Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 62

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 62
134 SKINFAXI Avarp flutt af formanni Ungmenna- og íþróttasambands Austur- lands, Skúla Þorsteinssyni, við setningu íþróttamóts sam- bandsins að Eiðum síðastíl. sumar. Iþróttamenn og konur! Austfirðingar og aðrir samkomugestir! Nú í mörg ár hefur þessi dagur, fyrsti sunnudagur í ágúst, verið mótsdagur íþróttamanna á Austurlandi. Þá hafa þeir reynt þol silt og getu. Þá hefur almenningi gefizt kostur á að sjá árangurinn af fristundastarfi íþróttaæskunnar, — á- rangurinn af því iþróttastarfi, sem fram fer í sambandsfé- lögum U.Í.A. Það má segja austfirzkri æsku til ágætis, að áhugi hennar fyrir íþróttum og félagsstarfsemi hefur farið vaxandi hin siðari ár. En sem betur fer, sýna íþróttirnar sjálfar, getan og þorið, — metin — ekki allt það, sem vinnst með íþróttastarfsem- inni. Fagur líkami, hreysti og frjálslegt fas, er gott vega- nesti hverjum manni og konu. Hitt er þó mest um vert, hver hinn innri maður er. Göfug sál er gulli betri. Gott hugar- þel vermir allt og alla. Þar, sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Þar grær líf i hverju spori. Það er einnig, og ekki síður, hinn innri maður, sem íþróttastarfsemin mótar. Iiver sannur íþróttamaður er góður drengur og traustur son- ur landsins. Hann flytur með sér fegurð og gróandi, og er tryggur vörður sannleikans, hvar sem hann fer. Hann er reglusamur, sannur og sjálfstæður, og getur staðið einn að réttu máli, hversu kalt sem blæs. Þannig er liinn sanni iþróttamaður. Sá, sem iðkar af sannri alúð andlegar og líkamlegar iþróttir, getur náð hinni sönnu fyrirmynd, orðið sannur iþróttamaður. — íþróttastarfsemin er fjarri því að vera leikur einn, heldur ber henni að vera merkur þáttur í uppeldis- Qg menningarlífi þjóðarinnar. Hver íþóttamaður skyldi því taka hlutverk sitt alvarlcga og fesla sjónir á hinum sönnu verðmætum síns tíma. Það er trú mín og von, að Ungmenna- og iþróttasamband Austulands megi með starfsemi sinni eiga nokkurn hlut að þvi að skapa sanna menn, — sanna íþróttamenn og konur. Það er ósk okkar, sem sambandið hefur falið forystu urn sinn, að íþróttamótin verði menningarsamkomur, lausar við þann óhugnað, sem óreglu fylgir, og við óskum elcki eftir

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.