Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 21

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 21
SKINFAXI 69 En dagurinn í dag á eklci að vera og er ekki eingöngu helgaður þessum, minningum. Vér hljótum einnig og eigum að hugleiða, á hvern liátt vér fáum bezt varð- veitt frelsi vort og fullveldi og varið það gegn hættum þeim, sem að því kunna að steðja. Til er málsháttur á þá leið, að eigi sé minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess. Spakmæli þetta kann að visu ekki að eiga fullkomJega við um sjálfstæði vort. En áreiðanlega er óhætt að fullyrða, að það sé mikill vandi fyrir hverja smáþjóð, að gæta fullveldis sins og frelsis og á það ekki sízt við nú á tímum. Sérhver smá- þjóð getur auðveldlega misst sjálfstæði sitt. Því geta valdið ástæður, sem hún fær engu ráðið um, og eru þau dæmi nærtæk nú. En hún getur einnig glatað sjálf- stæði sínu vegna atvika, sem hún sjálf ber ábyrgð á, og á að meiru eða minna leyti sök á. Hver smáþjóð verður að heyja stöðuga sjálfstæðisharáttu, og vera einlægt á verði um sjálfstæði sitt og fullveldi. Þau sannindi eig- um vér íslendingar að rifja upp og liugleiða 1. desember. Á það má minna, að það voru íslenzkir höfðingjar á Sturlungaöld, sem með sundurlyndi sinu og sérhags- munabaráttu opnuðu hér liliðin fyrir erlendu konungs- valdi og áttu með því drjúgan þátt í aldalöngu ósjálf- stæði og kiigun íslenzku þjóðarinnar. Sagan getur end- urtekið sig, ef menn láta sér ekki vítin að varnaði verða. Því verður ekki neitað, að yfirstandandi tímar eru alvarlegir og iskyggilegir á ýmsa lund. Yér íslendingar höfum að visu sloppið betur við ófriðareldinn en sum- ar nágrannaþjóðir vorar. En þrátt fyrir það hefir hann fært oss að liöndum mörg erfið og viðkvæm vanda- mál og ærin sár höfum vér hlotið af Iians völdum. Atburðirnir gerast nú stundum með óvenjulegum, og ægilegum liraða. Fyrir hálfu þriðja ári vorum vér ís- lendingar af mikilli skyndingu dregnir inn í hringiðu heimsstyrjaldarinnar. Vér vorum hernumin þjóð. Síðar

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.