Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 20
68 SKINFAXI Þann dag minnist hún hinnar löngu og sh'öngu sjálf- stæðisbaráttu. Sú barátta var að vísu ekki háð með vopnum eða vígvélum, ekki með blóðugum bardögum á líkhlöðnum og blóði drifnum vígvöllum og ekld með striðslygum eður áróðursblekkmgum, en var eigi að síður erfið og ströng og reyndi á karlmennsku og þol- gæði þeirra, sem í lienni áttu. Sú barátta var fyrst og fremst háð með rökum og með þvi að sýna fram á söguleg sannindi. Oft og einatt var hún liáð með ákafa og eldmóði, en ætið með þolgæði og þrautseigju. Og með þessari látlausu baráttu endurheimti þjóðin smátt og smátt frelsi sitt og sjálfsforræði. Sigurinn var ekki unninn í einu vetfangi, heldur í mörgum áföngum, þar til frelsi landsins og fullveldi var loks viðurkennt 1. desember árið 1918. 1 dag og sérhvern 1. desember, minnumst vér Isend- ingar, ungir og gamlir, þessarar baráttu og þeirrar farsælu lausnar, er hún fékk. Vér minnumst hinna mörgu og góðu drengja, sem í henni tólcu þátt. Vér minnumst fyrst og fremst foringjanna, sem vöktu þjóð- ina og vísuðu leiðina og voru jafnan í fylkingarbrjósti. Hér þarf engin nöfn að nefna. Sérhver íslendingur, sem nokkuð er kominn til vits og þroska, þekkir þau. Þau nöfn munu geymast, á meðan til er þjóð, sem heitir íslendingar, og á meðan íslenzk tunga er töluð. Vér hyllum þessa menn, og færum þeim þakkir. En vér minnumst einnig hinna mörgu óbreyttu og óþekktu liðsmanna, sem skipuðu sér um hinn íslenzka málstað og börðust fyrir liann á óeigingjarnan og dx-engilegan hátt og áttu sinn þátt í þeim sigri, sem unninn var. Vér, sem nú lifum og njótum ávaxtanna af erfiði og starfi þessara óþekktu hermanna, sem vér vitum ekki nöfn á, og þekkjum ekki af öðru en því, að þeir voru góðir íslendingar, færum þeim þakkir og vottum þeim virð- ingu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.