Skinfaxi - 01.12.1945, Page 47
SKINFAXI H9
á armana, eða hann víkur sér til setu til hægri eða vinstri.
Laret snýst til hægri setu.
Hvergi þarf frekar á mýkt aS halda en i langstökki.
ÞaS, að binda ekki vöðva, er mesti vandinn; halda þeim
mjúkum, þar til þeir taka á á réltu augnabliki.
Við sjáum allt of oft stökkvara, kastara og hlaupara með
alla vöðva í hnyklum, frá andliti niður í kálfa. Ljót sjón.
Heimskulegur og hættulegur vani.
L. Long, Evrópu-methafi í
langstökki; var annar á 01-
ympíuleikunum 1936. Á mynd-
inni sést hann í fettunni. Hann
er að draga fæturna npp und-
ir sitjandann. Athyglisvert er,
hve hátt hann heldur örmum,
hve beinn hann er og
óþvingaður.
Eitt af áhrifamestu. viðbrögð-
um langstökkvara er að lyfta
fótunum jafnhátt mjöðmum
eða jafnvel hærra, eftir að fett-
unni er lokið og hæsta punkti
svifbrautarinnar náð. Stökkv-
arinn á myndinni er A1 Olson,
ameriskur langstökkvari.