Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1942, Qupperneq 48

Skinfaxi - 01.12.1942, Qupperneq 48
SKINFAXI 9(5 7. Umf. Austri á Raufarhöfn undirbýr byggingu iþróttavallar. 8. Umf. Langnesinga hefir um það bil lokið sundlaugar- byggingu á Þórshöfn, er i'ær heitt vatn frá frystihúsi líaup- félags Langnesinga. 9. Umf. Leiknir á Búðum í Fáskrúðsfirði hefir sundlaugar- byggingu í undirbúningi og einnig leikvöll i grennd við kauptúnið. 10. Umf. Sindri á Höfn í Hornafirði vinnur að leikvelli og íþróttahússbyggingu. 11. Umf. Dagsbrún í Austur-Landeyjum vinnur að íþrótta- velli og baðstað. Vafalaust hafa fleiri Umf. svipuð áform, þótt sambands- stjórn sé einkum kunnugt um framangreint. Enda þótt þarna sé um þarfar framkvæmdir að ræða, er hilt enn mikilvægara, að félögin noti yfirstandandi tíma rækilega til fjársöfnunar vegna framkvæmda að stríðslokum. Slikt tækifæri, sem nú er til fjársöfnunar, gefst ekki á næstunni, og þau félög, sem eru hirðulaus um sjóðmyndanir nú, geta tæplega vænst mik- illa afreka í verklegum framkvæmdum fyrstu árin eftir stríðið. Ungmennasamband Kjalarnessþings hélt hátíðlegt 20 ára afmæli sitt að Brúarlandi i Mosfells- sveit 13. desember s.l. að afloknu 20. héraðsþingi sambands- ins. Þar voru fluttar ræður um starfsemi.U.M.S.K. og Umf. al- mennt og blandaður kór úr Umf. Dreng i Kjós söng mörg lög við ágætar undirtektir, m. a. hið nýja lag Kaldalóns, er birtist í síðasta hefti Skinfaxa. Var samkoman öll hin mynd- arlegasta. Stjórn sambandsins skipa: Formaður Páll S. Páls- son, Reykjavík, ritari Gísli Andrésson, Hálsi, Kjós og féhirðir Ólafur Þórðarson, Æsustöðum, Mosfellssveit. Stúdentafélag Reykjavíkur hefir sýnt U.M.F.f. þá vinsemd, að láta því í té 1200 ein- tök af tveimur sérprentuðum erindum um þjóðernismál eftir þá próf. Ólaf Lárusson og dr. Einar Ól. Sveinsson. Hefir stjórn U.M.F.L dreift ritunum meðal Umf. og veit lnin, að félögin hafa tekið þeim með þökkum. Væntir U.M.F.f. frek- ari samvinnu við Stúdentafélagið um ýms þjóðernis- og menn- ingarmál. D. Á. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.