Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 42

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 42
90 SKINFAXI maður þess félags, þar til hann flutti ur hreppnum. Blað fé- lagsins skrifaði liann og mun hann hafa átt drjúgan þátt í efni þess, bæði i bundnu og óbundnu máli. Það mun fremur sjaldgæft, að svo roskinn maður sé einhver aðaldriffjöðrin i ungmennafélagi, þar eð hann hafði ekki haft aðstöðu til að starfa i slíkum félagsskap neitt verulega áður. Guðmundur Gunnarsson átti þess ekki kost, að afla sér veru- legrar menntunar í æsku. Var hann þó góðum gáfum gæddur. Varð hann að láta sér nægja það nám, er góður vilji og bæk- ur góðra sveitunga og kunningja gátu veitt honum. Fornsög- ur og rímur munu hafa verið þar í fremstu röð. Fyrir löngu siðan varð Guðmundur Gunnarsson allvið- kunnur fyrir ferskeytlur sínar. Hygg ég þó að lengi vel hafi margur haldið, að þar væri inest um að ræða beinskeyttar ádeilur og gagnrýni. Og víst er það, að í því sambandi mátti heimfæra upp á hann sjálfan það, er liann eitt sinn kvað um andlegt stórmenni liéraðs síns: „Ef hann lagði ör á streng ávallt hitti markið.“ En þó hygg ég, að kjarnann í skáldskap Guðmundar Gunn- arssonar sé að finna í hinum alvöruþrungnu vísum hans, er jöfnum liöndum lýsa lifsþreyttum, ljóssæknum og göfug- um huga. Nokkrum vikum áður en Guðmundur lézt, kom út ljóðabók hans „Tindar“. Er inér kunnugt um, að margar af beztu ferskeytlum hans eru þar ekki með, en hefir ef til vill verið ætlað að bíða betri tima. Nú er þessi vinur minn, sem á strangri ævileið sigldi of) um úfinn sjó, sigldur yfir hafið mikla. Eftir lifir minningin. Minningin um vininn, sem alltaf var hægt að treysta. Minn- ingin um manninn, er í engu vildi vamm sitt vita. Minningin um hinn bjarta hug, er átti þátt í að tendra i samlífi manna svo marga „sólskinsbletti í heiði“ í sveitunum umhverfis Breiðafjörð. Ævifélagar U.M.F.Í. hafa þessir gerzt: Aðalsteinn Sigmundsson kennari, Steindór Björnsson frá Gröf og Páll B. Melsted forstjóri.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.