Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1945, Blaðsíða 66

Skinfaxi - 01.12.1945, Blaðsíða 66
138 SKINFAXI Ég geri ráð fyrir því, að sumar sögurnar hefðu orðið styttri í höndum enn markvissari höfundár, nokkuð dregið úr ein- staka lýsingum, atburðaröðin sneggri, málalengingar minni, frá- sögnin hnitmiðaðri. Aðalsmerki sannrar smásögu er einfaldleiki í stíl og frásögn, þar sem ekkcrt skyggir á sjálfan atburðinn, vandann, sem að höndum hefur horið, hvorki velhrynjandi orð né litauðug setning, en stakkurinn skorinn fast að efninu, án skrauts og legginga. Þess er þó vert að geta, að i sum- um sögunum átti höf. naumast völ á öðru en nokkrum skraut- vefnaði, því að þær eru fremur lýsingar, myndir, (t. d. sú síðasla) en snöggsoðnar smásögur, þar sem hnútur er leyst- ur eða örlög ráðin í skjótum svip. En þótt nokkuð beri á leik liöf. að orðum og safaríkum setningum, leyfir hann sér þó hvergi aðra eins vekurð og skeiðspretti í stilæfingum og rósaflúri málsins og í næstsiðustu bók sinni Fjallinu og draumnum, þeirri mjög svo velskrifuðu en langdregnu bók. Er það vel, þvi að slíkt þola smásögur ekki. Allar eru sögurnar vel sagðar, og það er ekki ætlun mín að benda á neina sérstaka þeirra sem þá beztu, þvi að vitan- lega hefur hver og einn lesandi sína slcoðun í þessum efn- um. Ef til vill ætti ég heldur að segja, að sögurnar falli les- endunum misjafnlega, allt eftir skapgerð þeirra, smekk og þeim geðhlæ, sem þeir eru í, er þeir lesa þær. Vil ég ekki vera svo ráðríkur í dómum, að aðrir hafi ekki sitt að segja án minna fordæminga eða meðmæla. Smásaga likist kvæði í því, að hún verkar á lesandann eftir aðstæðum, hugar- ástandi og andrúmslofti, sem í kringum hann er, þegar hann les hana. Smásögu eiga menn að lesa frá byrjun til enda, án þess að iíta upp.. — Mig langar þó til að minnast sérstaklega á „ástands“-sögurnar tvær, Iíötturinn minn er dauður og Snjór í apríl. Sú fyrri er að líkinduin ein bezta lýsing á vissri hlið „ástandsins“, þótt um kött sé, skrifuð með kimniglampa í aug- um, sem höf. fer vel, en er þó í raun og veru háalvarlegs efnis. Sú síðari er hárfín og dramatísk, en þó hefur höf. ekki tekizt að losa sig við alla hortitti, og endirinn er tæplega nógu vel gerður. Átta sögurnar eru skrifaðar í fyrslu persónu eintölu, og hefur höf. náð góðu valdi á því formi. Fellur það yfirleitt vel að smásögum, ef vel er á haldið. Sumar þessarra sagna eru óefað bornar uppi af endurminningum, þólt skáldið fjalli þar um hlutina eftir vild. Skýrust í liuga mér af þeim sög- um er Hengilásinn, sérstaklega áhrifarík, sönn og vel gerð. — Ilöf. getur þess i eftirmála, að hann hafi valið í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.