar efn- isins. Hjá Einari Jónssyni hefir þessu ekki verið svo farið. Undanfarandi frásögn sýnir ennfremur að hug- myndaflug hans hefir verið mikið í bernsku og ímynd- unaraflið sterkt. Listaverk hans sýna og sanna, að sá liæfileiki hefir varðveitzt, þótt viðfangefni þroskaðs manns séu auðvitað önnur en barnsins. List Einars Jónssonar hefir hrifið íslendinga, snort- ið þá djúpt. Hann hlaut ekki viðurkenningu listfræð- inga fyrst í stað. Lengi þurfti hann að standa svo að segja einn uppi. Ennþá er um hann deilt. Samt er hann orðinn heimsfrægur fyrir löngu. En hér á íslandi hefir hann, gagnstætt sögulegri reynzlu, orðið spámaður í föðurlandi sínu. íslenzk alþýða, ósnortin af ismum, hef-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.