Skinfaxi - 01.12.1945, Blaðsíða 67
SKINFAXI
139
hókina sögur, sem beri nokkur blætengsl, og þykir mér fara
vel á því. Og þótt undirrót tveggja sagnanna, Musteris Saló-
mons og Reistra pýramída, sé hið sama, er meðferð efnisins
svo gjörólík, að lesandinn getur vel við unað. Allar eru sög-
urnar fremur skemmtilegar aflestrar og grípa lesandann föst-
um tökum, en það er auðvitað mikill kostur út af fyrir sig.
Mér er sagt af fróðum mönnum um þessa liluti, að smá-
sagnasöfn séu yfirleitt minna lesin hér á landi en stærri
skáldsögur. Bendir þetta til þess, að íslenzkir lesendur kunni
síður að meta smásögur en lengri skáldrit. Er þetta skaði, því
að góð smásaga er miklu meiri og betri bókmenntir en marg-
ur langur doðrantinn, sem til bókmenta er talinn.
Smásagan er eitt erfiðasta form bókmennta. Ef til vill geng-
ur hún næst leikritum. Líti menn á það i fljótu bragði, virð-
ist svo, að auðveldara sé að rita tíu blaðsíðna smásögu en
hundrað eða tvö hundruð hlaðsíðna skáldsögu. En ef skyggnzt
er dýpra, komast menn brátt að raun um, að smásaga krefsL
mikilla hæfileika æfðra rithöfunda.
Smásagnahöfundurinn er að ýmsu leyti nátengdur ljóð-
skáldinu. Ilann sér atburðina, gamlan mann ganga eftir göt-
unni, laufblað falla af gi-ein á haustdegi, og liann tekur að
spyrja sjálfan sig. Hvers vegna er þessi gamli maður á gangi
þarna? Hví er hann svona klæddur? Hvi er hann svona hok-
inn? Eða: Ilvað þyrlast brott með þessu litla laufblaði? —
ímyndunarafl höfundarins kemst á hreyfingu, liugmyndaflug-
ið fær vængi, og hann tekur strax að hugsa upp svör við
spurningunum. Þannig er smásagan bæði hlutlæg og snar
þáttur af tilfinningum höfundar og reynslu. Smásagnahöfund-
urinn er einnig skyldur ljósmyndamanninum, sem tekur mynd-
ir af daglegu lífi i kringum sig. Myndin, svo „stutt“ sem hún
er, vcrður að tala sínu eigin máli, og höfundarins. Smásagna-
höfundurinn hefur heldur ekkert rúm fyrir langar skýring-
ar, þvi að smásagan er alltaf stutt. Hún má til að vera snögg-
soðin. Því styttri sem hún er, ef hún er nægilega löng, því
betra. Smásagnahöfundur leysir vandamál á fáum blaðsíð-
um, eða bregður upp snöggri mynd af mannlífinu, en lætur
lesandanum eftir að hugsa upp öll smáatriði, renna grun í
ýmsar aðstæður, og brjóta heilann um persónnr og svið sög-
unnar. En slíkt er einmitt hið skemmtilegasta og hugljúfasta
fyrir hvern lesanda, sem ann góðum bókmenntum. Bókmennt-
ir eiga í raun og veru að vesa lýsingar og eins konar tillögur,
sem komi lesandanum úr jafnvægi, svo að hann takj að hugsa
um meðbræður sína og samfélag.
10*